SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 12

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 12
12 24. október 2010 T ónlistarmenn, tónskáld og aðrir fagmenn í tón- list eiga skilið fá sann- gjarna greiðslu fyrir sölu og dreifingu tónlistar þeirra á netinu. Ég trúi því að tónlistar- unnendur vilji greiða sanngjarnt verð fyrir tónlist á netinu ef þeir hafa tök á því eða taka á annan hátt þátt í tónlistarsamfélaginu sem þar þrífst en þá þarf að gera fólki það kleift. Álagning gjalda á nettengingar er ósanngjörn gagnvart þeim sem notast við löglegar tónlist- arveitur. Þar að auki er hún ósanngjörn gagnvart öðrum skapandi atvinnugreinum (t.d. kvikmyndagerð og tölvuleikja- iðnaði) sem einnig verða fyrir áhrifum ólöglegs niðurhals. Við verðum að finna skapandi lausnir sem byggjast ekki á álagningu gjalda. Í stað þess ætti fólki að vera auðveldað að nota tónlist- arveitur, sérstaklega þær sem styðja listamennina. Hugmynd frönsku ríkisstjórnarinnar um að greiða að hluta fyrir aðgang ungra tónlistarviðskiptavina að tónlistarveitum er til dæmis til fyrirmyndar. Við ættum að einblína á að veita gott aðgengi að tónlist- arveitum sem eyða áhuga á ólög- legu niðurhali. Við ættum einnig að beina augum okkar að því að kynna fólki þær tónlistarveitur sem eru að greiða rétthöfum tón- listar á netinu og hvetja fólk til þess að notast við þær. Það er mikilvægt að allir sem að málinu koma (eins og listamenn, STEF, símafyrirtæki, tónlistarframleið- endur o.fl.) taki höndum saman og vinni að lausn sem setur tón- listarfólk í fyrsta sætið. Rík- isstjórnin hér gæti t.d. tekið meiri þátt í að niðurgreiða notk- un tónlistarveitna á Íslandi. Það kæmi sér vel fyrir íslenska lista- menn og það myndi styrkja menningarþróun hér á landi. Ég er sannfærður um að fólk vill vera heiðvirt á netinu ef það fær tækifæri til þess. MÓTI Alex MacNeil, tónlist- armaður og fram- kvæmda- stjóri gogo- yoko.com E f þú gætir hlaðið niður mjólk, myndir þú þá gera það? Það væri lítið tæki í ísskápnum hjá þér sem virkaði þannig að mjólk birtist sjálfkrafa í ísskápnum og svo borgar þú bara rafmagnsreikninginn þegjandi og hljóða- laust. Rafveitan gerir þér nefnilega kleift að hafa ísskápinn í gangi. Ekki ein króna færi til þess bónda sem mjólkaði beljuna og hlúði að henni svo hún myndi mjólka. Ef bóndinn fengi ekki greitt fyrir mjólkina sem er drukkin frá honum, yrði afleiðingin sú að bóndinn færi á hausinn og smám saman yrði vart við landlæga beinþynningu hjá allri ís- lensku þjóðinni. Það væri fróðlegt að upplifa mjólkurlaust Ísland, þó ekki væri nema í nokkra daga. Jafnvel fyrir þá sem drekka ekki mjólk. Mjólkin kemur víða við. Spyrðu bara þá sem eru með mjólkuróþol. Hingað til hef ég aldrei rekist á neina manneskju sem segist vera með tónlistar- óþol. Það hlusta allir á einhverja tegund tónlistar, undir einhverjum kring- umstæðum, á hverjum degi. Það er staðreynd sem ekki verður um deilt að á netinu á sér stað mjög mikil notk- un á tónlist. Því miður fá höfundar og flytj- endur tónlistarinnar ekki krónu í formi endurgjalds fyrir stærstan hlutann af þessari miklu tónlistarnotkun, nema í örfáum undantekningartilfellum. Slíkt er jafn ósanngjarnt og ólöglegt og að stela brauði frá bakara. Það er ágætt að kalla óborgað niðurhal og óborgað streymi réttu nafni: Stuldur! Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að finna lausn á þessu en hingað til hafa þær skilað höfundum tónlistar litlum sem eng- um tekjum. Lagahöfundar eiga sér hags- munasamtök sem heita STEF, sem hefur nú varpað fram þeirri hugmynd að inntar verði af hendi hóflegar greiðslur fyrir hvern net- notanda sem veiti vissan aðgang að tónlist á netinu; YouTube og Facebook þar meðtalin. Við erum að tala um einn hundraðkall á mánuði. Hvað kostar lítrinn af mjólk í dag? Hvað færðu fyrir hundraðkall í dag? Eitt stutt símtal? Nokkur SMS? Þessi hugmynd sem hér hefur verið viðr- uð er enn í mótun. Með henni er stefnt að því að allir sem hagsmuna hafa að gæta geti framvegis vel við unað. Fyrir einn hundr- aðkall á mánuði fengi almenningur löglegan aðgang að tónlist á netinu. Þeir sem semja og flytja tónlist fengju, eins og bakarinn, loksins eitthvað fyrir sinn snúð. MEÐ Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna Á að leggja almennt gjald á netnotendur fyrir tónlistarniðurhal? ’ Ef bóndinn fengi ekki greitt fyrir mjólkina sem er drukkin frá honum, yrði afleiðingin sú að bóndinn færi á hausinn ’ Við ættum að ein- blína á að veita gott aðgengi að tónlistarveitum sem eyða áhuga á ólöglegu niðurhali Miðvikudagur Svanhildur Hólm Valsdóttir lærði nýtt orð: Tengslahópur. Nýtt orð ríkisstjórn- arinnar yfir það sem hingað til hefur kallast nefnd. Nú eru mál því ekki lengur sett í nefnd, heldur tengslahóp. Föstudagur Hörður Steinar Kæri Wayne, takk fyrir að skrifa undir samn- ing. Þú verður samt rassskelltur fyrir að efast um metnaðinn í Sir Alex – litli kjáni! Kær kveðja, Hörður Steinar. Edda Jóhannsdóttir „Það er ógerlegt,“ sagði stoltið. „Það er áhættusamt,“ sagði reynslan. „Það er vonlaust,“ sagði skyn- semin. „Látum reyna á það,“ hvíslaði hjartað. Sölvi Snær Magn- ússon Ég á mér þann draum að lifa í landamæralausum heimi. Þar sem artýf- artýíar, hnakkar, hippsterar, got- harar, rokkarar og ég getum gengið stolt hönd í hönd og tek- ist á við kreppuna saman. Fésbók vikunnar flett

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.