SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 31
24. október 2010 31 heim í fyrsta skipti nú.“ Sem fyrr segir kemur bókin út á þremur tungumálum í þessari atrennu en Kristján er vongóður um að þau verði fleiri. „Þreifingar standa yfir í fleiri löndum og við erum hóflega bjartsýn á að þær skili árangri. Gangi það upp að bókin komi út í fimm til sjö löndum verður markmið- unum sem lagt var upp með náð.“ Hann segir viðbrögð erlendra útgef- enda alls staðar á einn veg, þeir heillist af verkefninu og myndunum. „Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að ljósmyndunin er í mjög háum gæðaflokki. Tímasetn- ingin gæti heldur ekki verið betri en bókaútgefendur um allan heim eru nú að mæta auknum áhuga á norðurslóðum. Augu heimsins beinast að þessum fram- andi heimi.“ Kristján segir fjölda bóka um norð- urslóðir þegar í umferð en fáar þeirra nálgist viðfangsefnið af sömu dýpt og umhyggju og Veiðimenn norðursins. Hróður Ragnars Axelssonar hefur bor- ist víða. Kristján er ekki í vafa um að Veiðimenn norðursins eigi eftir að gera veg hans enn meiri. „Það átta ekki allir sig á því að Ragnar hefur þegar vakið mikla athygli erlendis á sinn hógværa hátt. Hann hefur margoft verið settur í sam- hengi við kunnustu ljósmyndara allra tíma, og gagnrýnendur hafa nefnt nöfn eins og Edward C. Curtis sem skráði lifn- aðarhætti frumbyggja Norður-Ameríku um aldamótin 1900 eða stríðsfrétta- ljósmyndarann James Nachtwey. Um leið býr hann yfir gáfu sögumannsins sem gerir honum létt að tengjast áhorfand- anum.“ Ragnar hefur markað sér sérstöðu með norðurslóðaverkefninu en Kristján bendir á, að hann hafi unnið fleiri verkefni yfir lengri tíma. Nægir þar að nefna gangna- menn á Landmannaafrétti. Forlagið Knesebeck annast útgáfuna á þýska málsvæðinu en Crymogea gefur bókina út sjálf á Bretlandseyjum ásamt litlu forlagi, Polarworld, sem sérhæfir sig í útgáfu bóka tengdum norð- urslóðum. Útgáfu bókarinnar var fagnað á föstudagskvöldið með uppákomu í Dyflinni, þar sem landkönnuðir, æv- intýramenn, vísindamenn og annað áhugafólk um norðurslóðir kom saman, auk fjölmiðlafólks. Brennipunkturinn var Ragnar sjálfur sem greindi frá verk- efninu og gerði grein fyrir kynnum sín- um af veiðimönnunum í norðri. Að sögn Kristjáns hefur verið boðuð nokkur umfjöllun um bókina í breskum og írskum dagblöðum og tímaritum. Þá mun þýska vikuritið Der Stern birta ít- arlega grein um bókina ásamt mörgum myndum úr henni. Bókin kemur formlega út á Íslandi 30. október næstkomandi. Sama dag verður opnuð ein stærsta einkasýning íslensks ljósmyndara sem sett hefur verið upp hérlendis í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar verða sýndar myndir úr bókinni Veiði- menn norðursins, myndir frá Grænlandi og Norður-Kanada, í sölunum á efri hæð. Í sal niðri verður sýnt verkefnið Andlit aldanna, ljósmyndir Ragnars af ísjökum úr Jökulsárlóni á Breiðamerkur- sandi sem hann hefur unnið að um ára- bil. Þar verður í fyrsta sinn verkefnið sýnt í heild sinni hérlendis með mynd- bandsverki sem unnið er upp úr ljós- myndunum með tónlist eftir Sigur Rós. Þessar myndir voru sýndar á stórri sýn- ingu í Sjanghæ nýverið og mynduðu einnig ytra byrði íslenska sýningarskál- ans á heimssýningunni. Myndirnar voru einnig sýndar í húsa- kynnum Crymogeu nú í vor á Listahátíð og fékk sýningin frábæra gagnrýni í hinu virta tímariti ARTnews. Þar sagði m.a.: „Framtíðin hefur aldrei virst eins brot- hætt.“ Ragnar Axelsson vígalegur á ísbreiðunni í einni af heimsóknum sínum. Íbúi í þorpinu Kuummiut. Barn að leik í þorpinu Tiniteqilaaq. Ísbjörn til alls líklegur á Baffin-eyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.