SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 22

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 22
22 24. október 2010 Þ egar ég keyrði fram hjá Hlemma- vídeói efst á Laugaveginum á dög- unum hélt ég að aðeins væri um „front“ að ræða. Það er misskiln- ingur, búið er að setja upp heila mynd- bandaleigu af gamla skólanum þarna, ansi hreint huggulega, fyrir tökur á nýrri röð framhaldsþátta sem frumsýndir verða á Stöð 2 í kvöld, sunnudag. Þegar okkur Árna Sæberg ljósmyndara ber að garði er handagangur í öskjunni, óvígur her manna kemur að gerð þátta af þessu tagi. Ekki verður þverfótað fyrir fólki og drjúg stund líður þar til við komum auga á helsta aðdráttaraflið, Pétur Jóhann Sigfús- son. Hann er bakatil að gera sig kláran í stutt atriði með Þorsteini Bachmann. Okkur kumpánum er vísað til sætis á meðan. Við erum rétt sokknir niður í dúnmjúka stólana þegar tilkynnt er í hátalarakerfinu að tökur séu að hefjast og grafarþögn verði að vera á staðnum. Við stífnum upp og svei mér ef Árni heldur ekki niðri í sér andanum. Eða er hann bara að draga inn magann? Kannski eins gott, ekkert má fara úrskeiðis. Splæst er í nokkrar tökur, svona til ör- yggis. Inn á milli kalla menn stíft á einhvern kött. Kem ekki auga á hann. Þá er það búið. Segja menn ekki „vrapp“ á fagmáli? Hvers vegna fæ ég aldrei að vera með í bíómyndum? Pétur Jóhann hefur verið varaður við okkur, eins Vignir Rafn Valþórsson, sem fer með annað stærsta hlutverkið í Hlemma- vídeói, og þeir ganga nú galvaskir í áttina að okkur. Til í tuskið. Einhver hefur smellt spérænni mynd af Pétri á símann sinn, eitt- hvert galdratól, og hann skellihlær. Þessum bráðsmitandi hlátri. Á hvern minnir hann eiginlega í þessu kostulega gervi? Þýskan efnafræðing? Finnskt tónskáld? Allt um það. Félagarnir stilla sér góðfúslega upp fyrir Árna sem spyr hvort þeir séu öllum vöku- stundum á staðnum þessa dagana. „Já,“ svarar Vignir Rafn ákveðnum rómi. „Sér- staklega Pétur enda skrifaði hann sig inn í allar senur.“ Nú? „Já, ég treysti bara engum öðrum,“ seg- ir Pétur og berst um á hæl og hnakka við að fela glottið. Er þetta skriftin þín? Myndatökunni er lokið og við komum okkur fyrir við afgreiðsluborðið. Það er einhver yfirheyrslufílingur í þessu. Best að byrja á byrjuninni. Hver er þessi Siggi á Hlemmavídeói, karakter Péturs? „Þetta er maður á fertugsaldri.“ Pétur steinþagnar. Ég lít undrandi á hann en næ ekki augnkontakt. Hann starir eins og dáleidd- ur á minnisblokkina mína. „Hvað er þetta?“ spyr hann svo. Hvað? „Þetta? Er þetta skriftin þín?“ Eh-m, já. Nú springur Árni Sæberg, sem stendur álengdar, úr hlátri. Ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir þessa spurningu. Pétur grípur í blokkina og þeir Vignir Rafn stara á hana í forundran. „Hver þremillinn. Hvað stendur hérna?“ spyr Vignir. „Stórmerkilegt,“ segir Pétur. Ekki sá ég fyrir að viðtalið færi að snúast um skriftina mína, eða hvað þetta hrafl nú kallast, en frómt frá sagt er ég „drop-out“ úr læknisfræði. Það eina sem ég náði var skriftin. Skyndilega átta ég mig á mikilvægi þessa augnabliks. Þeir eru örugglega ekki margir Íslendingarnir sem gert hafa Pétur Jóhann Sigfússon kjaftstopp. Enda þótt það hafi verið alveg óvart. „Heyrðu, hann Siggi.“ Pétur tekur aftur upp þráðinn. „Hann er á krossgötum blessaður, nýskilinn, þegar hann erfir Anton og Siggi innan um nýjustu myndirnar á Hlemmavídeói. Vignir Rafn Valþórsson og Pétur Jóhann Sigfússon alvarlegir í bragði. Ýmissa grasa kennir á Hlemmavídeói, eins og glöggt má sjá. Enginn frasagaur Ný gamanþáttaröð, Hlemmavídeó, með Pétur Jó- hann Sigfússon í broddi fylkingar hefur göngu sína á Stöð 2 um helgina. Þar hittum við fyrir hversdagslegt fólk í ýktum aðstæðum. Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.