Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 40
166
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
»Og er þú sast að fótum hennar Lórengó,
og hún hafði gleymt því í þungum hugsunum
sínum, hversvegna hún hafði gert boð eftir þér,
og þú sast hljóður og beiðst, og yfir þér var
hennar yndislega andlit, fjarlægara í skýjum
drauma sinna eft stjarnan er þér í hæð sinni,
og þó svo nærri augliti þínu, að hver dráttur
var gefinn aðdáun þinni á vald, hver yndis-
lína, hvert litblóm hörundsins í sinni hvítu
kyrð, sínum mjúka, bragandi rósablæ, — var
þér þá ekki sem hún heyrði, þar sem hún
sat, öðrum heimi til en þeim, þar sem þú
beygðir kné í aðdáun, ætti sér annan heim í
hjarta sínu, annan heim kringum sig, þar sem
hugsanir hennar gengu brúðkaupsskrýddar að
takmarki, er þér var ókunnugt, þar sem hún
elskaði langt frá þér og þínu, þínum heim og
öllu því, og dreymdi í fjarska og þráði í
fjarska, og hvergi var neitt rúm að vinna
handa þér í hug hennar — enda þótt þú log-
aðir af þrá eftir því að fórna þér sjálfum sak-
ir hennar, gefa líf þitt, alt, aðeins til þess að
milli þín og hennar skyldi vera þó ekki væri
nema svipur af samhygð, langtum minna en
eining.«
»Já, já, þú veist það, því er þannig farið.
En . . . «
/
1 þessu skokkar gull-græn ferfætla eftir
járnkartarbrúninni. Hún nemur staðar og litast
um. Rófan hvikar . . .
Ef maður gæti náð sér í stein . . .
Gæt þín nú, minn ferfætti kunningi!
Nei, það verður ekki komið á þá höggi,
þeir heyra til steinsins löngu áður en hann
ríður að þeim. Jæja, honum skaut þó skelk í
bringu.
En riddarasveinarnir — þeir voru horfnir
í einum svip.
Hún sat þar svo prúð, bláa Ieikkonan, og
nú lýsti einmitt hin sama, óvitandi þrá í augna-
ráðinu, og væntingarfult óþol i öllum hennar
hreyfingum, hinum óljósa sársaukadrætti um
munninn, bæði er hún sjálf talaði, og miklu
fremur er hún hlýddi á mjúka, djúpa rödd
hins gula sveins, sem flutti henni af veggsvöl-
unum hin storkandi og samt ástlátu orð, með
keim af háði og keim af samhygð.
Og er nú ekki eins og þeir séu báðir
komnir aftur?
Peir eru það, og þeir hafa leikið áfram
leikinn meðan þeir vcru á burtu, hafa haldið
áfram að tala um hina óljósu æskuást, sem al-
drei nemur staðar, en sveimar þreyjulaus um
öll lönd hinna þráandi drauma, alla heima
vonarinnar, veik af þrá eftir að hverfa í heita
glóð einnar, sameinaðrar, máttugra kendar. Um
það hafa þeir talað: Sá yngri með sárum trega,
hinn eldri stöðugt angurværri, — og nú segir
hinn guli, sá eldri, við hinn bláa svein, að
hann skuli ekki vera svo óðfús að endurást
konu taki hann fanginn og haldi honum föstum.
»Nei, trú þú mér,« segír hann, »sú ást er
þú kennir bundinn tveim hvítum örmum, með
tvö augu fyrir þinn nálæga himin og tveggja
vara trygða sælu, hún er of nærri jörðinni og
duítinu, hún hefir haft skifti á hinni frjálsu
eilífð draumanna og hamingju sem mæld verð-
ur í stundum og eldist að stundum. Pví þótt
hún yngist æ aftur, þá glitrar hún í hvert skifti
einum af þeim geislutn, sem glitra í helgi-
Ijómasveig, er aldrei fölnar um draumanna éilífu
æsku. Nei, þú ert hamingjusamurl*,
jNei, þú ert hamingjusamur.* svarar hinn
blái, »heilan heim vildi eg gefa, að eg væri
sem þúl*
Og hinn blái sveinn rís á fætur og heldur
eftir veginum út á vellina, og guli sveinninn
horfir eftir honum með angurværu brosi og
hvíslar fyrir munni sér: *Nei, hann er ham-
ingjusamurN
En lengst út á veginum snýst hinn blái
sveinn enn einu sinni við veggsvölunum og
hrópar, lyftir húfunni: »Nei, þú ert hamingju-
samurlc
Par skyldu hafa verið rósir.
Og svo gæti vel komið dálítil vindhviða
og hrist reglulega skúr af rósblöðum af blórn-
þrungum greinunum, og hvirflað þeim eftir
hinum brottgengna riddarasveini.
Porkell undir Fjalli, þýddi.
----------------