SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 30

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 30
30 24. október 2010 F relsið á ísbreiðunum virðist ekki eiga sér nein takmörk. Hljómur þagnarinnar lætur sérkennilega í eyrum, gnauðið í vindinum og brestirnir í ísnum tala við mann og segja sögu sem maður heyrir en skilur ekki. Það er afrek út af fyrir sig að inúítarnir hafi búið við þessar aðstæður í þúsundir ára í fimbulkulda hafískrumlunnar og þurft að berjast fyrir lífi sínu upp á hvern dag.“ Þannig kemst Ragnar Axelsson ljós- myndari að orði í bók sinni Veiðimenn norðursins sem kemur út um þessar mundir. Bókin er þegar komin út í Þýska- landi, Austurríki og Sviss (Die letzten Jä- ger der Arktis) og kemur út á Bretlands- eyjum nú um helgina (Last Days of the Arctic). Þá verður bókinni dreift í Banda- ríkjunum og Kanada frá og með apríl á næsta ári. Ragnar kom fyrst til Grænlands fyrir um aldarfjórðungi og hefur heimsótt landið mörgum sinnum síðan og skrásett lífið í veiðimannasamfélögum Grænlands og síðar Norður-Kanada. Hann gjörþekk- ir líf veiðimannanna og er uggandi fyrir þeirra hönd. Hvergi á byggðu bóli hafa loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar nefnilega haft eins mikil áhrif á daglegt líf fólks og þar. Myndir Ragnars eru ein- stakar heimildir um daglega önn í af- skekktustu byggðum heims og koma nú flestar hverjar í fyrsta skipti fyrir augu al- mennings með atbeina bókaforlagsins Crymogeu. Inngang ritar skoski félagsmannfræð- ingurinn Mark Nuttall, einn helsti sér- fræðingur heims í málefnum inúíta og norðurslóða. Kristján B. Jónasson útgáfustjóri Crymogeu er hæstánægður með sam- starfið við Ragnar enda búi hann yfir þeim einstaka hæfileika að ná til fólks og hrífa það inn í heima sem það þekkti ekki áður. „Við Ragnar höfum þekkst í nokkur ár, meðal annars gegnum útgáfustarf, en það var haustið 2007 sem við ræddum fyrst um mögulega útgáfu á þessum norð- urslóðamyndum hans. Fyrst varð titill bókarinnar til á ensku, Last Days of the Arctic, og við lögðum út af honum við gerð bókarinnar.“ Hlýnun jarðar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri og norðurslóðir urðu á allra vörum sumarið 2007 þegar í ljós kom að íshellan á Norður-Íshafi hafði ekki verið minni frá því mælingar hófust. Sú þróun virðist ætla að verða á einn veg. „Ragnar á eitt stærsta safn mynda í heiminum frá þessum slóðum og 80% þeirra hafa aldrei birst opinberlega. Hann hefur að mestu unnið að þessu verkefni í kyrrþey. Okkur þótti tímabært að færa heimsbyggðinni þennan fjársjóð,“ segir Kristján. Enda þótt náttúran sé óvíða stórbrotn- ari og ómengaðri en á norðurslóðum segir Kristján þá Ragnar hafa verið sammála um að nálgast viðfangsefnið fyrst og síð- ast gegnum fólkið. „Við vildum segja frá fólkinu. Hvernig búa inúítarnir og hvað verður um þá ef þeir geta ekki sinnt veið- unum lengur? Þeir standa frammi fyrir gríðarlegum breytingum í sínu lífi, bæði vegna hlýnunar jarðar en ekki síður vegna breytinga í samfélaginu. Margs er krafist af þeim og skilningur á lifnaðarháttum þeirra ekki alltaf fyrir hendi. Sjálfur hefur Ragnar mjög skýra sýn á þetta, eins og fram kemur í bókinni, enda hefur hann þekkt þetta samfélag í hartnær aldarfjórð- ung og merkir gríðarlegar breytingar. Hans upplifun er allt önnur en upplifun manns sem myndi sækja þessar slóðir Hundar falla í sprungu út af Ittoqqortoormiit. Ísinn að brotna upp í stormi og hættur leynast víða. Veiðimenn á hafísnum í Thule með hval á línu. Hoppa þarf milli ísjaka, stundum langt á haf út eftir hvölum og ísbjörnum.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.