Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 54
180 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þá stundina, því varð ekki neitað. Hákon kom á eftir henni, hljóðari og þungbrýnni en vana- lega. Ragna stóð upp og gekk í áttina til þeirra, en Inga gekk fram hjá henni, og lét sem hún sæi hana ekki. Ragna dróg sig hálfforviða í hlé, því hún vissi ekki til að hún hefði gert neitt á hluta Ingu. Raunar vissi hún að ríka og fagra heima- sætan var dramblát, en þessu líka framkomu hafði hún aldrei sýnt áður. Vinnukonurnar hvískruðu í hálfum hljóð- um og smáhlógu. Karlmennirnir höfðu allir setið að verki, nú hættu þeir sem fljótast og horfðu ýmist á Rögnu eða Ingu og hlógu. Hákon studdi annari hendinni fast á borðið, og Ragna sté rokkhjólið með ótrúlegum hraða, svo bandið varð gróft og snurðótt. ^Pökk fyrir sætið, sem þú býður mér, Há- kon, það er hægt að sjá að eg er kærkominn gesturl* sagði Inga og settist niður. Hákon svaraði engu. »Erindislaus er eg ekki komin hingað. — Á annan í páskum verður skemtisamkoma hjá okkur á Grenistað, og hverju mannsbarni í sveitinni verður boðið. Við vonumst eftir að þú komir, Hákon, — ef þú færð leyfi til þess! I!« Hún leit háðslega til Rögnu. »Og báðir húskarlar þínir og vinnukonurnar, Sig- ríður og Anna, ættu að koma. — Jæja hvaða svar á eg að færa pabba?« Hákon krepti hnefana svo fast, að brakaði í liðamótunum. »Pökk fyrir boðið, eg er ekki vanur að sitja heima við þesskonar tækifæri.* »Og fólkið þitt!« »Piltarnir geta fengið leyfi til að fara, — en hvað stúlkunum viðvíkur, ræður Ragna, því hún er bústýran, geti bún komist af án þeirra, mega þær að sjálfsögðu fara.« Ragna hætti að spinna. »Eg er sjálf ekki nema vinnukona, og get því vel gjört það, sem gjöra þarf. Anna og Sigríður mega mín vegna fara.« Svo hélt hún áfram að spinna í ákafa, og var jafnróleg að sjá, sem hjartað slægi ekkert örara en vana- lega. Inga kvaddi og Hákon fylgdi henni til dyra. Ragna stóð eigi upp en þeytti rokkinn af kappi. Um kvöldið, er Hákon kom heim, sat hún enn við rokkinn, jafnróleg og ekkert hefði ískor- ist, og engum hefði getað komið til hugar, er leit brosið á vörunum og glaðlega svipinn á andliti hennar, að í hjarta hennar ólgaði haf af niðnrbældum sársauka. Hákon var þungur á brún. Hann gekk hljóð- Iega inn í stofuna og varaðist að líta framan í Rögnu, — hann skorti einurð til þess. Við vinnufólkið var hann all stuttur í spuna. En þegar Ragna, að vanda, ætlaði að hjálpa föð- ur sínum í rúmið ýtti Hákon henni þýðlega frá, leiddi Hans gamla sjálfur inn í svefn- herbergið og var þar uns gamli maðurinn sofnaði. Samkomudagurinn rann upp, Ragna léysti vinnukonurnar frá störfum þeirra, strax um há- degi. Og sín á milli töluðu þær mikið um, hve Ragna væri þeim góð og eftirlát húsmóð- ir. Ragna vann af kappi allan daginn, og kom ekki inn í stofuna fyr en alt fólkið var komið af stað. Hákon sá hún ekki, því hann hafði brugð- ið sér í kaupstaðinu daginn áður, og var ekki enn kominn heim. »Skyldi hann nú ekki verða kyr í kaupstaðnum og hætta við að fara á sam- komuna?« kom Rögnu ósjálfrátt í hug, og glaðnaði eigi alllítið yfir henni við þá til- hugsun. — En nokkrum augnablikum síðar heyrði hún hófadyn og bjölluhljóm, og Hák- on kom inn. Ragna flýtti sér að mjólka og skamta hon- um. Skömmu síðar ók hann aftur á stað með flughraða, til að verða ekki of seinn á sam- komuna. Pegar Ragna heyrði að hann var farinn, tók hún ljóskerið, og gekk fram í bæ- jardyrnar. Hákon leit við, og sá hana horfa á eftir sér, náföla í andliti. Ljósið varpaði ein- hverjum annarlegum blæ yfir hana, — og ó- sjálfrátt reikaði hugurinri til næturinnar við kistu móður hans. Svo sló hann í .hestana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.