Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 58
184
NÝJAR KVÖLDVÓKUR.
Rar gekk hann álútur fram og aftur, eins og
hann væri að leita að einhverju. A!t í einu rak
hann upp gleðióp, beygði sig niður og tók
upp gullhringinn, sem Ragna hafði fleygt. Hann
hafði fundið hringinn eftir nokkurra klukkustunda
leit.
»Hún skai fá að sjá hann afíur, hún skal fá
að sjá hann,« tautaði hann og hélt af stað heim
til sín. Pundur hringsins hafði glætt vonar-
neista í hjarla hans.
Engum hafði þótt verulega vænt umRögnu,
meðan hún var í Argarði, en nú, er hún var
farin, grétu allar stúlkurnar hástöfum, því að þá
fyrst varð þeim það Ijóst, hvað Ragna hafði
verið þeim.
Hið fyrsta, er Hákon kom auga á í Argarði,
voru stúlkurnar, allar grátandi, og hugrekki
hans þvarr til muna. Hann gekk inn í stofuna
og sá þar sálmabókina á borðinu með nafni
hennar. Honum fanst hún vera ákæra á sig.
Hann tók sálmabókina og opnaði hana af
handahófi. Hann las upphátt sáiminn, er hann
kom niður á. Sálmurinn hljóðaði allur um kær-
ieika og fyrirgefningu en eigi um reiði, hefnd
né dóm. »Já,« sagði hann lágt, og lokaði bók-
inni. »Sé kærleikurinn nógu mikili fylgir hon-
um blessun þrátt fyrir alt mótlæti.« Hann stakk
bókinni á sig, dró hringinn á fingur sé'*, tók
staf í hönd og hélt af stað að heiman.
Hans og Ragna hröðuðu sér eftir þjóðveg-
inum, sem mest þau máttu. Hvert fótrnál, er
fjarlægði þau frá helmili hans, létti þungum
steini af hjarta hennar, — og þó — henni fanst
það vera jafn þungt eítir sem áður.
Klukkan 9 um kvöldið náinu þau stuðar í
afskektu gistihúsi. Drykkjustofan var auð, og
eldurinn brunninn út á arininum. Veitingakonan
var mjög góðgjörðasöm, gaf þeim bæði mjólk
og brauð og leyfði þeim að sofa í drykkju-
stofunni um nótt na.
Ragna hagræddi föður sínum eins vel og
henni var unt. Svo lagðist hún sjálf á gólfið
við hliðina á Sám, vafði handleggjunum ut-
an um háls hans og brast í grát. í fyrs u var
gráturinn bitur og sár, en eftir því sem tárin
runnu lengur, skoluðu þau mesta jsársaukanum
og reiðinni á brott með sér, og að lokum
sofnaði hún út frá angurværum barnsgráti, er
hafði slétt úr hörkudráttunum og gefið henni
angurværan og harinblíðan svip með öllum ein-
kennum æskunnar, enda var Ragna aðeins lóára.
Stuttu á eftir opnuðust dyrnar hljóðlega.
Sámur hóf höfuðið, en svefninn hafði fjötrað
Rögnu og föður hennar svo ramlega, að þau
urðu einkis Vör og hreifðu sig eigi.
Unglingurinn, er inn konT*kiptist við, er hann
leit Rögnu á gólfinu. Nokkur augnablik stóð
hann kyr og horfði á hana — svo beygði hann
sig yíir hana og stórt tár féll niður á hár
hennar. Sámur leit framan í hann, eins og
hann vildi hughreysta hann, en hreifði sig
ekki, til að vekja eigi Rögnu.
»Hún skal fá að sjá hringinn, — hvort sem
henni fellur það vel eða eigi,« sagið hann, og
dauft bros lék um varir hans. Hann leysti festina
frá úri sínu, festi hringinn í hana og batt
svo utan um hálsinn á Sám. Dýrið trygga
dillaði skottinu og sleikti hönd hans. Hákon
tók sálmabókina upp úr vasanum og fletti upp
sálmi, er talaði um yðrun og fyrirgefning, og
lagði hana svo á gólfið við hlið Rögnu. Að
því loknu læddist hann hljóðlega út úr stof-
unni.
Ragna vaknaði eigi fyr en veitingakonan
kom inn næsta morgun. Hún kom óðara auga á
sálmabókina,— hún hrökk við. Henni kom fyrst
til hugar að ýta henni frá sér, en hætti við það og
tautaði eins og sér til afsökunar: »R:tta er þó
guðsorð.« Hún las sálminn, og skildi vel
hugsanir þess, er hann hafði valið. Sámur
hljóp um kring, eins og hann væri orðin ung-
ur í annað sirrn, en hann bar sig að, eins og
hann þyrfti að segja henni frá einhverja. Hún
klappaði honum, og varð þá vör við úrfestina
hún leysti hana og starði mállaus af undr-
un á hringinn, sem hún áleit að hún myndi
aldrei sjá framar, festin var uppáhald Hákon-
ar, því hún var gjörð úr hári móður hans, en
samt sem áður hafði hann skiiið hana eftur
handa Rögnu. »Hann elskar mig þrátt fyrir