Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 18
144 NÝJAR KVÓLDVÖKUR. »Rað er skrítið uppátæki,* sagði frú Lund. »Þú heldur þó ekki að við séum orðin blá- fátæk alt í einu?« »Nei, guði sé Iof, það veit eg vel að þið eruð ekki. En eg hefi gilda ástæðu, sein eg mun síðar segja þér frá, gerðu þetta bara fyrir mig í þetta sinn.« »Hefði ein'nver önnur en þú, beðið mig um þetta, hefði eg stórreiðst við hana, en eg get aldrei reiðst þér. Og ef þig endilega Iangar til að gjöra þetta, er best þú fáir það, þó mér sé ómögulegt að skilja, hvaða ástæður eru fyrir þessari beiðni. Hvenær má eg svo vonast eftir að fá brauðið frá þér?« »Á föstudagskvöldið; og það er satt, það er eitt, sem þú mátt leggja til, nefnilega smjör- ið, því það bý eg ekki til sjálf.« »Þá er þetta afgert mál. Raunar má mér þykja vænt um þetta, því enginn býr til eins góðan mat eins og þú. Vertu sæl.« Svo fór frú Lund, ærið undrandi með sjálfri . sér yfir þessu uppátæki hjá hinni hæglátu vin- konu sinni. Undirbúningurinn tókst ágætlega. Brauðið varð bæði fallegt og bragðgott, og enginn hafði getað haft sætmetið betra, og rjómabúð- ingurinn var óviðjafnanlegur. Ait var sent ti! frú Lund á föstudagskvöldið, og Iaugardegin- um gat Soffía eytt öllum til að sjá um bún- ing sinn. Hún var regluiega falleg þetta kvöld, aug- un Ieiftruðu eins og stjörnur, kinnarnar voru rjóðar af eftirvæntingu um, hvernig þetta mundi alt fara og hvort bragð hennar mundi hepnast. Hún var svo vel og smekklega klædd að öllum kom saman um, að hún væri fegursta konan í samsætinu. Maður hennar hugsaði víst það sama með sjálfum sér, þótt merkilegt væri mintist hann ekki einu orði á búning hennar eða útlit, en virti hana oft fyrir sér ánægjulegur á svip. Alt fór vel fram. Maturinn var ágætur og var alment hrósað og undrun látin í Ijós yfir gæðum hans. Fyrst framan af mintist hr. Stær ekkert á hann, svo kona hans fór að verða hrædd um að bragð hennar mundi eigi verða að tilætluðum nótum, én loks, henni til mikillar ánægju, byrjaði hann: »Frú Lund, þér eruð í sannleika, snillingur í að baka fínt brauð. Þvílíkar tvíbökur og því- líkar smákökur, hefi eg aldrei bragðað, hvernig getið þér gjört þetta svona vel ?« Soffía og frú Lund litu hornauga hvor til annarar, án þess nokkur tæki eftir. »Það er í sannleika hamingjusamur maður,« hélt hr. Stær áfram, »sem á konu, sem getur bakað þvílíkt brauð. Soffía, mér þætti gaman að vita af hverju það stafar, að allar konur geta ekki lært þessa list, sem frú Lund notar, við að baka og búa til margbrotinn mat. Pú hefir tekið þér fram í seinni tíð það verð eg að játa, en ef þú gætir lært að baka eins gott brauð og frú Lund, þá væri sá maður hamingjusam- ur, sem ætti þig fyrir konu.« Frú Lund og Soffía litu hvor til annarar, og alt í einu skyldi sú fyrnefnda samhengið í öllu, og fyr en varði brustu þær báðar í hlátur. Hr. Stær leit forviða í kringum sig. Hann var maöur með mikið sjálfsálit. Hvað í ósköp- unum gekk að þessum tveim stiltu konum, að þær fóru alt í einu að hlæja yfir því, að hann kom með svo alvarlega og skynsamlega athuga- semd. Og hvernig gat Soffíu dottið það í hug að gleyma þeirri virðingu, sem henni var skylt að bera fyrir manni sínum. Hann var farinn að r.oðna af reiði, þegar frú Lund, sem sá að Soffía var farin að verða hrædd við endirinn á þessum leik, kom hjón- unum til hjálpar. »Hr. Stær,« sagði hún, »það gleður mig að þér eruð ánægður með þennan ágæta mat, því það er alt verk konu yðar, svo eftir yðar dómi eruð þér einhver hinn hamingju- samasti maður.« Við þessi orð fóru allir að skellihlæja og hr. Stær, sem sá að heimskulegt væri að reið- ast öllu þessu fólki tók það ráð, að taka und- ir hlárurinn. Að samsætinu loknu héldu allir heim til sín í ágætu skapi, og Jóhann Stær fór heim með þann lærdóm er að gagni kom, enda er nú varla nokkur maður þar í sveit, sem léttara er að gjöra til hæfis en honum. Ætli það séu ekki fleiri giftir menn, sem hefðu mjög gott af að ieggja frásögn þessa á minnið ? Endir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.