SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 10

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 10
10 24. október 2010 S ennilega hefðu einhverjir seint trúað því að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, með þau Stein- grím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur í forsvari, ætti eftir að hafa forgöngu um það að gera aðför að þeim í þessu landi, sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér, gamla og sjúka fólkinu á Íslandi. Það hefur nú samt sem áður ítrekað komið á daginn að þessi ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju og „norræna velferð“ og hefur spangólað um það í rúmlega hálft annað ár að „slá skjaldborg um heimilin í landinu“, gæta hagsmuna þeirra sem minnst mega sín, hefur haft afskaplega litla burði til þess að hrinda hinum góðu áform- um í framkvæmd. Í fjárlagafrumvarpi Stein- gríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra fyrir árið 2011 er enn þjarmað að öldruðum en þar kemur fram að hjúkrunar- og dvalarrýmum aldraðra verður fækkað, þrátt fyrir bið- lista. Ekki verður komist hjá því að skerða þjónustu og mönnun á hjúkrunar- og elli- heimilum verður komin að eða jafnvel niður fyrir örygg- ismörk. Skera á niður daggjöld vegna hjúkrunarrýma um 1,2% og dagvistargjöldin verða skert um 5%. Enn er „norræna ríkisstjórnin“ að forgangsraða svo kolvitlaust að sómatilfinningu þorra, lík- lega allra, landsmanna hlýtur að vera gróflegalega misboðið. Það hefur komið fram, m.a. í máli Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, að niðurskurðar- áform ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála og til hjúkrunar- og dvalarrýma aldraðra njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna á Alþingi. Nægir það eitt ekki til þess að ríkisstjórnin sjái að sér? Það hlýtur að hafa gengið fram af fleirum en mér þegar ítrekað var greint frá því í desember í fyrra að lítil hjúkrunar- eða vist- heimili aldraðra, úti á landi, svo sem á Akureyri, Djúpavogi og Flateyri, þurftu vegna aðstæðna að breyta starfsemi sinni með þeim hætti, að flytja varð aldraða vistmenn heimilanna annað, það varð að loka og því ekki um annað að ræða en flytja vist- mennina á aðrar stofnanir. Í gamla daga hét þetta að flytja fólk hreppaflutningnum. Það gat ekki alið önn fyrir sér sjálft, var upp á aðra komið og hafði ekkert um sinn næturstað að segja. Gamla fólkið sem lenti í þessari ómanneskjulegu meðferð og var ósátt í jólamánuðinum í fyrra, hafði hreiðrað um sig í sinni heimabyggð, til þess að njóta ævikvöldsins, eftir vel unnið lífs- starf, í grennd við vini og ættingja. Þetta fólk hefur stritað í sveita síns andlitis, alla sína hunds- og kattartíð, lagt grunninn að því þjóðfélagi sem við nutum ávaxt- anna af, rausnarlega og dyggilega, allt þar til nokkrir tugir manna fóru með lífsstarf þessa fólks, nánast fjandans til, fyrir örfáum misserum, þar sem lykilorðið að velmegun varð „skuldsett yf- irtaka“. Allir vita í dag hverju slíkir græðgisgjörningar skiluðu okkur hinum í skertum lífskjörum. Nú skal gamla fólkinu, sem lagði grunninn að því sem við höf- um á að byggja á í dag, jafnvel þótt loftbóla útrásarinnar sé dregin frá að fullu og öllu, refsað, með því að ævikvöld þess skal rústað, í þágu hagræðingar og sparnaðar. Þetta er svo grátlegt að það er þyngra en tárum taki að ræða þessa framkomu við gamla fólkið. Ef það er eitthvað sem við Íslendingar höfum ekki efni á, við núverandi aðstæður í þjóðfélagi atvinnuleysis, skuldavanda, svartnættis og bölsýni, er það að glata mannúðinni og vænt- umþykju í garð náungans og því að hugsa um hag þeirra sem ekki eru færir um að gera það sjálfir. Þótt við sem erum á vinnumark- aðnum og enn í fullu fjöri, þurfum að leggja meira á okkur, til að afstýra slíku, þá verður bara svo að vera. Ekki satt? Aðför að öldruðum Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon ’ Nú skal gamla fólkinu, sem lagði grunninn að því sem við höfum á að byggja á í dag, refs- að, með því að ævi- kvöld þess skal rústað, í þágu hagræðingar og sparnaðar. 06.30 Vaknaði við vekj- araklukkuna, nennti ekki alveg strax á fætur og setti á snús. 07.10 Er ekki til setunnar (legu) lengur boðið og ég dreif mig í sturtu og því næst í vinnu- fötin. Hreinsaði kassann hennar kisu og gaf henni hreint vatn og snaraðist svo út og tók ruslið í leiðinni. Er ég var komin út í bíl á leið í vinnu uppgötvaði ég að gemsinn hafði orðið eftir heima og varð bara svo að vera. 07.45 Mætt í vinnu og fór með næturvaktinni yfir vaktina. 08.00 Klefar fanga aflæstir og þeim heilsað. Tínast þeir á fætur einn af öðrum í morgun- mat og fá síðan morgunlyf sín. 09.00 Vinna hefst í vinnusal en þar eru unnin létt verk, svo sem að líma saman möppur úr pappa eða búa til barmmerki. Einn hefur með höndum ræst- ingu í sameign hússins og annar þvær þvott í þvottahúsi fyrir húsið og nokkra aðra staði. Unnið er til ellefu að frádreginni tíu mínútna pásu. Rafvirki og smiður komu rúmlega níu að laga ljós og smíða áfellu á spegil í íþróttasal sem hafði brotnað stuttu áður. 11.00 Upp úr ellefu faxa ég pöntun til einnar verslunar bæj- arins, matarpöntun fanga sem þeir hafa tekið saman og kemur í hús daginn eftir. En þeir elda sjálfir sinn mat. Við verðirnir fáum hins vegar matinn okkar sendan á bakka til okkar og rennur hann í hlað til okkar rúmlega hálftólf. 12.00 Eftir að hafa matast gef ég föngum hádegislyf þeirra og fer síðan og litast um í útivistargarði, opna síðan dyr að garðinum og kalla upp útivist í kallkerfi hússins, en hún varir í klukkutíma. Veðrið er eins og á ljúfum vordegi og tekinn er létt- ur körfuboltaleikur og gengið rösklega áður en haldið er aftur inn og til vinnu. Unnið er til þrjú með einni tíu mínútna pásu. 13.00 Fangaflutningsmenn koma um eitt og flytja einn fanga í dóm og koma tæpum klukkutíma síðar aftur með hann í hús. Sálfræðingur Fangelsismálastofnunar kemur rétt áður en vinnu lýkur og ræðir við þau sem skráð eru á lista hans í rúma þrjá tíma. 16.00 Seinni útivist dags- ins er upp úr fjögur og er hún um hálftími. Ein heimsókn var skráð til fanga í dag en gestur hans afboðaði sig vegna flensu sem virðist vera að ganga þessa dagana. Eftir útivist fara margir í líkamsræktarsalinn og að því loknu er eldaður kvöld- matur. 20.00 Vakt mín er 12 tímar og lýkur henni klukkan átta og held ég þá heim á leið. Er ég lít á gemsann eru þar nokkur símtöl, þar á meðal ein vin- kona mín sem hafði eldað mat og datt í hug að færa mér. Kom hún færandi hendi og sátum við og spjölluðum og hlust- uðum á tónlist fram til klukk- an ellefu er hún fór heim og ég í háttinn fyrir næstu vakt að morgni klukkan átta. Vonandi að hún verði jafn róleg og í dag. Dagur í lífi Salóme Berglindar Guðmundsdóttur, fangavarðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fangavaktinni Allur er varinn góður hafa þessir ágætu menn ugglaust hugsað þegar þeir leituðu skjóls fyrir miklu moldviðri sem skyndilega brast á fyrir framan kjörbúð nokkra í Noida á Indlandi á föstudaginn. Þessi skjótu við- brögð hafa væntanlega forðað þeim frá því að lenda í sömu ósköpunum og Halli og Laddi forðum, að vera með augun full af ryki og nefið af skít. Veröldin Skjólið er gott Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.