Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 13
AMMA. 139 Svo leið og beið. Eg kúgaði sjálfa mig til þess að bæla þessa tilfinningu í brjósti mér, þó mér fyndist hún heilög og réltmæt og hafa fullan rétt til þess að lifa sínu þróttmikla og sívaxandi lífi. En við það fanst mér hún aðeins vaxa og verða háværari og háværari. Oft og tíðum fanst mér, sem eg yrði að fara til piltsins og játa fyrir honum ást mína. En eg vissi 'nver svör eg mundi fá. Og eg vildi ekki bíða ósig- ur í þessari fyrstu og síðustu ferð minni í þessum erindum. En það er ekki til neins að vera zð skýra ykkur frá þessu sálarstríði mínu, börnin góð. F*ið skiljið ekki, sem von er, að eg hélst stund- um ekki við í rúmi mínu um næturnar, heldur læddist fram að stofunni, sem hann svaf inn í, og stóð við dyrnar og hlustaði á andardrátt hans, sem mér fanst fegurri en annara manna og hlýrri. Og þið skiljið heldur ekki hvers- vegna eg gat horft hugfangin á spor hans í snjónum, og fundist það hamingja að stíga í þau, eins og það legði einhvern yl um mig alla úr þeim. Og þið skiljið ekki heldur, börnin mín, að eg tók stundum fötin hans, er enginn sá til, og þrýsti þeim að hjarta mínu, heitt og inni- lega, F*ó fullorðnir væru, mundi þeim að lík- indum finnast það barnaskapur, en ástin er ekkert gaman, enginn leikur að fást við. Hún er bæði sæt og beisk á bragðið.* Amma þagnaði, er hér var komið sögunni. Var eins og endurminningarnar bæru hana ofur liði, og hún yrði að hvíla sig í frásögninni til þess að hafa vald yfir sér. En okkur krökkun- um fanst sagan enn sem komið var ógnarlega ómerkileg; en þó virtist okkur, sem amma stækkaði alt í einu í augum okkar, og af henni stafa einhver æfintýraljómi og fortíðarbirta, en það mátum við mest allra hluta. Fortíðin var í okkar augum himnaríki, nútíðin góð stundum, en þó vesæl og vond miklu oftar, og framtíðin fanst okkur ekki vera neitt, bókstaflega ekki verð neinnar hugsunar. Er við höfðum rekið á eftir ömmu með framhald sögunnar, byrjaði hún: »Tvö ár Iiðu á þennan hátt. F*á var það eitt kvöld snemma sumars, að ég heyrði á tal hjónanna. F’ó ekki væri af þeim ástæðum, að eg stæði á hleri. En af þessu sam- tali þeirra, gat eg ráðið það, að sonur þeirra og unnusta hans ætluðu að setja upp hring- ana daginn eftir. Þetta kom í raun veru ekkert flatt upp á inig. Eg þóttist vera búin að fá fulla vissu fyrir því, af ýmsum smáatvikum, að þetta mundi vera í aðsigi, fyr eða síðar. En þó varð mér einhvernveginn undarlega þungt fyrir brjósti og ósegjanlega dapurt í hug. Og þegar aliir voru sofnaðir um kvöldið reis eg á fætur úr rúmi mínu og læddist út úr bænum og suður í hvamm einn, er var suður frá bænum og eg hafði oft séð þennan pilt sitja í. F’ar lagðist eg niður. Þá í svipinn fanst mér réttast að ganga ofan að ánni, sem rann rétt fyrir neðan túnið, og fleygja mér í strauminn. En eitthvert æðra vald hvíslaði því að mér, að það væri ómenska og gunguskapur. Eg væri ekki fær um að lifa í meðlætinu, ef eg þyldi ekki annan eins mót- blástur og þenna. Stundum var eg að hugsa um að fara strax burtu af heimilinu. Mér fanst, sem það yrði óbærilegt að lifa lengur saman við hann, eftir að svona var komið, og þegar ég Iíka vissi, að unnusta hans mundi flytja þangað innan skamms. Eg ætla ekki að þreyta ykkur á því, börn mín, að lýsa fyrir ykkur öllum hugsunum mín- um þarna í hvamminum um nóttina. En þegar blessuð sólin steig upp yfir fjallatindana í allri sinni dýrð og unun, og helti geislaflóði sínu yfir sveitina, þá var eins og eg fengi einhvern innilegan frið og styrk í sál mína. Mér kom alt í einu til hugar, hvort eg gæti ekki á neinn hátt reynt að líkjast sólinni, reynt að vinna sama starfið og hún, þótt í srnáum stíl væri. Og er eg hafði hugsað um þetta um stund, var sá ásetningur orðinn fastur og sterkur í sál minni, að eg skyldi á meðan mér entust kraft- ar og líf, veita svo miklu af sólargeislum lífs- ins inn á heimili og lífsbraut þessa manns, sem eg hafði einum unnað. Og eg skyldi kappkosta 18’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.