Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 36
162
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
mannflek-i en föruneyti laíknisins. Herklæði
þeijra glömpuðu í morgun sólskininu og var
því augljóst að hér voru Evrópuhermenn á
ferðinni.
Förunautar læknisins litu óttaslegnir til hans,
en lækninum brá hvergi o'g var jafnstiltur og ávalt.
Hann vék sér að tveimur sínum færustu ridd-
urum og lagði fyrir þá að ríða svo nálægt
þessum ókunnum hermönnum, sem þeir sæju
sér fært, og grenslast um liðstyrk þeirra og
vopnabúnað og reyna að gera sér grein fyrir,
hvort þeir mundu fara með frið eða ófrið.
Hættan, sem hér gat verið á ferðum, hafði
sömu áhrif á Kenneth riddara eins og hress-
andi drykkur og vakti hann til meðvitundar um
kringumstæður sínar.
»Er nokkuð að óttast af þessum kristnu
riddurum?« spurði hann lækninn.
»Óttast,« tók læknirinn upp eftir honum
með fyrirlitningu. »Vitringurinn óttast eigi ann-
að en misþóknun himnaföðursins. En af óguð-
legurn mönnum má hann ávalt búast við hinu
versta.«
»En þetta eru kristnir riddarar og vopna-
hléið er ekki útrunnið, því haldið þér þá að
þeir muni ganga á sett grið?«
»Retta eru geistlegir hermenn úr hinni ill-
ræmdu temp!arareglu,« svaraði læknirinn. »Með
eiði hafa þeir heitið því, að haida engin grið
gagnvart Múhamedsmönnuni. Friðarheit þeirra
er sama sem stríð, og sett grið þeirra sama
sem svik og fals. Flestir aðrir höfðingjar, sem
með ofbeldi hafa ráðist inn í Palestína, hafa
þó hagað sér sem siðaðir menn og haldið sín
drengskaparloforð. Ljónið enska gefur grið,
þegar það hefir yfirstigið bráð sína. Björninn
frá Austurríki sefur, þegar hann hefir fengið
fylli sína, en þessir geistlegu hermenn eru eins
og hópur af hungruðum úlfum, hverra blóð-
þorsti þekkir engin takmörk. Nú hafa þeir sent
nokkra léttfæra hermenn út til þess að króa
okkur af og tefja fyrir okkur, þar til þeir koma
með meiri liðsöfnuð, til þess að vinna á okk-
ur, en við svikum þeirra og griðarofi vona eg
að geta séð, því að eg er vanari við hernað í
eyðimörku en þeir.«
Síðan hvíslaði hann nokkrum orðum að
hestasveini sínum, og öll framkoma hans bar
vitni um, að hann mundi einráðinn í að sjá
við aðför templarariddaranna.
Kenneth riddari leit nokkuð öðruvísi á hættu
þá, sem vofði yfir þeim, og þegar læknirinn
sagði honurn að ríða sem næst sér, neitaði
hann því með alvörusvip og mælti: »Parna úti
í eyðimörkinni eru samherjar mínir, sem eg
hefi svarið að berjast með eða falla og eigi
kemur mér til hugar að flýja frá krossinum
undir merki hálfmánans.«
»Pú talar eins og heimskingi,* sagði Ha-
kim. »Ef þú gengir í lið með þeim, mundu
þeir eigi hika við að myrða þig, þótt aldrei
væri í öðrum tilgangi en að dylja, að þeir
hefðu gengið á sett grið og samninga.«
»Pótt svo færi, yrði eg að sætta mig við
þau örlög og vafalaust mun eg hrista af mér
hlekki vantrúarinnar, hvenær sem eg fæ tæki-
færi til þess.«
»Pú vilt þá, að eg neyði þig til að fylgja
mér?«
»Neyða,« hafði Kenneth eftir með gremju-
róm. »Ef þú værir ekki velgerðarmaður minn,
eða að minsta kosti hefðir sýnt, að þú vildir
vera það, og hefðir þú ekki sýnt mér það
traust, að lofa mér að vera óhlekkjuðum, þótt
þú hefðir getað haft á mér handjárn, þá mundi
eg hafa sýnt þér, að enginn hægðarleikur er
að ráða við mig, þótt eg sé vopnlaus.«
»Um þetta er óþarfi að ræða og eyða dýr-
mætum tíma,« sagði læknirinn, og um leið
biés hann í pípu, hátt og skerandi hljóð. Við
þetta merki tvístraðist sveit hans sitt í hverja
áttina út í eyðimörkina.
• Áður en Kenneth riddari gat áttað sig á
því sem var að gerast, hafði Hakim læknir
kipt af honum taumnum á hesti hans og hleypt
sínum hesti og þeim sem hann nú teymdi
undir riddaranum á rjúkandi sprett. Kenneth
riddari var enginn viðvaningur að sitja á hesti,
en aldrei hafði hann komið á bak hesti er hefði