Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 63

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 63
SNJÓKÚLAN. 189 voru spor hennar horfin'og enginn vissi neitt um þau Hans og Rögnu. Með vonglöðu hugrekki hafði hann lagt af stað, þreyttur og kvíðandi, eftir sár vonbrigði, kom hann heim aftur. Hann dróg sig í hlé og skifti sér hvorki af ungum né gömlum. Ragna var farin, og gleðin, starfsþráin og krafturinn var farið með henni. í fyrstu hafði hann lítið næði á heimili sínu, félagar hans komu daglega og vildu fá hann með burt frá heimilinu og draga hann út í óreglu og svall, en minningin um Rögnu, varnaði syndinni, eigi síður en gleðinni, aðgang að hjarta hans, og áður en langt um leið, sáu félagar hans, að tilraunir þeirra voru árangurs- lausar og hættu komum sínum þangað, svo Hákon gleymdist og hann gat i næði lifað með hugraunir sínar og endurminningar. Stormurinn æddi í algleiming úti fyrir. í mörg ár hafði eigi verið þvílíkt hvassviðri, það þeytti öllu lauslegu með sér; tætti upp jörðina og þeytti grjótinu fram og aftur. Áin var eins og hvítfyssandi brotsjór. Snjóskrið- urnar æddu ofan úr fjöllunum og skoluðu öllu sem á vegi þeirra varð á brott með sér. Storm- urinn hristi trén í tryllingi og væru þau gömul og feyskin, rikti hann þeim upp með rótum. Enginn treystir sér út í ofveðrið, — þeir kusu heldur að sitja inni í hlýjum herbergjun- um. Hákon starði út um gluggann. Hann hló þegar stormurinn hristi húsið sem mest. Hon- um fanst að það mundi verða ágæt skemtun, ef þakið fyki af húsinu. Hann sá að ofviðrið greip heljartaki í gamla grenitréð, en stofn þess var rótfastur, svo það gaf ekki eftir. En kári vildi enga mótspyrnu þola í dag. Hann þreif í það tröllauknu taki í annað sinn, og nú þoldi það ekki mátið, en rifnaði upp með rótum og sentist langar leiðir. Hákoni fanst sorgin taka sig síðasta heljartakinu. Hann stóð upp og rétti úr sér. Hann ætlaði, eins og storm- urinn, ekki að þola neina mótspyrnu framar. »í þá áft er stormurinn blæs, ætla eg að halda,« sagði hann upphátt. »Eg ætla að verða honum samferða, — ef til vill þekkir hann betur leiðina en eg.« Hann kallaði á frænda sinn, er var hjá hon- um, og fal honum umsjón jarðarinnar. Hann tók alt það fé, er hann hafði við hendina og hélt af stað í sömu átt og vindurinn. Ofviðrið lægði, en hægur andvari vísaði honum veginn, Hákon fylgdi honum bygð úr bygð, en hvergi varð hann Hans eða Rögnu var. Sumarið leið hjá, og veturinn gekk í garð með kulda og fannkomu, og hvíldarlaust hélt Hákon áfram eftir leiðsögu vindsins. Hann hitti margar fagrar meyjar á leið sinni, en Ragna var eigi meðal þeirra. »Meðan fæturnir megna að b^a mig, sný eg ekki heim aftur, því eymd og hegning bíða mín þar. En hver verður að þola það, er hann hefir til unnið,* sagði Hákon kvöld eitt í októ- ber. Hann nam staðar fyrir framan lítið gestgjafa- hús, þar hvíldist hann um nóttina. Daginn eftir ætlaði hann aftur af stað. Regar morgna tók blés vindurinn í sömu átt og hann hafði komið úr. »Dutlungafullur og óáreiðanlegur er storm- urinn, hann er eins og huldumeyja, er tælir menn afvega, — en úr því eg hefi valið mér hann fyrir leiðsögumann, verð eg að fylgjast með hon- um,« tautaði hann, og hélt svo til baka sömu leið og hann hafði komið. Veður var allhvasst þann dag, fannkoma nokkur og nærri eins dimt og um hánótt, þrátt fyrir það hélt hann ósleitilega áfram. Myrkrið skall á fyr en ugði. Regar langt var liðið á kvöldið, hafði hann engan hvíldar- stað fundið. En alt í einu lygndi, snjórinn féll máttlaus til jarðar, — loftdansi hans var lokið. Hákon stóð á vegamótum og var i efa um, hvora leiðina halda skyldi, því enginn andvari leiðbeindi honum, hann tók upp vasa- klút sinn og breiddi úr honum sem væri hann segl, en hann bærðist eigi. Hákon stappaði fætinum í jörðina og hrópaði í reiði: *Lélegur Ieiðsögumaður hefir þú verið, eg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.