Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 47
SNJÓKÚLAN.
173
um, sem hún hefir átt og klæðst. Hákon sagði
að það væri synd að láta þetta fúna og möl-
jetast, sem önnur börn gætu haft gleði og not
af, og drengurinn hefir ætíð á réttu að standa.«
Ragna leit fyrst á fötin og síðan á Ingi-
björgu, síðan hvarflaði hún augunum til Há-
konar, sem sat við gluggann. Hún mætti hinu
rólega og drengilega augnar^ði hans, og áður
en hún þakkaði fyrir sig, stökk hún til föður
síns og fal höfuðið við brjóst hans og fór
að gráta.
»Retta er lélegt þakklæti,« sagði Ingibjörg.
Ragna leit upp, þurkaði tárin úr augunum og
sagði fastmælt:
»Kæra þökk fyrir fötin,— mér komu þau afar-
vel, — — eg grét bara af gleði.« Svo leit
hún niður á gamla kjólinn sinn og strauk hann
blíðlega, eins og hún væri að skilja við gaml-
an vin og flýtti sér svo út. Hún klifraði upp
í hæsta tréð, sem hún kom auga á, — gamla
kjólnum gerði það ekkert til, — og sat þar og
horfði yfir umhverfið, sem hvildi svo friðsælt
í faðmi vetrarins. Hún gætti ekkert hvað tím-
inn leið og varð ekki kuldans vör. Hugurhenn-
ar var allur á reiki, svo hún náði eigi föstum
tökum á neinni hugsun. Hún hrökk upp af
leiðslu við það að heyra Hákon tala, og rendi
sér þá undirleit niður úr trénu.
»Andarunga er hægt að gera ófleyga,* mælti
,hann brosandi, »en það er ekki til neins að
stýfa flugfjaðrirnar á erninum, þær vaxa aftur
og fuglinn hefur sig enn hærra upp á móts við
'skýin. — Pabba þínum er farið að lengja eftir
þér. Komdu nú góða.«
Ingibjög mætti henni í dyrunum. Pað átti
að vera skemtun þar um kvöldið, og ef Ragna
ætti að geta tekið þátt í henni yrði hún að líta
ögn betur út, og umyrðalaust leiddi Ingibjörg
hana inn í svefnherbergi sitt.
»Hákon vill að þú lítir ekki ver út en hin-
ar telpurnar, svo nú verður þú að þvo þér,
og verða falleg stúlka.
Strax og Ragna hafði lokið að þvo sér, tók
Ingibjörg skærin og klipti miskunarlaust mikla,
dökka hárið hennar. Ragna mælti ekki orð en
grét heitum tárum að skilnaði.
Fötin af Helgu sálugu fóru Rögnu eins vel
eins og þau hefðu verið sniðin á hana. Ingi-
björg virti hana fyrir sér með tárin í augunum.
Ragna stóð fyrir framan hana, hún var' mjög
föl og varirnar skulfu, Ingibjörg lagði blíðlega
höndina á nýklipta höfuðið og fór sfðan út úr
herberginu.
Pegar hún var farin, kraup Ragna niður og
virti fyrir sér hárið, sem lá þar á gólfinu, og
brast í grát. Svo tók hún gömlu fötin saman,
vafði þau í böggul og fór út. Hún faldi bögg-
ulinn í sleðanum gamla og gekk svo inn í stof-
una.
Par var gleðin byrjuð. Jafnskjótt <pg hún kom
inn leit Hákon á hana og brosti, og því leng-
ur sem hann virti hana fyrir sér, því erfiðara
átti hann með að halda hlátrinum í skefjum.
Pað var fleirum en honum, sem kom hún kát-
lega fyrir sjónir. Hún hafði aldrei verið reglu-
lega falleg, en fjörið og glaðværðin hafði bætt
upp það sem á fegurðina skorti. En nú stóð
hún þarna á miðju gólfi, teinrétt og alvarleg,
eins og myndastytta, með snoðklipt höfuðið og
starði út í loftið eins og fáráðlingur. Allir fóru að
skellihlæja og hláturinn buldi á Rögnu eins og
óveður, henni fanst eins og kuldanepja næddi
í gegn um hana. Hún horfði hálfringluð í kring
um sig, svo var eins og líf færðist í haua, hún
flýtti sér út í arinskotið til föður síns og fleygði
sér í faðm hans. Hans klappaði henni blíðlega
á kollinn og talaði hughreystingarorðum til
hennar. lngibjörgu féll þetta atvik illa, og bað
hljóðfæraleikarann að taka til starfa. Dansinn
byrjaði og allir gleymdu Rögnu. Pegar hún
sá að henni var ekki lengur veitt athygli, dró
hún andann léttara, þrýsti hönd föður síns og
læddist svo lítið bar á út úr stofunni.
Strax og hún var komin út fór hún að
leita að Sám. Hún vissi að hann mundi ekki
hlæja að henni. Honum þótti jafnvænt um
hana hvernig sem hún leit út. Hún vafði hand-
leggnum utan um hálsinn á trygga dýrinu og
hvíslaði að honum því, sem þyngdi hjarta