SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 43
24. október 2010 43
Gatan mín
R
ómantíkin var allsráðandi þegar við
hjónin ákváðum að flytja hingað í
hraunið í vesturbænum í Hafnarfirði
haustið 1980. Höfðum þá í nokkur ár bú-
ið við Hofteig í Reykjavík en þegar hér var komið
sögu vorum við Sigríður Oddsdóttir konan mín
komin með þrjú börn og þurftum að stækka við
okkur. Vildum komast í sérbýli og settum því
stefnuna á Hafnarfjörð. Það fór raunar mjög vel
saman við aðstæður okkar á þessum árum því ég
var mikið að vinna í Hljóðrita sem er örstutt héðan
frá Norðurbrautinni auk þess sem héðan er ekki
langt í skóla og flesta aðra þjónustu sem ungt fjöl-
skyldufólk þarf,“ segir Magnús Kjartansson tónlist-
armaður sem býr að Norðurbraut 24 í Hafnarfirði.
Vörubílstjórinn Jóhann Vilhjálmsson og Halldóra
kona hans byggðu húsið að Norðurbraut 24. Flest
var af vanefnum gert, efniviðurinn í húsið var m.a.
kassafjalir utan af varahlutum í togara. Eigi að síður
tókst að skapa hið notalegasta heimili og á efri
hæðinni var sérstök íbúð, þar sem Sveinn Sæ-
mundsson, blaðafulltrúi Flugfélags Íslands, og fjöl-
skylda hans áttu heima í nokkur ár.
Einu gildir hver bærinn er; gamlar götur bera
frumbyggjunum alltaf ákveðin merki. „Þeir sem
byggðu þetta hverfi voru ekki fólk neins ríkidæmis,
heldur óbreytt verkafólk sem byggði afkomu sína
að miklu leyti á sjósókn og fiskvinnslu. Og hér í
hrauninu voru svo á sínum tíma reitirnir þar sem
saltfiskurinn var breiddur á sólbjörtum dögum og
þurrkaður,“ segir Magnús sem bætir við að þegar
þau hjónin fluttu á Norðurbrautina hafi flestir
frumbyggjanna í hverfinu ýmist verið fluttir á brott
eða fallnir frá.
„Þetta gerist svona í öllum hverfum á þrjátíu til
fjörutíu ára fresti; það verða kynslóðaskipti. Þegar
við fluttum hingað var hér algjör barnamergð; í
hverju húsi krakkar sem nú eru orðnir fulltíða fólk
og fluttir á brott. Enda er nú svo komið að við hjón-
in sjáum fram á að vera ekki mörg ár til viðbótar
hér við Norðurbrautina. Erum að byggja okkur hús
að Snæfoksstöðum austur í Grímsnesi sem fer vel
saman við hestamennskuna sem við stundum. Ef til
vill munum við þó eiga okkur áfram athvarf hér í
Firðinum en stefnan er í stórum dráttum tekin
austur fyrir fjall,“ segir
Magnús sem bæði býr og starfar við Norður-
brautina.
„Að heiman og í vinnuna eru 228 skref. Fyrir
nokkrum árum keypti ég rúmlega 100 fermetra
húsnæði hér ofar í götunni þar sem ég hef aðstöðu
fyrir tónlistarstússið; æfingar, upptökur og fleira
slíkt. Mér finnst þetta koma mjög vel út, enda
ómögulegt að stunda sína daglegu vinnu inni á
heimilinu, svona rétt eins og jársmiðir og blikkarar
fara á sín verkstæði að morgni og koma heim undir
kvöldið. Og á mínu verkstæði eru ýmis járn í eld-
inum þessa dagana, núna er ég til dæmis að setja
saman auglýsingastef fyrir eitt af stærri fyrir-
tækjum landsins og að útsetja og taka upp lag fyrir
Skagfirðinginn Geirmund,“ segir Magnús sem er
aðeins einn fjölmargra tónlistarmanna sem átt hafa
sitt jarðneska skjól í vesturbænum í Hafnarfirði. Má
þar til að mynda nefna Björgvin Halldórsson sem
býr við Reykjavíkurveginn og um hríð bjó ástsæl-
asti söngvari Íslendinga, Vilhjálmur heitinn Vil-
hjálmsson, við Tunguveginn og eru þá aðeins fáir
nefndir.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Skref á Norðurbraut
1
2
Norðu
rbraut
Ga
rð
av
eg
ur
Hraun
brún
Skúlaskeið
Ve
stu
rb
rau
t Hellisgata
Re
ykj
aví
kur
veg
ur
Hverfisgata
Austurgata
StrandgataFjarðargata
Hafnarfjörður
Arnarhraun
Álfaskeið
Sm
yrla
hra
un
Mjó
sun
d
1. Víðistaðatúnið er skammt undan hér á Norður-
braut. Túnið og nærliggjandi útivistarsvæði eru
skemmtileg og svo er þarna ein af fallegri kirkjum
landsins. Þetta er tvímælalaust ein af perlum bæj-
arins.
2. Hafnarfjörður er einn af fáum stöðum á landinu þar
sem er raunverulegur miðbær. Kjarni í miðjum bæn-
um sem tekur hlýlega utan um fólkið. Við Hafnfirð-
ingar höfum borið gæfu til þess að halda í miðbæ-
inn og byggja hann upp til dæmis með kaffhúsum,
listasöfnum og fleiru slíku sem gerir lífið skemmti-
legt.
Uppáhaldsstaðir
L
angar þig í smáspennu? Farðu þá að versla. Nið-
urstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var við
University of Westminster gefa til kynna að tilboð
og afslættir kveikja sömu tilfinningalegu spennu og
maður upplifir við kynferðislega örvun. Að gera góð kaup
færir fólki gleðitilfinningu sem kveikir á sömu stöðum í
heilanum og þegar horft er á erótíska kvikmynd.
Rannsakendur mældu heilastarfsemi í tilfinningahluta
heilans, augnhreyfingar og tilfinningaviðbrögð líkamans hjá
50 sjálfboðaliðum til að komast að því hvers konar iðja vekti
mesta spennu. Þeir
komust að þeirri nið-
urstöðu að þegar þátt-
takendum voru gefnir
afsláttarmiðar eða gjafir
vakti það sömu viðbrögð
og þegar horft er á klám.
Þetta er fullkomlega
skiljanlegt þar sem heil-
inn framleiðir taugaboð-
efnið dópamín þegar
viðkomandi upplifir já-
kvæða verslunar-upplifun, en að gera góð kaup er dæmi um
slíka upplifun. Dópamín virkjar þann hluta heilans sem fær-
ir okkur ánægju. Það er líka sama efnið og heilinn sendir frá
sér þegar við verðum ástfangin og það kallar fram aukna
framleiðslu á testósteróni sem er hormónið á bak við kyn-
ferðislega örvun. Nýjar upplifanir, eins og að sjá eitthvað
sem okkur finnst eftirsóknarvert, og það sem betra er, að
eignast það, losar um þetta lostafulla boðefni og eykur
magn þess í líkamanum.
Það má sannarlega deila um það hvort útsölur séu jafn-
æsandi og kynlíf en þessar niðurstöður útskýra af hverju
fólk eyðir peningum þegar því líður illa. Þær gefa líka vís-
bendingu um það hvernig búðaráp er eins og forleikur hjá
sumu fólki og gerir það að verkum að það er meira en tilbú-
ið í lostafulla leiki þegar heim er komið. Hvort sem um er
að ræða áhugamál, ástæðu til að koma sér út úr húsinu, leit
að félagsskap eða einfaldlega leið til að drepa tímann þá gæti
verslunarvíman (shoppers high) í einhverjum tilvikum verið
skyndilausn þegar kynlífslöngunin er í lágmarki. Og auk
áhrifa dópamínsins á kynlífslöngunina geta ástæðurnar ver-
ið frábærlega sjálfselskulegar.
Það hefur löngum verið sagt að fólk versli gjarnan þegar
það er dapurt eða sjálfsímyndin ekki upp á marga fiska og
rannsóknir sýna að við erum líklegri til að eyða peningum
þegar við erum þung í skapi og líður illa. Þessi hegðun hefur
verið kölluð eyðslumeðferð, eða retail therapy, og felst í því
að til þess að flýja vandamálin tímabundið eyðir maður
peningum í sjálfan sig, jafnvel þótt maður hafi ekki efni á
því.
Í tímaritinu Psychological Science árið 2008 voru birtar
niðurstöður rannsóknar sem sýndu að hjá þeim 33 sjálf-
boðaliðum sem tóku þátt í rannsókninni leiddi depurð til
aukinnar sjálfsmeðvitundar sem jók svo aftur líkurnar á því
að þeir eyddu peningum til að hressa sig við. Þessi aukna
sjálfsmeðvitund gæti því hugsanlega verið ástæða þess að
við eyðum peningum, sérstaklega í hluti sem bæta þá ímynd
sem við höfum af sjálfum okkur og útliti okkar, til dæmis
fatnað.
Í staðinn fyrir að láta okkur líða illa með okkur sjálf ger-
um við okkur meira aðlaðandi með efnislegum gæðum.
Eyðslan fyllir líka ákveðið tómarúm með því að færa at-
hyglina frá því sem er að gerast innra með okkur og leggja
frekar áherslu á að gera umgjörðina fallegri. Og það getur
látið okkur finnast við alveg ómótstæðilega kynþokkafull.
Að kaupa sér
kynferðis-
lega örvun
’
Í staðinn fyrir
að láta okkur
líða illa með
okkur sjálf gerum við
okkur meira aðlað-
andi með efnislegum
gæðum
Kynlífs-
fræðingurinn
dr. Yvonne Kristín
Fulbright
Magnús Kjartansson tónlistarmaður hefur búið við Norðurbraut í Hafnarfirði frá árinu 1980 og líkar vel.