Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 68
194
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Svo uppgötvaði hann, að þarna í klúbbn-
um voru fleiri tegundir af hákörlum. Fram-
koma hans við Holdsworty, var þó líkari því,
að hann væri bróðir hans og bar hann meira
traust til hans, en annara klúbbsfélaga. Gaf
hann honum oft góð ráð og kom honum
stundum á framfæri, ef tækifæri gafst. Pessi
vinur hans átti skrautlegt og ágætt heimili í
nánd við Menlo-garðinn, var Harnish þar tíð-
ur gestur og dvaldi þar stundum yfir helgar,
frá laugardegi til mánudags. Vinur hans lifði
þar með fjölskyldu sinni, í svo mikilli einingu
og friði, að Harnish hafði ekki áður dreymt
um, að svo ástríkt og indælt heimilislíf gæti
átt sér stað. Holdsworty ræktaði mikið af bióm-
trjám og fékst og við fuglarækt. Pessi tvö
viðfangsefni tóku mjög upp tíma hans, og
Harnish var það og mikil ánægja að taka öðru
hvoru þátt í þessari starfsemi hans, sem trygði
vinasarnbandið á milli þeirra. »Hann er vel
efnaður verslunarmaður, sem gerir sig ánægð-
an með smávinninga, en er ekki svo ágjarn,
að hann hafi hvöt til að velta sér út í stór-
vægilegt fjárglæfrabrall,* var dómur Harnish um
hann.
Einu sinni þegar Harnish sat heima hjá
honum, í góðu yfirlæti, vakti Holdsworty máls
á því við hann, að það myndi vera gróðavæn-
legt fyrir hann, að leggja nokkurt fé í tígulsteina-
verksmiðju í Cylen Hallen. Harnish hlustaði
með eftirtekt á skýringar vinar síns um þetta
mál, og honum skildist svo, að gróðavænlegt
mundi vera að taka þátt í þessu fyrirtæki, það
einasta, sem hann hafði við þetta að athuga,
var, að þetta væri svo óverulegt, og lægi eig-
inlega fyrir utan það verksvið, sem hann hafði
hugsað sér að vinna á, það var því einungis
fyrir vináttu við Holdsworty,[að hann lofaði að
leggja fje í þetta fyrirtæki, eftir að hinn hafði
skýrt honum, frá að hann ætti sjálfur fje þarna
standandi og hann áliti fyrirtækið mjög arð-
vænlegt. Harnjsh lagði þegar fram 50,000
dollara, sem var það fje, sem vinur hans ósk-
aði eftir, að hann legði til. Síðar sagði hann
brosandi: »Eg var gabbaður, á því er enginn
efi, en það var eiginlega ekki Holdsworfy sem
gerði það, heldur bölvaðir ungarnir hans og
blómsturtrén.«
Af þessu gat hann lært, að fáum myndi
treystandi í viðskiftaheiminum, gestgjafa vinátt-
an var ekki mikils metin gagnvart ónýtri tígul-
steinaverksmiðju og 50,000 dollurum í pen-
ingum. Eftir þetta komst sú skoðun inn hjá
honum, að allir þessir margkynjuðu hákarlar,
syntu einungis á yfirborðinu, en niður í djúp-
inu mundi mega finna tállaus viðskifti og
áreiðanlega menn.
Hinir stóru iðnaðarkongar og peningabur-
geisar mundu því vera þeir menn, sem eitt-
hvað væri eigandi við, þar mundi ekki vera
rúm fyrir smásmyglis fjárdrátt og svik. Af smá
mennum, væri aðeins hægt að eiga von á því,
að í vináttuskyni væru menn narraði til að
kaupa verðlausar verksmiðjur, en í viðskiftum
miljónamæringanna, mundi slíkt ekki þykja ó-
maksins vert. Þar væri allur. hugurinn við að
bæta landið og auka verðmæti þess, með því
að rækta það og vinna málma úr skauti þess,
bæta vegi og auka járnbrautir. Peir menn, sem
við þetta fengjust, mundu spila hátt, en heið-
arlega.
Afleiðingar af þessari skoðun hans, var sú,
að hann einsetti sér að Iáta þessa smáu fjár-
málamenn, eins og Holdsworty, sigla sinn eig-
in sjó og eiga ekkert við þá í framar. Yfir-
borðsvináttu hélt hann þó við suma þeirra,
en vildi þó engan þált taka í fjármálaspilum
þeirra. Svo fór hann að skygnast eftir tækifæri
til að komast inn í stórbrall miljónamæringanna.
var það af hendingu, að hann hitti hinn
mikla mann, Jón Dowsett. Hann hafði ferðast
til eyjanna Catalina í fjármálaerjndum, og komst
þaríkynni við Jón Dowsett, sem hvíldisigþar
nokkra daga á ferð sinni vestur að Kyrrahafinu.
Dowsett hafði heyrt getið um Klondyke konung-
inn og hinar þrjátíu miljónir, sem fregnirnar
sögðu, að hann myndi hafa handa í milli. Það
var nóg til þess að þessi mikli maður kom
því svo fyrir, að vinátta hófst milli hans og
Hamish. Dowsett hafði jaegar komið til hugar