SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 40
40 24. október 2010
L
öngu áður en skólaeldhúsin og
skóladagheimilin voru fundin
upp var það siður íslenskra
krakka að þeysast beint heim
eftir skóla til að fá sér eitthvað í gogg-
inn. Sjálf á ég ófáar minningar frá slík-
um stundum en kakó og ristað brauð
gat orðið þreytandi kostur til lengdar.
Ég átti hins vegar leynivopn uppi í
erminni gegn slíkum leið-
indum sem ég
nýtti mér óhik-
að. Vopnið
gekk undir
nafninu Mat-
reiðslubókin
mína og Mikka
en með fulltingi
hennar runnu of-
an í mig heilu
lítrarnir af eggja-
snaps bjarnarins
Balú og heita ostabrauðið hennar
Öskubusku var etið í hundraðavís.
Pönnukökurnar frá Undralandi sem
voru löðrandi í sírópi voru vissulega
undursamlegar eða þá karamellueplin
hans Gláms og einhverra hluta vegna
voru slíkar uppskriftir vinsælli en
Mikka-fiskur í móti eða grænbauna-
súpa Gosa.
„Við vissum að það væri mikil
stemning í kringum gömlu bókina enda
virðist heil kynslóð hafa lært að elda
upp úr henni,“ segir Svala Þormóðs-
dóttir, útgáfustjóri Eddu útgáfu, en ný-
verið gaf forlagið út nýja barna-
matreiðslubók í anda þeirrar gömlu.
Bókin heitir Stóra Disney mat-
reiðslubókin, en í dag eru það ekki bara
gamlir félagar á borð við Mikka, Andrés
og Öskubusku sem hvetja krakkakokka
áfram í eldhúsinu heldur líka yngri
hetjur á borð við Bósa ljósár, Leiftur
McQeen og Lingvíní. „Bókin byggist á
þeirri hugmynd að gera
matreiðslubók til
að auðvelda
þeim yngstu að
elda,“ segir
Svala sem bætir
því við að allar
uppskriftirnar í
bókinni séu nýjar.
„Við vildum að þetta
væri matur sem
krökkunum fyndist
góður og gaman að elda
en væri um leið venjulegur heim-
ilismatur.“
Heitt og beitt á ferð
Eins og vera ber í matreiðslubók fyrir
börn eiga uppskriftirnar það sameigin-
legt að vera einfaldar. „Við reynum að
hafa allar lýsingar eins ítarlegar og
hægt er og sem partur af því eru
upplýsingalínur í upphafi hverrar upp-
skriftar þar sem fram kemur hvað mat-
seldin taki langan tíma, hvað eldunin
er erfið, hvaða áhöld eru nauðsynleg og
hvort það þurfi aðstoð foreldra. Það
Blómstrandi
krakkakokkar
í eldhúsinu
Angan af sjóðheitum pizzasnúðum fyllir húsið,
og einhverra hluta vegna eru þeir miklu betri en
pizzasnúðar út úr búð. Það finnst alla vega
tveimur ungum matreiðslumeisturum, enda
virðist lögmálið vera að matur sem maður eldar
sjálfur bragðist allra best.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Áleggi dreift; ein sá um ostinn og hin um skinkuna og þá þurfti stundum að vinna í kross.
Þær voru ekkert að spara pizzasósuna og pössuðu sig á að bera vel yfir allt deigið.
Halla Eiríksdóttir og Auður Arnardóttir voru fagmannlegar við baksturinn á pizzasnúðunum.
Þegar rúlla þarf upp svona löngu deigi er ekki verra að hafa fjórar hendur í verkið.
Morgunblaðið/Ómar
Niðurskornir snúðarnir á leið inn í ofn og þá þarf að passa sig á því að brenna sig ekki.
Matur