Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 3
KYNJALYFIÐ. 129 KYNJALYFÐ. Saga frá krossferðatímunum. (Eftir Walter Scott.) • ÁTJÁNDI KAPÍTULI. Sá rétti maður hafði verið valinn, þegar erkibiskupinum af Týrus var falið að færa Rík- arði konungi þær fregnir, sem mundi hafa gert hann hamstola af bræði, hefði einhver annar fært honum þær. Pessum æruverða og sniðuga kirkju- herra veitti þó fullerfitt að fá konung til að hlusta á þær nýjungar, sem hlutu að kollvarpa öllum vonum um að vinna gröfina helgu með vopnum og veita Ríkarði það frægðarnafn með- al kristinna manna, sem öll kristnin virtist reiðubúin að gefa honum. Eftir þeim upplýsingum, sem erkibiskupinn kom með, og taldi fyllilega ábyggilegar, var Saladín nú kominn langt á leið að safna sam- an 100 ættkvísla herafla, og þann her mundu krossfararnir aldrei fá unnið. Jafnframt yrði og að taka tillit til, að höfðingjar krossfararinnar frá Evrópu, væru þegar orðnir þreyttir og leið- ir á þessari herferð og mundu ráðnir í því að hverfa heim aftur og hætta við alt saman, þar sem þeim litist svo sem herferðin væri stöðugt að verða tvísýnni og hættulegrj. Yfirlýsingar Filips Frakkakonungs hertu líka á þeim. Hann hafði ótvírætt Iátið það í ljós, að hann virti og dáðist að sínum konunglega bróður, Rík- arði konungi, og hann mundi halda kyrru fyrir meðan á veikindum hans stæði, en jafnskjótt og hann væri kominn til heilsu, mundi hann hverfa aftur heim með lið sitt, og þá væri eng- inn vafi á, að þá mundi Iosna um greifann af Campagne. Hinu sama gætu menn búist við af hertoganum af Austurríki, eigi sízt þar sem varla mundi um heilt gróa með samkomulag- ið milli hans og Ríkarðar. Fleiri af krossfarar- höfðingjunum höfðu látið svipaðar skoðanir í ljósi. Af þessu varð eigi annað séð, en að ef Englandskonungur vildi halda ófriðnum áfram, gæti hann eigi byggt á fylgi annara en sinna ensku og skotsku hermanna. Templarariddar- arnir og Jóhannesarriddararnir voru að vísu bundnir með eiði að berjast gegn Saracenum, en þeir öfunduðu alla kristna þjóðhöfðingja, sem höfðu það áform að vinna undir sig land- ið helga. Pessir herskáu og valdasjúku munk- ar hugsuðu eigi um annað en að komast sjálfir til valda og metorða, og höfðu því í huga að stofna þar sjálfir smáríki og gera sáttmála við Saladín. Pað þurftu því eigi langar eða flókn- ar röksemdafærslu til þess að gera Ríkarði kon- ungi Ijósa afstöðu hans, enda munu fæstar þess- ar fregnir hafS komið honum á óvart. Hann settist því stiltur niður eftir nokkrar gremju- þrungnar upphrópanir, krosslagði handleggi, drap höfði og hlustaði á erkibiskupinn. Hinn æruverði herra leitaðist við að sannfæra kon- unginn um, að það væri ómögulegt fyrir hann að halda áfram krossfararhernaðinum, þegar s^mherjar hans yfirgæfu hann, og biskupinn gaf honum það í skyn með mikilli lipurð og fullri virðingu, að ráðríki hans og geðofsi hefði átt mikinn þátt í því að gera hina aðra höfð- ingja krossfararinnar honum fráhverfa. »Mér ber líklega að skrifta,« sagði konung- ur og brosti raunalega, »og kannast við, að eg hafi nokkra ástæðu til þess að syngja: Mín- ar syndir, mínar syndir! En er það eigi hörð hegning, sem nú legst á mig vegna minna gölluðu geðsmuna. Ber mér einungis sakir þess, að eg einusinni eða tvisvar hefi látið geð- ofsa stjórna mér, sjá þann heiðurskrans, sem það afrek mundi veita og yrði Guði og hinni 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.