SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 41
24. október 2010 41
Hefðbundin Rioja-vín koma ekki af einhverri
tiltekinni ekru. Yfirleitt er látið nægja að til-
taka frá hvaða undirhéraði Rioja-þrúgurnar
koma, Alavesa, Baja og Alta. Á síðari árum
hafa hins vegar sprottið upp fjölmörg vín þar
sem horfið hefur verið frá þessari nálgun og
þrúgurnar allar ræktaðar á einni afmarkaðri
ekru – eða Pagos – líkt og t.d. er raunin með
Chateau-vínin frá Bordeaux.
Það er einmitt Bordeaux sem er yfirleitt
fyrirmynd þeirra sem feta þessa leið sem og
kraftmiklu boltarnir frá Ribera del Duero og
Priorat. Þetta eru vín á borð við Contino frá
CUNE og Roda, sem hafa verið fáanleg hér á
Íslandi og Baron de Ley.
Vínhúsið Baron de Ley, fyrir utan þorpið
Mendavia syðst í Rioja við mörkin að Navarra,
er dæmigert fyrir nýbylgjuna í Rioja. Það var
stofnað árið 1985 á grunni búgarðs þar sem fornt benediktsmunkaklaustur er
miðdepillinn. Margir höfðu í upphafi efasemdir um að á þessari þurru sléttu væri
eftir miklu að slægjast en stofnendur vínhússins, sem áður höfðu verið stjórn-
endur hjá El Coto, voru sannfærðir um að þarna væri rétti staðurinn til að hefja
framleiðslu á nútímalegu Rioja-víni. Þeir virðast hafa haft rétt fyrir sér.
Auk upprunalegu ekranna hafa rúmlega hundrað hektarar til viðbótar verið
gróðursettir. Á flestum ekrunum er Tempranillo-vínviður en þarna er einnig að
finna nokkuð af Cabernet Sauvignon.
Áherslan hefur frá upphafi verið á framleiðslu gæðavína í anda Bordeaux. Allar
þrúgur eru handtíndar og að víngerð lokinni eru vínin geymd á bæði frönskum
og amerískum eikartunnum. Samkvæmt Rioja-hefðinni er ameríska eikin meira
notuð en nýbylgjuhúsin nota oft franska eik, sem er þéttari í sér og gefur af sér
kröftugri og harðari eikarkeim, að miklu eða jafnvel öllu leyti.
Baron de Ley hefur verið brautryðjandi um margt og var m.a. fyrsta spænska
vínhúsið sem var skráð í kauphöllinni í Madrid. Það hefur einnig fært út kvíarnar
og framleiðir vín undir nafninu Finca Museum á svæðinu Cigales. Á búgarðinum
Los Almendros hefur síðan með uppkaupum á ekrum verið byggður upp stærsti
vínbúgarður Rioja, vel á þriðja hundrað hektara.
„Við erum miðlungsstór framleiðandi en höfum þó þá stærð sem þarf til að geta
sinnt stærri mörkuðum og boðið upp á gott verð vegna stærðarhagkvæmni,“
segir Alex Tome hjá Baron de Ley. „Markmið okkar er ekki einungis að vera leið-
andi hvað gæði vínanna verður heldur einnig að geta boðið besta verðið fyrir
mjög góð vín.“
Heildarframleiðsla Baron de Ley nemur um þremur milljónum flaskna árlega
og eru Gran Reserva-vínin og önnur bestu vínin geymd í kjallara klaustursins í
1-2 ár þar til þau eru sett á markað.
Auk hinna hefðbundnu vína Baron de Ley eru mörg önnur athyglisverð vín í
þróun. Ég smakkaði til dæmis tunnusýni af Monta Tempranillo en þrúgurnar í
það vín eru af nýrri ekru í þúsund metra hæð yfir sjávarmáli og yndislega ferskt
sýni af nýju hvítvíni úr Viura- og Malvasia-þrúgunum.
„Við lítum vissulega á okkur sem nýbylgjuframleiðanda,“ segir Tome. „Í því
felst hins vegar ekki að við leggjum mikið upp úr mjög eikuðum og tannískum
vínum. Í okkar tilviki er áherslan á vín með mikla fyllingu og hreinan ávöxt.“
Næst: Mosel
Vín
Reserva-vínið frá Baron de Ley hefur mér lengi þótt með bestu
kaupunum í Rioja-vínum og Finca Monasterio-vínið af ekrunni
kringum klaustrið er alltaf magnað og gefur mikið fyrir pening-
inn. Þetta eru vín fyrir stórar og svolítið blóðugar nauta-
steikur. Prime Rib eða T-Bone.
Baron de Ley Reserva er kraftmikið og fínlegt, með
keim af púðursykri, vanillu og nokkuð kryddað, þarna má
greina vott af kanilstöngum. Þykkt og kraftmikið í munni,
fókuserað og rismikið með silkimjúkum tannínum. 2.549
krónur.
Finca Monasterio er tignarlegt og rismikið vín með
dökkum, þroskuðum sólberja- og plómuilmi og áberandi
eik. Ávöxturinn djúpur með reyk og kaffi. Langt og þétt í
munni með aflmiklum tannínum og löngu bragði. 3.799
krónur.
Baron de Ley:
Nýbylgjan í Rioja
Vín 101
31. hluti
Steingrímur
Sigurgeirsson
Fornt Benediktmunkaklaustur er
miðdepill vínhússins Baron de Ley.
þarf nú við megnið af uppskriftunum
því hér er bæði heitt og beitt á ferð.
Fremst í bókinni er svo stuttur kafli
þar sem farið er á einfaldan hátt yfir
það hvernig skuli passað upp á hrein-
læti, hvernig maður á að hegða sér í
eldhúsinu og þess háttar.“
Í bókinni er að finna ýmsa einfalda
rétti, sem hægt er að flokka sem hálf-
gert grunnfæði fyrir skólabörn, s.s.
hafragraut og skinkusamlokur. „Partur
af hugmyndafræðinni var að þarna
væri matur sem krakkarnir ættu auð-
velt með að búa til þegar þeir kæmu
heim úr skólanum. Á hinn bóginn eru
þarna líka alvöru kvöldmáltíðir fyrir
alla fjölskylduna og sömuleiðis desert-
ar, kökur og svoleiðis sætindi. Þetta
spannar því alla flóruna og fyrir mér er
þetta fyrst og fremst alvöru mat-
reiðslubók með flottum myndum.“
Sigurður Gíslason matreiðslumeistari
er aðalhöfundur uppskriftanna, en auk
hans lögðu Óskar Finnsson, Stefán Ingi
Svansson, Berglind Sigmarsdóttir, Sól-
veig Eiríksdóttir og Ebba Guðný Guð-
mundsdóttir hönd á plóg við gerð
þeirra. „Auðvitað eru margar svona
bækur gefnar út í útlöndum og þær
hefði verið hægt að þýða, en við lögð-
um áherslu á að bókin yrði íslensk svo
hún myndi passa inn í okkar mat-
armenningu,“ segir Svala. „Vonandi
verður þetta síðan til þess að krakk-
arnir verði meira í eldhúsinu og jafnvel
fjölskyldan öll saman.“
Kampakátar bökunarstelpur hugsa sér gott til glóðarinnar að háma í sig afraksturinn.
’
Við reynum að
hafa allar lýs-
ingar eins ítar-
legar og hægt er og sem
partur af því eru
upplýsingalínur í upp-
hafi hverrar upp-
skriftar þar sem fram
kemur hvað matseldin
taki langan tíma, hvað
eldunin er erfið, hvaða
áhöld eru nauðsynleg
og hvort það þurfi að-
stoð foreldra.“
Tími 60 mínútur.
Erfiði 2.
Aðstoð fullorðinna Já.
Áhöld Hrærivél með hnoðara, stór skál,
sleif, bökunarpappír, bökunarplata, hnífur.
Þegar Andrés ætlar að koma sinni heittelsk-
uðu Andrésínu á óvart grípur hann nokkra
girnilega pitsasnúða, raðar þeim í nest-
iskörfu og býður henni í lautarferð.
2,5 dl vatn
6 g þurrger (hálfur pakki)
500 g hveiti
1 msk. olía
1 tsk. salt
Fylling
1 skinkubréf, u.þ.b. 15 sneiðar (má sleppa)
1 poki rifinn ostur, u.þ.b. 200 g
Pitsasósa
Aðferð
1. Hitið ofninn í 180°C og stillið á blástur. Ef
þið eruð ekki með blástursofn, stillið
hann þá á 200°C.
2. Blandið öllu hráefni nema skinku, osti og
pitsasósu saman í skál og hrærið með
hnoðara.
3. Leggið skálina til hliðar, breiðið yfir hana
viskastykki og látið deigið hefast í 30 mín-
útur.
4. Skerið skinku í strimla.
5. Fletjið deigið út í ferhyrning, u.þ.b. 20 x
40 cm að stærð.
6. Smyrjið deigið með pitsasósu, dreifið rifn-
um osti og skinkustrimlum yfir og rúllið
deiginu upp.
7. Skerið rúlluna í 1½ cm þykkar sneiðar og
raðið á bökunarpappír.
8. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur.
Úr þessari uppskrift verða u.þ.b. 25 snúðar.
Morgunblaðið/Ómar
Pizzasnúðar
Andrésar