Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 52
178 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. skuggalegur, úti og inni, Himininn var hulinn skýjum og Iógndrífunni hlóð niður. Ragna dróg andann þungt þann morgun. Pað var óskemtileg tilhugsun, að þurfa fara ein til kirkju þann dag. Faðir hennar var venju fremur Iasburða um morguninn. En Ragna huggaði sig við það, að faðirinn á himnum mundi leiða hana að altarinu. Svo fór hún til Ingibjargar til að kveðja hana. Hún laut nið- ur að henni og sagði með grátstafinn í kverk- unum: »Pökk, þökk fyrir hvað þú hefir verið mér góð,« en þegar hún kom til föður síns, megnaði hún ekki lengur að berjast við grát- inn, en faldi höfuðið við brjóst hans og grét með þungum ekka, svo hún gat ekki stunið upp einu einasta orði. »Guð blessi þig, barnið mitt, guð blessi þig,« endurtók hann hvað éftir annað, og þrýsti henni að hjarta sér, eins og hann gæti ekki skilið við hana. Svo stóð hún upp og svip- aðist um eftir Hákoni, hana Iangaði til að kveðja hann, — en hann var ekki inni. Pegar hún kom út, sá hún skrautlegan sleða fyrir utan dyrnar, og Hákon stóð hjá honum, sparibúinn. »Hákon! — Hvað á þetta að þýða,« spurði hún. »Eg vil ekki að þú farir til kirkjunnar eins og flækingsstelpa,« sagði hann einbeittur,, um leið og hann hjálpaði henni upp í sleðann og settist við hlið hennar. Hún sat grafkyr. með hendur í skauti og mælti , ekki orð. Hákon sló í hestana, svo þeir þutu af stað og þyrluðu upp lausa- mjöllinni. Þegar Ragna gekk inn f kirkjuna, störðu allra augu á hana, þar sém hún gekk við hlið- ina á unga óðalsbóndanum. En hún fann til engrar drambsemi, — aðeins hamingju. Svo gekk hún niðurlút að sæti sfnu. í hjarta henn- ar vafði hamingjan auðmýktina örmum. Þegar þau voru sest niður, tók Hákon sálmabók úr vasa sínum og rétti Rögnu. Bók- in var ný og utan á spjaldinu stóð nafn henn- ar með gullnu létri. Nú fanst henni léttbærara að himininn var dimmur og skýjaður, og vit- undin um að sorgin biði hennar heima. Pað var bjart og engin hrygð í hjarta hennar, og sál hennar hafði aukist þróttur, svo hún var fær um að þola bæði myrkur og sorg, án þess að gefast upp. — Og sorgin lét ekki bíða eftir sér. Þegar þau komu heim, hafði Ingi- björgu þyngt svo mikið, að Hákon beitti ekki hestunum frá sleðanum, en ók í flughasti eftir lækninum. Ragna sat við rúm sjúklingsins, hélt utan um kaldar hendurnar, og grét eins og hjartað ætlaði að springa. Alt í einu reis Ingibjörg upp í rúminu og Ieit í kringum sig. »Hvar er Hákon?« spurði hún með veikri röddu. Og þegar Ragna svaraði ekki, hélt hún áfram: »Eg hélt í fávisku minni, að Hákon ætti að giftast Ingu á Grenistað, — en hún er ekki kona handa honum. Eg hefi séð fram, í tímann, Ragna, og veit að önnur er betri. Vertu góð við Hákon, Ragna mín.« Svo hneig hún aflvana niður á koddann aftur. í sama bili heyrðist bjölluhljómur, og Ragna flýtti sér út til að taka á móti læknin- um, en þegar þau komu inn aftur, var Ingi- björg liðin yfir í Ijósið, — hún var látin. Enginn hafði nokkru sinni séð Hákon æðr- ast né missa jafnaðargeðið, en nú grét hann eins og barn. Ragna grét líka, en reyndi þó að hugga hann. Seint um kvöldið, þegar Ragna var háttuð, þreytt og harmþrungin eftir við- burði dagsins, kom henni fyrst til hugar síð- ustu orð hinnar látnu. Hún reisti sig skjálf- andi upp í rúminu. »Guð minn góður! Hvað hafði hún áttt við með því? Hvað átti hún við?« endurtók hún. Hún fann enga hvíld í rúminu og stóð upp og fór fram f stofuna, þnngað sem Ingibjörg hafði verið borin. Tungl- ið gægðist fram milli skýjanna, lýsti upp stofuna og varpaði nábleikum geislum á and- lit hinnar látnu. Ragna beygði sig niður að henni og hvíslaði: »Hvað áttirðu við? Hvað áttirðú við?« Hénni fanst Ingibjörg btosa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.