SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 31
24. október 2010 31
heim í fyrsta skipti nú.“
Sem fyrr segir kemur bókin út á þremur
tungumálum í þessari atrennu en Kristján
er vongóður um að þau verði fleiri.
„Þreifingar standa yfir í fleiri löndum og
við erum hóflega bjartsýn á að þær skili
árangri. Gangi það upp að bókin komi út í
fimm til sjö löndum verður markmið-
unum sem lagt var upp með náð.“
Hann segir viðbrögð erlendra útgef-
enda alls staðar á einn veg, þeir heillist af
verkefninu og myndunum. „Það þarf
ekki sérfræðing til að sjá að ljósmyndunin
er í mjög háum gæðaflokki. Tímasetn-
ingin gæti heldur ekki verið betri en
bókaútgefendur um allan heim eru nú að
mæta auknum áhuga á norðurslóðum.
Augu heimsins beinast að þessum fram-
andi heimi.“
Kristján segir fjölda bóka um norð-
urslóðir þegar í umferð en fáar þeirra
nálgist viðfangsefnið af sömu dýpt og
umhyggju og Veiðimenn norðursins.
Hróður Ragnars Axelssonar hefur bor-
ist víða. Kristján er ekki í vafa um að
Veiðimenn norðursins eigi eftir að gera
veg hans enn meiri. „Það átta ekki allir sig
á því að Ragnar hefur þegar vakið mikla
athygli erlendis á sinn hógværa hátt.
Hann hefur margoft verið settur í sam-
hengi við kunnustu ljósmyndara allra
tíma, og gagnrýnendur hafa nefnt nöfn
eins og Edward C. Curtis sem skráði lifn-
aðarhætti frumbyggja Norður-Ameríku
um aldamótin 1900 eða stríðsfrétta-
ljósmyndarann James Nachtwey. Um leið
býr hann yfir gáfu sögumannsins sem
gerir honum létt að tengjast áhorfand-
anum.“
Ragnar hefur markað sér sérstöðu með
norðurslóðaverkefninu en Kristján bendir
á, að hann hafi unnið fleiri verkefni yfir
lengri tíma. Nægir þar að nefna gangna-
menn á Landmannaafrétti.
Forlagið Knesebeck annast útgáfuna á
þýska málsvæðinu en Crymogea gefur
bókina út sjálf á Bretlandseyjum ásamt
litlu forlagi, Polarworld, sem sérhæfir
sig í útgáfu bóka tengdum norð-
urslóðum. Útgáfu bókarinnar var fagnað
á föstudagskvöldið með uppákomu í
Dyflinni, þar sem landkönnuðir, æv-
intýramenn, vísindamenn og annað
áhugafólk um norðurslóðir kom saman,
auk fjölmiðlafólks. Brennipunkturinn
var Ragnar sjálfur sem greindi frá verk-
efninu og gerði grein fyrir kynnum sín-
um af veiðimönnunum í norðri.
Að sögn Kristjáns hefur verið boðuð
nokkur umfjöllun um bókina í breskum
og írskum dagblöðum og tímaritum. Þá
mun þýska vikuritið Der Stern birta ít-
arlega grein um bókina ásamt mörgum
myndum úr henni.
Bókin kemur formlega út á Íslandi 30.
október næstkomandi. Sama dag verður
opnuð ein stærsta einkasýning íslensks
ljósmyndara sem sett hefur verið upp
hérlendis í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar
verða sýndar myndir úr bókinni Veiði-
menn norðursins, myndir frá Grænlandi
og Norður-Kanada, í sölunum á efri
hæð. Í sal niðri verður sýnt verkefnið
Andlit aldanna, ljósmyndir Ragnars af
ísjökum úr Jökulsárlóni á Breiðamerkur-
sandi sem hann hefur unnið að um ára-
bil. Þar verður í fyrsta sinn verkefnið
sýnt í heild sinni hérlendis með mynd-
bandsverki sem unnið er upp úr ljós-
myndunum með tónlist eftir Sigur Rós.
Þessar myndir voru sýndar á stórri sýn-
ingu í Sjanghæ nýverið og mynduðu
einnig ytra byrði íslenska sýningarskál-
ans á heimssýningunni.
Myndirnar voru einnig sýndar í húsa-
kynnum Crymogeu nú í vor á Listahátíð
og fékk sýningin frábæra gagnrýni í hinu
virta tímariti ARTnews. Þar sagði m.a.:
„Framtíðin hefur aldrei virst eins brot-
hætt.“
Ragnar Axelsson vígalegur á ísbreiðunni í einni af heimsóknum sínum.
Íbúi í þorpinu Kuummiut.
Barn að leik í þorpinu Tiniteqilaaq.
Ísbjörn til alls líklegur á Baffin-eyju.