SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 24
24 24. október 2010
til á eigin lífi en auðvitað bæti ég við, læt ýmislegt óvænt gerast og
krydda.“
Guðdómlegt að lifa saman
Hvernig hefur þitt líf verið?
„Ég er ánægð í dag. Við maðurinn minn, Freyr Einarsson, erum með
fimm börn á heimilinu, þriggja ára, tíu ára, tólf ára, fjórtán ára og átján
ára. Við eigum eitt barn saman, hana Ellý, og hann kemur í sambandið
með tvær dætur og ég með tvo syni. Það er ótrúlegt hvað þetta gengur
vel og allir eru gríðarlega góðir vinir en vitanlega þarf skipulag, úthald
og þolinmæði til að halda saman svo stóru heimili.“
Hvernig kynntust þið Freyr?
„Ég var búin að vera einstæð móðir í tvö ár þegar við kynntumst. Ég á
strákana mína tvo með manni sem ég kynntist þegar ég var ung. Það
gekk ekki og samband okkar var meira eins og hjá systkinum. Ég upp-
lifði ekki ástríðuna með honum, eins og ég geri í dag með manninum
mínum. Það er magnað fyrirbæri að vera í sambandi þar sem maður
getur verið maður sjálfur.
Freyr var blaðamaður á helgarblaði DV og ég var þula í sjónvarpinu
þegar hann hringdi og bað mig að koma í viðtal, en þá helgi var ég á
leiðinni til útlanda. Þegar ég talaði við Frey í síma þá var eitthvað í rödd
hans sem heillaði mig og mig langaði til að hitta hann. Ég sagðist vera til
í viðtal, sem ég var yfirleitt ekki á þeim tíma.
Við Freyr hittumst í bakgarðinum í Alþingishúsinu. Þetta var um
sumar, vikuna fyrir verslunarmannahelgi. Hann mætti, með stór sól-
gleraugu, í svörtum þröngum gallabuxum og með stóran hálsklút.
Pönkaralegur. Við settumst á bekk, hann setti upptökutækið í gang og
viðtalið byrjaði. Eftir fimm mínútur vorum við farin að tala um okkar
persónulegu mál. Hann slökkti á tækinu og sagði: „Það kemur ekkert út
úr þessu viðtali.“ Við sátum þarna í tvo tíma og héldum áfram að tala
saman. Mér leið gríðarlega vel. Við áttum svipaða æsku, ólumst upp án
föður, höfðum bæði gengið í gegnum skilnað og áttum börn. Við töl-
uðum um allt á milli himins og jarðar og hvað við vildum fá út úr sam-
bandi. Hann skildi mig og ég skildi hann. Svo þegar ég sagði honum að
ég hefði verið að rannsaka stjörnumerkin sagði hann: „Frábært, gott að
þú skulir vera andlega þenkjandi. Þú átt að gera meira af þessu.“ Mig
langaði til að stökkva á hann og kyssa hann.
Svo kvöddumst við og ég fór heim. Um kvöldið fékk ég sms frá hon-
um: „Var eitthvað meira í gangi þarna í dag en bara viðtal?“ Ég tók sím-
ann og henti honum á rúmið. Ég upplifði það sama og hann en ég vissi
ekki hvort ég ætti að takast á við tilfinningarnar og leyfa mér að sleppa
fram af mér beislinu, upplifa, njóta og segja já. Hann gafst ekki upp
heldur hringdi aftur sama kvöld. Þá spurði ég hann: „Ertu að gera eitt-
hvað sérstakt um verslunarmannahelgina?“ Ég hafði aldrei áður beðið
karlmann að eyða með mér helgi. Hann vildi það og við eyddum saman
helginni á Hótel Glym í Hvalfirði þar sem er gríðarlega góð og notaleg
orka. Það eru liðin sjö ár og við erum enn saman. Freyr hvetur mig til
góðra verka og ég hann. Við erum ekki gift en ég vona að við eigum það
eftir. Ég bið Guð að blessa okkur og vona innilega að sambandið verði
áfram eins gott og það hefur verið.“
Hvað hefur sambandið gefið þér?
„Fullnægju. Meira að segja þegar við erum saman og þegjum þá er ég
fullnægð. Sambandið hefur fært mér mikið jafnvægi. Ég þarf ekki að
sanna mig, þarf ekki að segja frá einhverju eða skemmta, get bara verið
ég sjálf. Við eigum óvenjugott samband, held ég. Við rífumst aldrei og
E
llý Ármanns sendir frá sér bók um þessi jól, Ástin og stjörnu-
merkin. Eins og titillinn ber með sér er þar fjallað um sam-
skipti og ástarsambönd út frá stjörnumerkjum. „Þarna er ég
að fjalla um veikleika og styrkleika í samböndum,“ segir
Ellý. „Tökum sem dæmi, að ef fiskurinn er særður syndir hann í burtu
meðan ljónið er ástríðufullt í öllum sínum samskiptum. Nautin eru
hins vegar alvörugefin, stjórnsöm og ofurviðkvæm.“
Við samningu bókarinnar naut Ellý aðstoðar fjölda kvenna á fésbók-
inni. „Þetta gerðist eiginlega óvart,“ segir hún. „Ég setti inn á fésbók-
ina spurningar eins og: „Hvernig viltu láta kyssa þig?“ og „Í hvaða
merki ertu?“ Það stóð ekki á svörunum, það komu hátt í hundrað
færslur með kossalýsingum, misjafnar eftir stjörnumerkjum. Ég bætti
stöðugt við spurningum og þegar ég spurði konurnar hvort þær vildu
að ég fjallaði um kynlíf í bókinni kom sama svar frá þeim öllum: „Já!“
Það eru alls kyns skemmtilegar vangaveltur í kringum stjörnu-
merkin sem ég fjalla um og þetta er efni sem fjölmargir hafa áhuga á og
geta skemmt sér yfir.“
Trúi á það andlega
Hvenær vaknaði þessi áhugi?
„Þegar ég var unglingur í Verslunarskólanum. Mér voru gefin tarot-
spil og ég fór að spá fyrir vinkonum mínum og það sem ég sagði
stemmdi. Ég hætti að spá um tíma, þegar ég hélt að það væri hallær-
islegt en byrjaði óvænt aftur og hef enga fordóma lengur. Nú spái ég á
fésbókinni og fólk virðist hafa mjög gaman að því.
Ég trúi á það andlega. Allir hafa andlega veru með sér sem verndara.
Ég trúi að það sé til annar heimur en okkar, sá sem við lifum í er bara
slæða og við þurfum að gera göt á slæðuna svo ljósið komist í gegn. Ég
trúi á almættið og að við séum hér til að þroskast og læra og njóta og
elska. Ég er opin fyrir því sem er í kringum okkur.“
Verðurðu fyrir því að fólk segi að þú sért stórskrýtin og að spá-
dómar þínir séu hugarburður?
„Ég hef lent í því að það hefur verið sagt við mig: „Hvaða rugl er
þetta? Ertu ekki bara að bulla þessa vitleysu?“ En ég veit ekki endilega
meira en aðrir, ég er bara óhrædd við að segja það sem ég skynja og
finn. Ég opna fyrir hugann og auðvitað hugmyndaflugið og segi fólki
hvað birtist mér þegar ég les úr spilunum mínum. Einhverra hluta
vegna hef ég mjög oft rétt fyrir mér og flestir kunna að meta það enda
er skemmtanagildið í heiðri haft.
Þegar ég var yngri tók ég mjög nærri mér þegar fólk talaði hranalega
til mín og hellti yfir mig skömmum vegna þess að ég var að leika mér
við að spá fyrir fólki. En ég skammast mín ekki lengur og er ákveðin í
að vera ég sjálf og hræðast ekki fordóma fárra. Ég reyni að taka þetta
ekki of alvarlega heldur legg þetta upp sem gott spjall og skemmtun
með tarotspilin sem hjálpartæki. Oftast kemur eitthvað skemmtilegt
út úr því og stundum á ég hádramatískar stundir með þeim sem ég er
að spjalla við og spá fyrir.“
Nú ertu búin að skrifa bók. Ætlarðu að skrifa fleiri bækur?
„Já, og þá ætla ég að skrifa skáldskap. Bókin um stjörnumerkin er
þáttur í því sem ég ætlaði mér alltaf að gera, sem var að stíga fram og
segja: Ég er andlega sinnuð og ánægð með það. Nú er ég að loka þeim
kafla. Þessa dagana er ég að skrifa stelpusögu sem ég vona að komi út á
næsta ári. Mér finnst óskaplega gaman að skrifa og búa til sögur um
tilfinningar, veikleika og styrk manneskjunnar og hverju við sækj-
umst eftir í samskiptum hvert við annað. Ég byggi handritið að hluta
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Ákveðin í
að vera ég sjálf
Ellý Ármanns hefur skrifað bók um stjörnumerkin og vinnur að
skáldsögu. Í viðtali ræðir hún um áhuga sinn á andlegum mál-
um og talar um stóru ástina sem hún hefur fundið. Hún ræðir
einnig opinskátt um sambandið við föðurinn sem var fjarri
henni á æskuárum hennar.
Ellý: Ég trúi á almættið
og að við séum hér til
að þroskast og læra
og njóta og elska.