Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 35
KYNJALYFIÐ. 161 sinn, og var sem hann væri að biðja hann um hjálp. ^Veslings Rosval,* sagði Kenneth við sjálf- an sig. »Þú biður mig um hjáip og hluttekn- ingu, en eg er sjálfur í harðari fjötrum en [jú. Best er því að eg gefi mig eigi fram. Að gera það væri eigi til annars en gera skilnað- inn fyrir okkur en þyngri.« Rannig leið nóttin, og hin þokufulla dag- renning gaf til kynna, að sólin mundi brátt lyfta sér upp yfir sjóndeildarhringinn. Við sólaruppkomuna þaggaði læknirinn nið- ur í skáldinu, með því að hrópa með hljóm- fagurri raust: »Til bæna, til bæna! Rað er einungis einn Guð. Til bænal Múhamed er spámaður guðs. Til bæna, því tíminn líður. Til bæna, jpví dóm- urinn nálgast.« I sömu svipan stökk alt föruneytið af hest- baki og sneri ásjónu sinni til Mekka, velti sér í sandinum í staðinn fyrir að ausa sig vatni, sem siðvenja var við bænir. Síðan fólu þeir sig varðveislu Guðs og spámannsins og báðu um fyrirgefning synda sinna. Enda þótt Kenneth, sem kristinn riddari gæti eigi annað en fyrirlitið, að sjá samferða- menn sína dýrka guð á þennan hátt, gat hann þó eigi annað en dáðst að áhuga þeirra og andagt við guðsdýrkuna, og það vaknaði hjá honum hvöt til þess að senda bæn til himins, er honum fanst vera í betra formi en hinna, raunar undraði það hann, að bænagerð sam- ferðamanna hans skyldi hafa þau áhrif á hann, að hann einnig fór að biðjast fyrir, þar sem hon- um ávalt hefði fundist hin heiðingiega guðsdýrk- un Saracenanna vera til svívirðingar þar í landi, þar sem svo stórmerkir viðburðir hefðu gerst, er hin kristna trú grundvallaðist á. Með djúpum og hreinum tilfinningum, sendi hann bænir sfnar upp að hásæti himna- föðursins og þótt hann bæðist hér fyrir með- al villitrúarmanna, hafði þó bænagjörðin hin vanalegu áhrif á hann og veitti honum sálar- frið, sem svo lengi hafði þjáðst af mótlæti og fargi óhappa og óláns. Það er ekkert, sem veitir kristnum mönn- um mönnum meira þrek til að bera þjáningar sínar og mótlæti með þolinmæði, heldur en þegar þeir í alvöru og einlægni koma fram fyr- ir hásæti Drottins og bera þar fram bænir sín- ar; sé sú bæn einlæg og komi frá hjartanu, geta menn varla á sama tíma vantreyst honum og möglað yfir að Iúta vilja hans og stjórn, og varla getum við heldur byrlað oss inn, að við getum glapið honum sýn á högum vorum, honum, sem er hjartnanna og nýrnanna rann- sakari. Og þó heggur nærri að oss verði þetta á, ef vér í bænum vorum viðurkennum að öll jarðnesk gæði og mótlæti séu fánýtur hégómi í samanburði við eilifa farsæld, og samt sem áður, jafnskjótt ojg bænagjörð vorri er lokið, Iátum veraldlegar ástríður og tilhneigingar fá yfirhöndina í sál vorri. Pað hafa verið og muni til alla tíma verða menn, sem haga sér þannig, en í þeirra flokki var ekki Kenneth riddari. Hann fann fróun og huggun í bæninni og honum fanst hann með meiri auðmýkt og jafnaðargeði mundi geta mætt ókomna tímanum og erfiðléikum hans. Saracenarnir stigu nú aftur á bak hestum sínum og hjeldu ferðinni áfram. Hassan skáld tók aftur til máls og hélt áfram sögunni, setn hann hafði hætt við meðan á bænagjörðinni stóð, en áheyrendurnir veittu honum naumast eins m!kið athygli og áður. Einn af fylgiliðum læknisins, sém riðið hafði spölkorn til hægri handar og lagt leið sína upp á hæð nokkra, kom nú á harða spretti til félaga sinna og skýrði lækninum í hljóði frá einhverju grunsömu, sem hann hafði orðið var við, og voru þegar sendir 4 eða 5 ridd- arar af stað til njósna. Hassan hætti við sög- ur sínar og söngva og Saracenarnir héldu ferð- inni áfram þögulir og hægfara. Þegar kom upp á sandhæðir nokkrar framundan, sá Kenneth riddari að einhvc.jir voru á ferð út í eyði- mörkinni í á að giska enskrar mílu fjarlægð. Hann var maður ágætlega skygn og sá þegar, að á ferðinni var flokkur riddara, sem var til muna 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.