Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 29
KYNJALYFIÐ, 155 nokkur vínber,* nöldraði annar af varðmönn- unum. »Hvað sem um þetta er,« sagði konungur, »þá hefi eg aldrei skipað ykkur að gera það sem eg hefi eigi viljað gera sjálfur,« og án þess að eyða hér uni fleiri orðum greip hann hand- legg svarta þjónsins, bar varirnar að sárinu og saug eitrið út úr því. Þetta vakti kur meðal varðmannanna, sem stóðu þar í kring og þjónninn reyndi með lotningu að aftra kon- ungi frá þessu verki, en hann fór sínu fram hvað sem hver ságði. Jafnskjótt og hann hætti til að draga and- ann, snaraði þjónninn sér frá honum og vafði feta um sárið og gaf til kynna með bending- um að nú væri nóg komið og hann gæti eigi látið það viðgangast að konungurinn sjálfur væri að gera slikt niðurlægjandi varúðarverk. Langi Alan lét nú og til sín heyra og sagði. að væri það alvara konungs að frekar þyrfti að sjúga eitrið úr sárinu, svo væri hann reiðu- búinn til að gera það, og heldur vildi hann eta piltinn með húð og hári, en að konungur væri að sjúga úr þýbornum manni. Neville kom nú inn í tjaldið og nokkrir fleiri hirðmenn og tóku í sama strenginn, er þeir heyrðu hvað konungurinn hafði gert. »Sei, sei, gerið nú ekki slíkt veður út af þessu,* sagði konungur, »nú þegar engin hætta er á ferðum. Sárið er eigi nema barnaglingur, sem naumast hefir snert blóðið. Reiður köttur mundi hafa veitt skæðari rispur. Óþarfi er og að ótlast að eg hafi ilt af þessu. Til varúðar mun eg taka lítið eitt af móteitri, þótt slíkt sé nú ekki nema óþarfi. Annars gerði eg þetta til þess að sýna þessum heimsku slánum á hvern hátt þeir geta hjálpað hver öðrum, þeg- ar huglitlar bleyður ráðast á okkur með blást- urbyssum og eiturörfum. En tak þú þennan svertinga með þér til þinna tjalda, Neville, eg hefi ætlað honum annað ætlunarverk. Rað verð- ur að fara vel með h'ann. en lof mér að hvísla því að þér, að þú gætir þess vel, að hann strjúki ekki úr herbúðunum. Hann hefir meiri mann að geyma en*í fljótu bragði kann að virðast. Þú mátt láta hann hafa fult frelsi, ef þú aðeins sérð um að hann hverfi ekki út úr herbúðunum. — Og þið engelsku kjötætur og drykkjurútar, farið þið nú á vörð aftur og lát- ið í annað skifti ekki tæla ykkur eins og þussa. Munið eftir því, að þið eruð ekki heima hjá ykkur, þar sem menn læðast ekki að óvinum sínum og eru ekki með vinalæti við menn áð- ur en þeir reyna að reka hníf í þá. Heima hjá okkur ferðast hættan eigi í dularklæðum held- ur lætur sjá sig með brugðið sverð og gefur fjandmanninum aðvörun áður en hún gerir honum , aðför. Hér aftur á móti ráðast óvinirnir á ykk- ur með silkiglófum í staðinn fyrir með stál- hönskum, slær ykkur með oddhvössum beltis- spennum presta og hengir ykkur í bolreimum kvenna. Svo út með ykkur og hafið augun opin en munninn eigi stöðugt opinn og mas- andi. Drekkið ekki eins og svampar og hafið betri gát á því, er ykkur er falið að sjá um, að öðrum kosti læt eg draga svo við ykkur kostinn, að þið fáið garnagaul af hungri.* Dátarnir hurfu aftur til varðstöðvanna sneipt- i’r og niðurdregnir. Neville fór fram á það við konunginn að varðmönnunum yrði óvægilega hegnt fyrir gáleysi þeirra og ógætni. Hann kvað það vera hættulegt og gefa ilt fordæmi, að láta slíkt koma fyrir án þess fyrir það væri hegnt. Annað eins og það, að launmorðingja með hnífinn á Iofti væri hleypt inn í konungs- tjaldið, og varðmennirnir skifti við hann orð- um án minstu tortrygni og láti hann svo sigla sinn eigin sjó. Þetta hafði aldrei komið fyrir og væri ófyrirgefanlegt, og fyrir þeíta varð að koma ströng hegning, til viðvörunar og til að vekja eftirtekt þeirra, er væru jafn skeytingar- lausir. Þessum fortölum vildi konungur engan gaum gefa, en sagði aðeins, að hann mundi eigi hegna þessum yfirsjónum strangar en missi enska fánans, sem horfið hafði fyrir þjófnað eða svik. Síðan vék hann sér að svertingjanum og mælti: »Minn ágæti vinur soldáninn hefir ritað mér, að þú hafir þekking á einhverjum 20*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.