Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 32
158 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. dauðahegningar, fyrir svik eða annan glæp, þá aðhefst hann eitthvað það, sem gerir mig honum sérstaklega skuldbundinn og gerir mér það gagn sem yfirgnæfir brot haus, ogbindur mig svo við borð, að eg hlýt að láta hegn- ingu hans falla niður. Eins og þú skilur, er aðal vald mitt sem konungs á þennan hátt frá mér tekið, þar sem eg hvorki get launað né hegnt eins og í raun og veru ætti við. A með- an eg er undir áhrifum þeirrar stjörnu, er þessu hefir til leiðar komið, vil eg ekki segja annað um bæn svertingjans, en að hún er ákaflega djörf og alt að því ósvífin, og það vissasfa, sem hann gæti gert, til þess að ávinna sér aftur hylli vora, er að benda á þann seka í fánaráninu. En eins og eg þegar hefi falið þér, NeviiJe, verður þú að gæta hans vel, og fara að öllu leyti vel með hann. Og eitt enn þá,« bætti konungur við og hvíslaði í eyra Neville: »Getur þú eigi náð í þennan einbúa frá Engaddi ? Hepnist þér að finna hann, þá færið hann þegar hingað. Hvort sem hann er helgur maður eða heiðingi, vitringur eða vit- firringur, þá vil eg fá hann til viðtals í ein- rúmi.« Neville laut konungi og sneri til brott- göngu, hann gaf svertingjanum bendingu um að fylgja sér. Hann var mjög undrandi yfir því, sem hann hafði heyrt og séð, einkum þó yfir hinu kynlega háttalagi konungs. Venjulega var það ekki erfitt að átta sig á því, hverjar fyrir- ætlanir konungur hafði í huga, þótt ráð hans einatt væri nokkuð á reiki, og hinir æstu geðs- munir hans hefðu oft þau áhrif, að hann breytti sínum fyrirætlunum skjótara en nokkur vind- hani snýst fyrir breyttri vindstöðu. En að þessu sinni virtist hann hikandi og dularfullur, og það var ekki létt að átta sig á því hvort það var vinátta eða tortryggni, sem faldist í tilliti því, sem hann við og við sendi svertingjanum. Sú hjálp sem kommgurinn með svo miklu lítil- læti og ósérplægni hafði sýnt svertingjanum með því að sjúga eitrið úr sári hans, virtist vega móti þeim bjargráðum, er svertinginn hafði látið honum í té með snarræði sfnu, að koma í veg fyrir að Tyrkinn veitti honum til- ræði með morðkuta sínum. Grunur hafði vakn- að hjá Neville um, að konungur og sverting- inn mundu eiga einhverjar eldri sakir óupp- gerðar og þeim fyrnefnda myndi eigi vera fylli- lega ljóst hvor þeirra stæði í skuld eða ætti inneign. Hinsvegar þóttist Neville viss um, að svertinginn skyldi ekki ensku, því hann hafði athugað hann vandlega undir síðustu viðræðu sinni við konung og engri svipbreyting séð bregða fyrir hjá honum, það þótti honum ó- eðlilegt hefði hann skilið ensku, þar sem svo mikið var talað um hann. Hitt var honum hul- in ráðgáta, hvernig pilturinn hefði lært að rita Frakknesku. TUTTUGASTI KAPÍTULI. Nú víkur sögunni til þeirra viðburða, sem gerðust á undan þeim, er skýrt er frá í síðasta kapítula. Hinn ólánsama Kenneth riddara hafði Rík- arður konuugur gefið arabiska lækninum sem ófrjálsan mann, og með þeim skilyrðum, að hann hefði hann ineð sér á brott úr berbúð- unum. Riddarinn fór með lækninum til tjald- anna, þar sem fylgdarlið hans og farangur beið hans. Pað hvíldi deyfð og drungi yfir riddar- apum og hann var í svipuðu ástandi og sá maður, sem hrapað hefir fyrir björg, með eigi annað fyrir augum, en opin dauðann, en svo fyrir ófyrirsjáanleg atvik kemst lífs af. Jafnskjótt og Kenneth kom inn í tjald læknisins, fleygði hann sér þegjandi niður á buffeluxaskinnsdýnu, sem honum var vísað á. Hann greip höndum fyrir andlit sér pg andvarpaði og stundi eins og hjaita hans ætlaði að springa. Hakim lækn- ir gerði þær fyrirskipanir til manna sinna, að hafa alt ferðbúið í dögun næsta morgun og hann fór sjálfur að vkina að þeim undirbún- ingi. Sorg riddarans hrærði hann þó brátt, svo hann hætti að vinna og settist við hvílu hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.