Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
✝ Ágúst M. Sig-urðsson fædd-
ist á Akureyri 15.
mars 1938. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 22.
ágúst 2010.
Ágúst var sonur
hjónanna sr. Sig-
urðar Stef-
ánssonar, síðar
vígslubiskups
Hólastiftis, f. 10.
nóv. 1903, d. 8. maí
1971, og eiginkonu
hans frú Maríu
Ágústsdóttur, f. 30. jan. 1904, d.
18. ágúst 1967. Systkini síra
Ágústs eru Sigrún, sjúkraliði og
myndlistarkona, f. 28. ágúst
1929, og Björn, fyrrverandi lög-
regluvarðstjóri, f. 9. maí 1934 og
Rannveig, kennari í Svíþjóð, f. 6.
apríl 1940.
Ágúst kvæntist 8. jan. 1965
eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð-
rúnu L. Ásgeirsdóttur, fyrrver-
andi skólastjóra og bókasafns-
kennara, f. 14. nóv. 1940. Börn
þeirra eru Lárus S. Ágústsson,
verkfræðingur, f. 9. ágúst 1965,
og María Ágústsdóttir, prestur,
f. 20. feb. 1968. Lárus er kvænt-
ur Signe Gjerlufsen f. 24. maí
1967, verkfræðingi og kennara,
og börn þeirra eru Stefan Lárus,
tíma á Prestbakkaárunum. Sr.
Ágúst var formaður Félags fyrr-
um þjónandi presta og stjórnaði
fundi félagsins í síðasta sinn
sunnudaginn 15. ágúst sl.
Fræði- og ritstörf síra Ágústs
eru umfangsmikil. Þegar um tví-
tugt hélt hann sitt fyrsta út-
varpserindi, en þau urðu tæp-
lega 200. Landskunnur varð
hann fyrir þátttöku sína í spurn-
ingakeppnum í útvarpi og sjón-
varpi á 7. og 8. áratug síðustu
aldar. Fjórar bækur undir heit-
inu Forn frægðarsetur komu út
á árunum 1976 – 1982, og bóka-
flokkur um kirkjur á Vest-
fjörðum var gefinn út árin 2005
–2008. Níunda bók sr. Ágústs,
Öll þau klukknaköll, kom út í
fyrra, að hálfu byggð á sam-
nefndum útvarpsviðtölum við
prestkonur frá vetrinum 2008-
2009. Viðtölin voru liður í
gagnasöfnun sr. Ágústs fyrir
Prestsetrasafnið á Útskálum, en
hann skrifaði um fleiri hundruð
prestsetur fyrir safnið. Tíunda
bókin kemur út í byrjun árs
2011, en eiginkona sr. Ágústs er
meðhöfundur að síðustu bókum
hans. Þá hafa birst fjöldamargar
greinar eftir sr. Ágúst í blöðum
og tímaritum, síðustu árin í
Heima er bezt. Síðustu árin voru
þau hjónin búsett að Hagamel 14
í Reykjavík.
Útför síra Ágústs fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
föstudaginn 27. ágúst 2010, og
hefst athöfnin kl. 13.
f. 17. maí 1991,
Maria, f. 8. júní
1994, Julie, f. 8.
júní 1994 og Mathi-
as, f. 20. júlí 1997.
Eiginmaður Maríu
er Bjarni Þór
Bjarnason f. 14.
nóv. 1962, prestur,
og börn hennar
fjögur, Kolbeinn, f.
24. sept. 1994,
Ragnhildur, f. 10.
des. 1996, Guðný
Lára, f. 27. maí
2004 og Guðrún
María f. 4. okt. 2005.
Ágúst varð stúdent frá MA 17.
júní 1959 og cand. theol. frá Há-
skóla Íslands 3. júní 1965. Lauk
réttindanámi til þjónustu í
dönsku kirkjunni 1981. Vígður
til prests á Hólum 20. júní 1965
til þjónustu í Möðruvallapresta-
kalli. Sóknarprestur í Vallanesi
á Völlum 1966-1970, í Ólafsvík
1970-1972 og á Mælifelli í Skaga-
firði 1972-1983. Sendiráðsprest-
ur í Kaupmannahöfn 1983-1989.
Sóknarprestur á Prestbakka í
Hrútafirði 1989 uns hann lét af
störfum vegna versnandi park-
insonveiki árið 2002. Gegndi sr.
Ágúst fjölda trúnaðarstarfa,
m.a. í sýslunefnd Skagafjarð-
arsýslu og var prófastur um
Hann Ágúst bróðir andaðist á
líknardeild Landspítalans Kópavogi
þ. 22. ágúst sl. Ég er knúin til að
kveðja þennan ástkæra bróður minn
með nokkrum orðum. Við andlát
Ágústs er eins og heimurinn minnki,
svo stór spor skilur hann eftir sig.
Hann er og verður öllum sem áttu
því láni að fagna að hafa fengið að
kynnast honum, ógleymanlegur. Það
verða aðrir, sem munu minnast hans
sökum gáfna hans og fræðimennsku
og læt ég þeim það eftir.
Mig langar að minnast hans sem
bróður og besta vinar.
Við áttum það sameiginlegt að
vera talsvert lík. Við vorum bæði af-
skaplega hláturmild, sérstaklega
þegar við vorum bara tvö. Þá gátum
við endalaust talað um æskuheimili
okkar á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Ég var 9 ára, þegar hann fæddist.
Það var á Akureyri sem hann leit
dagsins ljós. Honum til leiðinda alla
tíð var, að hafa ekki fengið að fæðast
á gamla virðulega prestssetrinu. En
í brunanum mikla 1937 brann íbúð-
arhúsið heima til ösku og ekkert stóð
eftir nema rústir einar, við fluttum
inn á Akureyri eftir brunann og
bjuggum þar fram á næsta vor.
Ágúst var yndislegur lítill drengur,
sem hafði áhuga á öllu umhverfinu.
Hann var alltaf viljugur, samvisku-
samur og fljótur til. Ég man pabba
segja: „Það er svo gott að vekja hann
Ágúst. Hann er kominn upp í fjós áð-
ur en ég veit af og mjólkurbrúsarnir
tilbúnir á stundinni.“
Hann bróðir minn var mikið
snyrtimenni og ávallt vel klæddur.
Synir mínir nutu leiðsagnar Ágústs,
hann var þeirra lærifaðir. Oft fór
kennslan fram uppi í fjósi og við bú-
störfin. Sigurður elsti sonur minn
var sérlega hændur að honum. Eins
var með Stefán minn, sem naut
þeirra forréttinda að vera fæddur á
sama stað og Ágúst.
Eftir að Ágúst kom suður til að
hefja nám í guðfræðideildinni, bjó
hann hjá afa á Framnesveginum.
Hann átti því láni að fagna að kynn-
ast sínum lífsförunaut, henni Guð-
rúnu L. Ásgeirsdóttur. Það var eins
með þau og með pabba og mömmu,
þau voru alla tíð ástfangin, og er það
mikil guðsgjöf á langri leið. Hún
Guðrún varð strax mjög handgengin
foreldrum mínum. Þegar pabbi dó
árið 1971, var hann búinn að festa
kaup á Framnesvegi 26. Þá voru
synir mínir orðnir 5 og mig vantaði
ekkert nema þak yfir hópinn minn.
Þá var það Ágúst enn einu sinni, sem
gerði mér það kleift með því að gefa
mér sinn hlut í húsinu. Það er
stærsta gjöf, sem mér hefur verið
gefin. Eina sem mig vanhagaði um,
var fast land loksins. Ekki gerðu þau
það endasleppt, því í tvígang var Óli
minn hjá þeim. Fyrst í Vallanesi og
rifjar hann enn upp ævintýrin með
bróður mínum þegar hann fór að
húsvitja. Síðan var hann aftur hjá
þeim í Ólafsvík, þaðan sem hann
lauk skyldunámi. Svona samtvinnað-
ist líf sona minna og Ágústs bróður
míns, Guðrúnar konu hans og barna
þeirra. Hvar sem þau voru, hérlend-
is eða erlendis, var alltaf opið hús.
Það er yndislegt að fá að vera sam-
ferða slíku fólki öll þessi ár. Aldrei
mætt nema gleði og góðu í húsum
þeirra. Nú kveð ég þig, elsku besti
bróðir minn. Þú tekur á móti mér,
þegar minn tími kemur.
Blessuð sé minning þín.
Þín systir,
Sigrún.
Kær mágur er látinn eftir langa
baráttu. Lífsviljinn var mikill en
lokastundin varð ekki lengur umflú-
in.
Kynnin eru orðin löng. Það var
fyrir 46 árum sem þau Guðrún Lára
systir mín og Ágúst kynntust og
ákváðu að ganga saman ævigöng-
una. Fyrsta veturinn, á meðan Ágúst
lauk guðfræðinámi sínu, bjuggu þau
á æskuheimili okkar. Að námi loknu
fluttust þau norður í Möðruvelli í
Hörgárdal og Ágúst gerðist aðstoð-
arprestur föður síns fyrst um sinn.
Nokkru síðar fluttust þau í Vallanes
á Héraði ásamt Lárusi Sigurbirni,
syni sínum, en María dóttir þeirra
fæddist fyrir austan. Síðar lá leið
þeirra til Ólafsvíkur, í Mælifell í
Skagafirði, þaðan til Kaupmanna-
hafnar og loks í Prestbakka í Hrúta-
firði. Á öllum þessum stöðum unnu
þau hjónin mikið og merkilegt starf,
bæði innan safnaðanna sem og við
menningarmál viðkomandi héraða.
Heimili þeirra var öllum opið og
risna og gestakomur þar í miklum
mæli. Við þessi tímamót er ljúft og
skylt að þakka fyrir móttökur allar
og umhyggjusemi þeirra hjóna í
minn garð og minna. Prestsverk
innti Ágúst af hendi við heimili mitt
af ljúfmennsku, fyrst við brúðkaup
okkar hjóna og síðan við skírn son-
anna þriggja.
Guðrún og Ágúst hafa verið ákaf-
lega samstiga í leik og starfi. Unaðs-
reitur þeirra hin síðari ár var í
Bakkabúi, sumarbústað þeirra í
Borgarfirði. Þar vildu þau dvelja
helst allt sumarið. Eftir að föstu
starfi lauk og þrátt fyrir vaxandi
vanheilsu Ágústs voru þau mikið á
ferðinni, ýmist í heimsóknum til
Danmerkur til sonarins og fjöl-
skyldu hans, í siglingum eða í vett-
vangsferðum í kirkjur landsins
vegna skrifa Ágústs um kirkjur og
kirkjustaði. Guðrún var hans hægri
hönd í skrifunum, hann las fyrir og
hún sló inn á tölvu eða skrifaði eftir
handriti hans. Hin síðari misseri var
Ágúst sem í kapphlaupi við tímann,
því að tímaglasið var að renna út, og
skrifaði hverja stund sem hann
mátti.
En eigi má sköpum renna. Nú er
kominn tími kveðju og þakkar. Guð
blessi minningu Ágústs Sigurðsson-
ar.
Sigrún V. Ásgeirsdóttir.
Ég sendi kveðju til Ágústs, vinar
míns og mágs. Þessa skilningsríka
manns á sviði náttúrunnar, sem um-
lykur okkur öll, þess sem við teljum
vera raunveruleika okkar, en þekkj-
um ekki nema að takmörkuðu leyti,
því bæði verkfærin og þjálfunina
skortir. Það sem tengdi okkur Ágúst
saman frá byrjun var óskin um að fá
svör við ýmsum spurningum, sem
margir aðrir voru hættir að spyrja.
Nútímamenningin sér um það.
– Ég kveð hagleiksmanninn og
náttúrubarnið, sem vann sér smám
saman stað nálægt hjarta mínu,
þrátt fyrir allt veraldlegt, eins og
sagt er. Nú á þessum tímamótum, er
mér það ofarlega í huga, þegar ég
fékk forðum skilaboð „að handan“
frá afa mínum í Ási, í þá veru að
„hann hefði haft rétt fyrir sér“ og
með „hann“ var Ágúst meintur.
Þannig vildi til að þeir tveir hempu-
klæddu voru ósammála um vissa
þætti trúarinnar á meðan þeir voru
stutt samskipa í Ási. Niðurstaða
fékkst ekki, en skilaboðin til mín
voru tilraun í þá átt. Í raun sagði að-
ferðin við skilaboðin mest um það
um hvað ósamkomulagið fjallaði.
Þá vil ég einnig minna á innlegg
Ágústs í kirkjusögu Íslands. Þau er
ófá ritin og bækurnar, sem hann
vann á því sviði, oft með Guðrúnu
Láru systur minni og enda þótt slík
fræði séu yfirlit yfir liðna tíma og
mitt sérsvið snúi meira að framtíð-
inni, tókst þeim hjónunum stundum
að virkja mig, ef skortur var á mynd-
efni. Ég vil nota tækifærið og flytja
Guðrúnu systur og börnum þeirra,
Maríu og Lárusi auk makanna og
barnabarnanna, innilegar samúðar-
kveðjur frá okkur Manuelu Guðrúnu
héðan frá Brieselang í Norður-
Þýskalandi.
Einar Þorsteinn.
Árið 1983 urðu prestaskipti í
Kaupmannahöfn, nýr prestur, séra
Ágúst Sigurðsson, kom sem prestur
íslenska safnaðarins í Kaupmanna-
höfn. Eitt af hans fyrstu verkum var
að ferma son minn Valdemar og
seinna annaðist sr. Ágúst allar at-
hafnir fyrir fjölskyldu hans. Lítið
grunaði mig þá að nýi presturinn og
kona hans mundu verða svo góðir
vinir mínir og minnar fjölskyldu, nú í
30 ár.
Það var auðséð okkur í söfnuðin-
um strax þegar þau hjón fóru að
starfa að þar fóru samhent hjón og
líka kát og skemmtileg. Í önnum
daglegra starfa skiptu þau með sér
verkum og m.a. höfðu þau uppi á
mörgu eldra fólki sem hafði ekki hitt
landa sína í ótrúlega mörg ár. Við
kirkjukaffið og önnur tækifæri feng-
um við líka að kynnast því hversu
fróður Ágúst var, því ósjaldan sagði
hann frá áhugaverðum efnum úr
sögu Íslendinga í Höfn auk annars
fróðleiks um Íslendinga bæði heima
og erlendis. Íslenskir sjúklingar á
ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn
fóru heldur ekki varhluta af um-
hyggju þeirra hjóna því oftar en ekki
tóku þau sjúklinga sem máttu fara í
helgarleyfi heim til sín um helgi.
Kirkjukórinn efldist líka mjög við
komu þeirra og það var alltaf glatt á
hjalla á söngæfingunum sem voru á
heimili þeirra í Jónshúsi, alltaf boðið
í kaffi og glatt á hjalla. Eins síðar
heima á Fróni í afmælum og við önn-
ur hátíðleg tækifæri. Í Kaupmanna-
höfn var aldrei gestalaust á heimili
þeirra og gestir í öll mál, einn daginn
þegar við kirkjukórsfélagar í Kaup-
mannahöfn tókum á móti kirkjukór
frá Íslandi á prestsheimilinu komu
margir aðrir gestir og svo fór að
prestsheimilið tók á móti áttatíu
manns þann daginn. Ferð ásamt
séra Ágústi til Íslands með hóp eldri
borgara til vikudvalar á elliheimilinu
í Hveragerði er líka eftirminnileg.
Strax ári áður en þau hjón fluttu
heim aftur eftir sex ára starf var
eldra fólkið farið að kvíða fyrir
brottför þeirra, hver mundi nú koma
með íslensku blöðin sem Ágúst eða
Guðrún Lára keyrðu á milli og hver
mundi nú fara í Dalles Varehus eftir
heklugarninu eða bara koma við eða
hringja og spjalla smástund. Það
voru mikil viðbrigði eftir erilinn í
Kaupmannahöfn að flytja í Hrúta-
fjörðinn. Á fyrstu árunum eftir
heimkomuna héldum við hópinn kór-
félagarnir og komum á Jónsmess-
unni í Hrútafjörðinn og séra Ágúst
og „strákarnir“ í kórnum hlóðu bál í
fjörunni og svo var grillað og
skemmt sér fram eftir í bjartri sum-
arnóttinni.
En tíminn leið og fólk dreifðist um
landið eins og gengur en þegar
Ágúst skírði elstu dóttur Valdemars
sonar míns komu kórfélagar úr
Kaupmannahafnarkórnum saman á
ný og okkur til mikillar gleði sungu
þau undir stjórn séra Maríu við at-
höfnina sem var haldin í Dómkirkj-
unni í Reykjavík. Við komum honum
svo að óvörum og sungum við messu
hjá honum á 60 ára afmælisdaginn
hans. Það er mikil gæfa að hafa
fengið að njóta vináttu þeirra og
hlýju öll þessi ár.
Elsku nafna mín; ég, Valdemar,
Sigrún og dæturnar fimm og Ásta
dóttir mín senda þér, Lárusi, Maríu
og þeirra fjölskyldum samúðar-
kveðjur. Guð geymi ykkur öll.
Guðrún Valdemarsdóttir.
Enginn veit um ævilokin öðrum fremur
enginn veit hver aftur kemur,
enginn veit hvar staðar nemur.
(Draumvísa Snæbjarnar í Hergilsey.)
Þegar vinur til margra ára kveður
er skarð fyrir skildi. Í raun og veru
getur enginn fyllt það skarð, þegar
fólk er komið á efri ár.
Við sr. Ágúst vorum vinir og síðar
starfsbræður allt frá skólaárum.
Löngum var þó vík milli vina því
hann var prestur í öðrum landshlut-
um og í Danmörku meðan ég var í
Borgarfirði. Þó endaði þetta með
því, að við urðum nágrannaprestar,
að vísu sitt hvorum megin Holta-
vörðuheiðar. Fjölgaði þá samfund-
um, ekki síst er þau hjón, Ágúst og
Guðrún, eignuðust sumarhús í landi
Stóra-Fjalls í Borgarfirði. Þar undu
þau löngum stundum á Bakkabúi
sínu. Oft lögðum við hjónin leið okk-
ar þangað í hásumardýrðinni enda
stutt leið úr Stafholti. Og jafnan var
okkur tekið með kostum og kynjum,
enda þau hjón alkunn að gestrisni og
greiðasemi.
En nú eru þessir samfundir á
enda. Síðustu árin urðu honum erfið,
veikindi sóttu að með tilheyrandi
sjúkrahúslegum. Og nú er hann allur
og falinn dýrð þess Drottins, sem
bæði gaf og tók. Þjónn hans var
hann.
Það fór ekki hjá því, að sr. Ágúst
yrði minnisstæður vinum sínum og
samferðafólki. Hann var ágætlega
máli farinn og orðhagur og gat fyr-
irvaralaust sett á langar tölur ef svo
bar undir. Þá var hann mjög minn-
ugur og fróður, einkum þó um
kirkjur og staði og persónusögu
þeim tengda eins og skýrt kemur
fram í ritverki hans Forn frægðar-
setur auk fleiri rita sem hér verða
ekki talin. Efa ég að annar maður
hafi búið yfir jafnmikilli þekkingu
um síðari tíma kirkjusögu og hann.
Þá var hann meðan heilsan leyfði
mjög starfssamur eins og ritaskrá
hans ber vitni um. Hugmyndaríkur
var hann í besta lagi, ör í lund og var
ekki að liggja á skoðunum sínum eða
afstöðu. Fyrir vikið var veröldin
stundum annaðhvort hvít eða svört.
Hann málaði umhverfi sitt oft býsna
sterkum litum. Þess vegna gat það
tekið á að vera vinur hans.
En vinur var hann vina sinna,
tryggur og hugulsamur. Og nú skal
honum þökkuð vinátta liðinna ára og
samvistir marga glaða stund.
Samúðarkveðjur mínar og Ás-
laugar til Guðrúnar Láru, Lárusar
og sr. Maríu, maka og barna-
barnanna.
Vertu Guði falinn, vinur.
Brynjólfur Gíslason.
„Ég fulltreysti einmitt því að
hann, sem byrjaði í ykkur góða verk-
ið, muni fullkomna það allt til dags
Jesú Krists.“ (Fil 1.6)
Sr. Ágúst Sigurðsson var gáfu- og
atgervismaður sem vitnaði um hjálp-
ræði Guðs í lotningu og fagnandi trú
og skilur eftir sig vandfyllt skarð í
fylkingu íslenskra presta. Hann var
djúphugull og horfði hátt mót himn-
esku marki. Trúin var honum grunn-
þáttur í mannlífi og menningu sem
varð ekki skilin nema gætt væri að
sögu og lífsháttum.
Ágúst var norðlenskur vígslubisk-
upsson, fágaður í fasi og framkomu
hvernig sem öldur risu. Ritverk hans
og fræðistörf sýna glöggskyggni, ög-
uð vinnubrögð og yfirgripsmikla
þekkingu. Sr. Ágúst lýsir vel sögu
fornra kirkjustaða og frægðarsetra,
en ekki síður útkjálkakirkjum er
voru mannlífi skjól í stormum og
stríði. Stíllinn er ljós og litríkur. Út-
varpserindi hans bera vott um þekk-
ingu og fróðleik, og hann bar af flest-
um að kunnáttu í spurningaþáttum
útvarps og sjónvarps.
Hvarvetna sem sr. Ágúst gekk að
helgri prestsþjónustu vann hann
verk sín af alúð og miðlaði fagurlega
nærveru Guðs í orði og sakrament-
um. Kennisetningar takmörkuðu
ekki prédikun hans og trúarhugsun
enda sá hann spor Krists víðar en
innan kirkjuveggja og virti reynslu
af æðri sýn og heimum.
Þegar ég fór til framhaldsnáms í
Danmörku leitaði ég í Jónshús þar
sem sr. Ágúst var umsjónarmaður
og einnig sendiráðsprestur. Þau
Ágúst og Guðrún Ásgeirsdóttir eig-
inkona hans tóku mér opnum örm-
um, uppörvuðu og hvöttu. Samhent
beittu þau sér fyrir fræðslu og
menningarstarfsemi í Jónshúsi sem
var fjölsóttur samkomustaður Ís-
lendinga.
Sr. Ágúst var samúðarríkur gagn-
vart þeim er höfðu hrasað á hálum
brautum enda vissi hann að öllum
var hætt. Hann leitaði uppi sam-
landa sína víða í Danmörku og
skráði oft merka sögu þeirra. Hann
var fyrirmannlegur og hagaði orðum
sínum svo vel að dyr opnuðust greið-
lega fyrir landa hans og flutti fyr-
Ágúst Sigurðsson HINSTA KVEÐJA
Síra Ágúst Sigurðsson frá
Möðruvöllum.
Gleðigjafi, fræðari og vinur.
Við þökkum af hjarta liðna
samleiðartíð.
Blessuð sé minning þín.
Sjöfn og Björn Akranesi.