SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 4

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 4
4 24. október 2010 Rooney var umsvifalaust orðaður við Real Madrid þegar spurðist út að hann vildi burt frá United, Barcelona, Chelsea og Manchester City voru einnig nefnd. Stuðningsmenn United máttu þó ekki heyra minnst á það síðastnefnda; farðu til City og þú ert dauður, voru skilaboðin. Peningar eru ekki vandamál hjá City eftir að sjeik frá Abu Dhabi eignaðist félagið. Vasar hans eru þeir dýpstu í knattspyrnuheiminum. Í sumar keypti City David Silva frá Valencia, Real Madrid nældi í þýska ungstirnið Mezut Özil og spænski landsliðframherjinn David Villa fór til Barce- lona. Á sama tíma keypti United ungan Mexíkóa, Javier Hernandes og óþekktan Portúgala, Bebe. Kannski fannst Rooney það óyggjandi skilaboð. Þær raddir heyrast þó að leikmaðurinn og umboðsmaður hans hafi einfaldlega látið stjórnast af græðgi. Fróð- legt verður að sjá hvort stuðningsmenn United, sem urðu brjálæðir fyrr í vikunni, fyrirgefi Rooney. Og ekki síður hvernig andrúmsloftið verður meðal leikmanna. Mörgum þótti Rooney gera lítið úr samherjum sínum þegar hann sagði að kaupa þyrfti fleiri góða. Skýr skilaboð: Farðu til City og þú ert dauður Rooney og Ronaldo í leik United. Þeir leika ekki sam- an á ný með Real Madrid, a.m.k. ekki í bráð. Reuters E r hugsanlegt að sprunga sé komin í það trausta virki sem enska knattspyrnu- félagið Manchester United hefur verið í rösklega tvo áratugi? Landsliðsmaðurinn Wayne Rooney, helsta stjarna félagsins, gaf það í skyn í vikunni, þegar spurðist út að hann vildi komst á brott. Þetta fornfræga félag, Rauðu djöflarnir eins og United-menn eru gjarnan nefndir, hefur verið á áður óþekktri sigurgöngu síðan Skotinn Alex Ferguson – Sir Alex – tók við stjórnartaumum liðsins fyrir nærri hálfum þriðja áratug. Ferguson er harður í horn að taka og hefur aldr- ei hikað við að selja helstu stjörnurnar hafi honum þótt frægðin stíga þeim til höfuðs eða þeir ekki verið sáttir við gang mála. Í vikunni gerðust síðan þau undur og stórmerki að Ferguson kom hálf-beygður fram á blaða- mannafundi og staðfesti það, sem tekist hafði að leyna síðan í ágúst, að Rooney vildi á brott. Hann er sérstakur; ungur og einn af allra bestu leik- mönnum sinnar kynslóðar og Ferguson lýsti því yfir (sem aldrei hefur gerst áður í slíku tilfelli) að dyrnar stæðu honum enn opnar þrátt fyrir allt. En um hvað snýst málið? Var meintur metnaður Rooneys eða meint metnaðarleysi félagsins virki- lega ástæðan? Eða voru peningar lykilatriði, eins og margir virðast halda? Rooney sagðist ekki hafa fengið þau svör sem hann vildi um framtíðarskipan liðsins. Hann kvaðst óttast að United myndi ekki kaupa heimsklassa leikmenn sem séu nauðsynlegir til að ótrúlegri sigurgöngu síðustu ára ljúki ekki. Margt hefur breyst í rekstri knattspyrnufélaga á síðustu árum og lykilatriði að þegar mörg þeirra skiptu um eigendur voru þau gjarnan skuldsett gríðarlega eins og verið hefur í tísku í við- skiptaheiminum. Nærtækt dæmi er Liverpool, erkióvinur Man- chester United, sem skorið var úr snörunni á síð- ustu stundu fyrir fáeinum dögum. Íslendingar hafa heyrt mikið talað um skuld- settar yfirtökur hin síðari ár og viðskiptin með knattspyrnufélögin hafa verið í svipuðum dúr. Nýir eigendur hafa tekið gríðarlega há lán, jafnvel fyrir miklum hluta kaupverðsins, og síðan velt skuldunum inn í rekstur félaganna. Fjölskylda Malcolm Glazer, kaupsýslumanns í Bandaríkjunum, eignaðist Manchester United með þessum hætti fyrir nokkrum árum. Flóknir fjár- málagerningar við kaup félagsins eru sagðir hafa komið í bakið á Glazer fjölskyldunni og staða við- skiptaveldis hennar versnað til muna. Fyrr á þessu ári kom fram í breska dagblaðinu Daily Telegraph að skuldir Manchester United næmu tvöfaldri árs- veltu þess og fimmföldum hagnaði á ári. Eftir að Rooney ákvað skyndilega í gær að gera nýjan samning við United til fimm ára klóra ut- anaðkomandi sér enn frekar í höfðinu en áður! Jókst metnaður félagsins á einni nóttu eða fékk Rooney hugsanlega nógu mikla launahækkun? Var málið ekki flóknara? Breskir fjölmiðlar halda því fram að laun hans hafi hækkað úr „aðeins“ 100.000 pundum á viku (18 milljónum króna) í 180.000 pund – tæpar 32 milljónir á viku. Sam- kvæmt því verða árslaunin rúmir 1,6 milljarðar. Flest hefur verið Wayne Rooney í mót síðustu vikur innan sem utan vallar. Reuters Rauðir, mjög skuldsettir djöflar Hver var raunveruleg ástæða þess að Rooney vildi burt? Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Rooney og Sir Alex eftir að leikmaðurinn kom til fé- lagsins frá Everton, 18 ára að aldri, sumarið 2004. Reuters Wayne Rooney fagnar 25 ára afmæli sínu á morgun og fregnir herma að glæsileg veisla hafi verið undirbúin en gestalistinn hefur ekki verið birtur svo vitað sé. Eftir at- burði gærdagsins er þó næsta víst að sir Alex Fergu- son mætir – með bros á vör. Ef honum er boðið... Sir Alex Ferguon stjóri United. Reuters Hverjir koma í afmælið? www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.