Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 4
130 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. kristnu riddarareglu til heiðurs, visna og verða að dufti engutn til gagns. Nei, hann skal eigi visna! Við sál Vilhjálms sigursæla vil eg ekki hætta fyr en eg hefi reist krossinn á turnum Jórsalaborgar, að öðrum kosti vii eg dauður liggja með krossinn á leiði mínu.« »Pú skalt fá að reisa krossinn í Jórsölum og það án þess að nokkrum blóðdropa krist- inna manna sé offrað framar í þessum ófriði.« »Ó, þú talar um sættir, æruverði herra, en þá verður einnig hætt að offra blóði hinna heiðnu hunda.« »Pað er þér nægileg sæmd,« sagði erki- biskupinn til þess að hughreysta konunginn, »að þú með vopnafrægð þinni og með þeim ótta og aðdáun, sem 'fylgir þínu stolta nafni, neyðir Saladín til þess að fallast á þá friðar- skilmála að skila aftur hinni helgu gröf og opna landið fyrir öllum pflagrímum og tryggja för þeirra um landið með setuliði þar, og enn- fremur það sem mestu skiftir, lengja nafn Rík- arðar konungs og nefna hann varðkonung Jórsala.* »Hvernig þá?« spurði konungur með leiftr- andi augum. »Eg — eg skyldi nefnast varð- konungur hinnar helgu borgar. Fullkominn sig- ur, að undanskildum heiðrinum að vinna hann á vopnaþingi, mundi naumast fá veitt oss jafn- mikið hvað þá meira. En framvegis mun þó Saladín ætla að halda drottinsvaldi sínu í Gyð- ingalandi?« »Eins og eiðsvarinn meðstjórnandi hins voldugu Ríkarðar, hverra samvinna og vinátta mætti tryggjast með heppilegum ráðahag milli Saladíns og tíginborinna'r frænku konungsins.« »Með ráðahag,* tók konungur upp eftir biskupnum, en varð þó eigi eins hverft við og biskupinn hafði búist við, »já, nú rámar mig í það — Edíth Plantagenet! myndi mig hafa dreymt um slíkt tilboð, eða hefur einhver haft orð á þessu ? Höfuð mitt er enn ofurlítið veiklað eftir veikina, og eg hefi haft svo mikið að hugsa um. Var það Skotinln, eða Hakim eða hinn helgi einbúi, sem mintist á slíka und- arlega samninga ?« »Líklega einsetuniaðurinn frá Engaddi, því hann hefur unnið mikið að þessu. Síðan það er orðið kunnugt, að krossfararforingjarnir eru orðnir ósammála og að sundrung í hernum þar af leiðandi verður eigi umflúin, hefur hann mikið átt við það ráðabrugg, bæði við kristna menn og heiðingjana til að koma á þeim friði, sem að minsta kosti að nokkru leyti gaeti trygt kristninni nokkuð afþví.sem hefur verið markmið þessarar krossfarar að ná.« »Svo frænka mín á að gefast vantrúuðum manni,« sagði konungur með tindrandi augum og leyndi sér ekki að það var farið að síga í hann. Biskupinn reyndi þegar til þess að stöðva reiði hans og mælti: »Auðvitað verður sam- þykki páfans fyrst og fremst að fást og hinn helgi einsetumaður, sem er mjög mikils met- inn í Róm, mun flytja það mál fyrir hinum heilaga föður.« »Hvernig þá — án þess eg hafi veitt sam- þykki til þess?« »Nei, nei, engan veginn,« sagði biskup ísmeygilegur, »einungis með þeim fyrirvara, að þú verðir þessari ráðagerð samþykkur.« »Eg að samþykkja ráðahag frænku minnar með villutrúarmanni,« sagði konungur í döpr- um en engan veginn í uppreistarróm. »Oraði mig fyrir slíkum friðarskilmálum forðum, þeg- ar eg stökk frá stefni skips mins í land á Sýr- landsströnd, eins og þegar Ijón stekkur á bráð sína? En nú — nú. — En haldið áfram, eg hlusta rólegur.« Erkibiskupinn varð bæði í einu glaður og undrandi, þegar hann varð þess var, hve létt honum ætlaði að verða að reka erindi sitt. Hann benti nú Ríkarði á ýms dæmi þess, að svipaðar tengdir hefðu verið bundnar með vilyrði hins heilaga stóls á Spáni, hann sýndi fram á, hvílíkur ávinningur kristindóminum væri að bandalagi milli Ríkarðs og Saladíns, og sérstak- lega lagði hann áherzlu á það, hve líkurnar væru rikar fyrir því, að Saladín mundi láta af hinni fölsku trú sinni og taka hina réttu, ef að þessum sáttmála tnilli þeirra yrði framgengt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.