Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 9
KYNJALYFIÐ, 135 Og hrópin utan að æstu enn meir stríðs- þrána inn í tjaldinu. Feir, sem enn voru á báðum áttum, fundu að þeim óx trú á mark- mið sitt. Ekki var i mál takandi annað, en hefja herferðina áfram til Jórsala, þegar vopna- hléð væri útrunnið, og nota tímann þangað til, til þess að bæta hersveitirnar. Krossfarahöfðingjarnir höfðu nú brátt ráðið ráðum sínum og skildu síðan. Flestir virtust þeir ákafir og einráðnir að vilja halda að hiuu glæsilega marki. En ákafi þeirra kulnaði þó smámsaman, og þeir voru til, sem aldrei höfðu orðið gripni af honum. Og til þeirra mátti telja Konráð greifa og stórmeislarann. Peir höfðu orðið samferða til fjalds síns. Báðir voru þeir i þungu skapi og óánægðir með viðburðina, sem gerst höfðu. *Eg hefi altaf sagl þér,* mælti stórmeist- arinn, með venjuiega kalda hæðnishreimnum í röddinni, »að Ríkarður mundi rífa veigalausa netið, sem þú lagðir fyrir har.n, eins og Ijón- ið rífur kóngulóarvefinn. Rú veist, að hann þarf ekki annað en að opna munninn, til þess að þessir ráðreikulu heimskingjar þyrlist kringum hann, ef hann andar á þá, eins og hvirfilvind- urinn, sem hremmir laufblöðin, sópar þeim saman eða sundurdreifir þeim eftir geðþótta sínum.« »En þegar storminn lægir, falla blöðin til jarðar aftur,« mælti Konráð. »En skilurðu ekki,« mælti templarariddar- inn, »að hættan er enn ekki yfirstigin, jafnvel þólt þessar nýju bollaleggingar fari forgörðum, og hver furstanna fái að fara eftir sínu eigin höfði? Með því að sættast við og ganga í bandalag við soldáninn, getur Ríkarður ennþá orðið konungur í Jórsölum. Rú þóttist þó viss í því, að hann mundi neita því harðlega að eiga nokkur slík mök við Saladín.« »Við nafn Múhameds! — því að nú eru kristin blótsyrði ekki lengur í tízku — heldurðu að hinn mikilláti Englakonungur muni vilja blanda blóði við heiðinn soldán. Eg ætlaðist til með þeirri uppástungu minni, að hann fengi andstygð á öllu því braski. — En hvort held- ur Ríkarður verður æðstur okkar vegna sættar eða hann sigri, kemur i sama stað niður fyrir okkur.« »Rrátt fyrir alla stjórnvizku þína, hefir þú nú gert aðeins ilt verra. Eg veit nú belur, hvernig skapi hans er farið af ofurlitlu, sem erkibiskupinn sagði mér. — Og svo meisfara- bragð þitt við fánann! — En það varð minua úr árangrinum af því, heldur en þessar fáu álnir af útsaumuðu silki áttu skilið. — Eg vil segja það eins og er, Konráð greifi, að ráð- snilli þín fer óðum þverrandi. Og eg vil ekki oftar nota vélræði þín, en halda mér að þeim, sem eg fæ sjálfur smíðað. Heyrðu — þekkir þú ekki þjóðflokk þann, sem Saracenar nefna Karegita?« »Jú, það held eg. Rað eru frávita trúvill- ingar, sem horfa ekki í að láta lífið til þess að útbreiða trú sína — svona eitthvað svipað templarariddurum, að því undanskildu, að það hefir ekki heyrst enn, að þeir hafi látið lenda við orðin tóm.« »Burt með alt glens,« sagði munkurinn höstugur. »En það skaltu vita, að einn þess- ara Karegita, hefir rilað nafn þessa eyjarkon- ungs á minnisblað sitt meðal þeirra morðráða, sem liann hefir svarið að framkvæina, og mun kljúfa höfuð hans við fyrsta tækifæri sem eins hins hættulegasta fjandmanns trúar sinnar.« »Reglulega gáfaður heiðingi,« mælti Kon- ráð. »Mætti Múhamed gefa honum sælu Para- dísar sinnar að launum.« »Menn mínir tóku hann höndum í herbúð- um okkar, og hann meðgekk fyrir mér áform sitt.« »Jæja — Guð fyrirgefi þeim, sem hindraði þenna gáfaða Karegita í að framkvæma áform sitt.« »Hann er minn fangi,« mælti templararidd- arinn. »Og hann nær ekki tali af nokkrum öðrum en mér, eins og þú skilur; — en það ber mjög oft við, að fangelsin eru ófullnægj- andi og ótraust — — « »Festar og bönd slitin og lásar brotnir og — fanginn horfinn,« greip greifinn fram í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.