Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 27
KYNJALYFIÐ.
153
í standi til að kæfa manngarminn,* hrópaði
Iangi Alan. »Pað er líka synd að eyða öllu
þessu víni í þennan heiðna hund, því mikið
hlýtur að fara til spillis eigi að hella því ofan
í hann. Með þessu háttalagi eyðið þið víni,
sem vel kristinn maður oftar en einu sinni gæti
drukkið sig glaðan af.«
»Öfundar þú hann?* spurði svarti Tumi.
»F*að er synd að öfunda svona heiðinn ræfil
af svolitlu víntári hér á þessari syndugu jörð.
Minstu þess, að þessir heiðnu garmar fá eígi
dropa til að kæla tungu sína um alla eilifð
eftir dauðann.*
»Vafasamt hvort svo verður, enda væri það
hart fyrir hann,« sagði langi Alan, »bara fyrir
það að hann er Tyrki, eins og faðir hans var.
Annað mál væri það hefði hann verið kristinn
og gengið af trúnni og tekið Muhamedstrú,
þá mundi eg geta fallistáað hin heitasta hola
væri verðskulduð vetrarvist fyrir hann.«
»TaIaðu varlega, langi Alan,« sagði nú
Hinrik Woodstall. »Hætt er við því að tunga
þín komi þér í ónáð hjá föður Frans, eins og
hún hefir komið þér hjá dökkeygu sýrlensku
stúlkunum, sem þú veist best sjálfur. En þarna
kemur þá stikillinn, stingið nú upp i hann
knífskafti til þess að fá tennurnar á honum í
sundur.*
»Bíðum nú við, nú fer skinnið að átta sig,«
sagði svarti Tumi. »Sjáið til, nú setur hann
flöskuna á munn sér og sötrar eins og æfður
drykkjumaður. Peir drekka auðvitað eins og
svampar þessir Tyrkir, þegar þeir eru komnir
upp á lagið.c
Pessi eyðimerkurmunkur, eða livað sem
hann nú var, tæmdi nú eda iét sem hann
tæmdi, stóra flösku af víni í einum teig, og
þegar hann tók flöskuna frá vörum sér blés
,hann þungan og mælti: »Allah er miskun-
samur.«
Dátarnir allir ráku upp slíkah skellihlátur,
að konungur truflaðist í hugleið'ngum sínum.
Hann ógnaði þeim með hendinni og hrópaði:
»Pið slæpingar, kallið þið þetta reglusemi og
prúðmannlegt háttalag?« >
Allir þögnuðu á svipstundu og urðu hljóð-
ir, sem mús í holu sinni. Dátarnir þektu kon-
unginn grandgæfilega og vissu, að þótt hann
að jafnaði liði þeim glens og ærsl, þá heimtaði
hann þó stöku sinnum, þótt sjaldan væri,
fylstu reglu og virðingu. F*eir hröðuðu sér nú
að færa sig í hæfilega fjarlægð frá konungi
og reyndu að draga Tyrkjann með sér, en hann
stakk við fótum og vildi hvergi fara og lést
vera dasaður mjög af dansinum og vínnautn-
inni, svo hann gæti eigi á fótum staðið.
»Látið hann bara liggja, heimskingjar,*
hvíslaði langi Alan að félögum sínum. »F*að
eykur hávaða að vera að tosast við hann og
við fáum að kenna á því, ef eigi verður alt
hljótt. Látið hann bara liggja segi eg, áður en
mínútan er liðin sefur hann eins og hagamús,
sé hann látinn í friði.« Um leið leit konung-
urinn aftur til þeirra með vanþóknunarsvip, og
meira þurfti ekki til þess að allir hypjuðu sig
þegjandi fjær og létu tyrkneska munkinn eiga
sig þar sem hann lá og virtist eigi geta hreyft
legg né lið. Síðan varð alt hljótt og engin
þorði að æmta né skræmta í nánd við kon-
ungstjaldið. í fullan fjórðung stundar var alt
hljótt umhverfis og í tjaldinu. Konungur las
bréf sín og hugsaði um efni þeirra. Skamt frá
inngangi tjaldsins, fyrir innan hann sat svert-
‘inginn og fægði skjöld þann, sem áður ér
getið um. Hann snéri baki að dyrunum. Ná-
lægt því hundrað skref frá tjaldinu stóðu, lágu
eða sátu varðmennirnir með allan hugann við
smáleiki, sem þeir voru að fást við hávaða-
laust. Á hinu auða svæði milli þeirra og tjalds-
ins lá Tyrkinn hreyfingarlaus og Iíktist helst
hrúgu af fataræflum.
Hinn mikli skjöldur, sem svarti þjónninn i
tjaldi konungs hafði verið að fægja, var nú
orðinn fullkomlega skýr og því ágætur speg-
ill að horfa í. F*jónninn sá nú í þessum spegli,
sér til undrunar, að förumunkurinn lyfti hægt
höfði frá jörðu og litaðist um með mikilli vara-
semi; bar þetta vott um að hann mundi eigi
til muna drukkinn. Síðan stakk hann höfði nið-
20