Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 10
136 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Gamalt orðtækið segir: »Gröfin er eina óbrigð- ula fangelsið«.« »Og jafnskjótt og hann er frjáls, byrjarhann að læðast um kring aftur. Slíkir blóðhundar sleppa aldrei slóðinni eftir bráð þeirri, er þeir einusinni hafa fest augastað á.« »Segðu ekki lengur,* mælti greifinn. »Eg skil fyrirætlanir þínar. Þær eru voðalegar, en hættan er yfirvofandi.« »Eg hefi sagt þér þetta alt einungis til þess, að þú getir verið á verði. Rví að auð- vitað verður uppi fótur og fit meðal manna hans og enginn veit, hvern Englendingarnir gruna eða hvern þeir láta sæta hefndum. Retta er vogunarspil; reiðsveinn minn veit um fyr- irætlanir fangans, og hann er sérvitur og ein- þykkur heimskingi, sem eg hefi óskað oft og tíðum, að eg væri laus allra mála við, því að hann vill oftast fremur sjá með sinum eigin augum heldur en mínum, og hefir oft sett strik í reikninginn fyrir mér. En til allrar ham- ingju gefur regla mín mér völd í höndur til þess að ráða bót á slíku. Eða látum okkur sjá — það væri ekki ómögulegt, að fanginn gæti rekist á góðan rýting í klefa sínum. Og ef hann fyndi rýting þar, þá skal eg ábyrgj- ast, að hann notar hann, þegar hann brýzt út, og það skeður að öllum líkindum, þegar sveinninn færir honum máltíð hans í klefa hans.« »Rað væri mikil búningsbót,« mælti Kon- ráð, »og þó — —« »Pó og en eru orð heimskingja,* mælti templarariddarinn. »Hygginn maður gerir hvor- ugt að hika né draga sig í hlé. Hann setur sér fyrirætlun og hann framkvæmir hana.« (Framh.) AMMA. Eftir J. B. Ömmukölluðumviðkrakkarnir gráhærðu, geð- stirðu og höltu konuna, sem verið hafði á heim- ili foreldra okkar frá því við fyrst mundum eftir okkur. Hún hét Porbjörg, og var jafnan kölluð Tobba gamla, jafnt hvort talað var um hana eða við hana. En ekki var ömmunafnið sprottið af því, að hún væri í raun og veru amma okkar. Það hefði okkur að öllum líkindum þótt lítil virð- ing að telja ætt okkar til hennar. En svo stóð á því, að í skjóli Tobbu gömlu hafði alist upp á heimilinu piltur, sem kallaði hana ömmu, og þessvegna fanst okkur ekkert á móti þvi að kalla hana líka ömmu. Rað var öllu handhægra og styttra, fanst okkur, og svolítil viðurkenn- ing þess, að við vorum að vaxa upp fyrir hana og fram fyrir hendur hennar. Því það að vera amma fanst okkur harla lítilmótlegt og aumt. — En ef í okkur fauk við hana, sem ekki vildi ósjaldan til, þá breyttist ömmunafnið skyndilegaí Tobbu gömlu, Tobbu-tetur, Tobbu- ræsni og Tobbu-grey, alt eftir þvf, á hvað hátt stig reiðin og hefndin blossaði í það og það skiftið. — En vanalegast sneiddum við sem mest hjá ömmu, við töldum hana standa nær húsdýrunum en okkur, ungum og upprennandi börnum hreppstjórans. Og þó komumst við ekki hjá því að eiga náin viðskifti við hana. Hún hafði þann starfa á hendi að koma okkur á morgnana í tölu vaxandi manna og í fötin. Rað þótti ekki neitt sældarverk. En amma leysti það af hendi með frábærum dugnaði. En oft vildi það til, að í þeim viðskiftum hlaut hún verstu nöfnin og virðingarminstu, að okk- ur virtist. Því það, að fá að sofa á morgnana, fanst okkur eitthvað skylt því að lifa í para dís. Og því var það engin furða, í okkar augum, þó við vönduðum henni ekki kveðjurnar, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.