Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 34
160 NÝJAR KVÓLDVÓKUR. eftir þetta, því hann fann að hesturinn var eigi éins fólviss og hann var Iéttur í spori og fót- hvatur. »Ressi hestur,< sagði læknirinn, »er sem ímynd mannlífsins, þegar hann töltir sem Iéttilegast og hraðast, þarf sá er á honum sit- ur að vera viðbáinn að gæta taumhaldsins, svo hann ekki hnjóti eða detti með hann. Eins erþað, að ef oss auðnast að ná hnjúkum ham- ingjunnai1, verðum við að gæta að oss og fara varlega, að óhöpp og slys verði oss eigi að hamingjutjóni. Þegar menn hafa etið yfir sig, fá menn í bráð óbeit á öllum mat, jafnvel hinum lost- ætustu hunangskökum. Pannig Var það með hinn heillum horfna Kenneth riddara, sem ó- gæfan hafði lamað og auðmýkt, hann varð óþol- inmóður yfir því að heyra, að hinar raunalegu kringumstæður, sem hann var kominn í, skyldu gefa tilefni til að farið var með og beint að honum ýmsum fornum spakmælum urn óstöðug- leika hamingjunnar. »Mér finst,« sagði hann með gremjuróm, »að óþarfi sé að minna mig á hverflyndi ham- ingjunnar, en eg er yður þakklátur, Hakim læknir, að þér hafið fengið mér þennan reið- skjóta, að hann gæti kollhlaupið sig svo greini- lega, að hann og eg hálsbrotnuðum.* Læknirinn benti Kenneth á, að betur hent- aði honum að hafa roskinn hest, því jafnæfð- ur hestamaður þyrfti eigi neinn fjörgapa, og þótt hestur hans væri fyrir aldurssakir eigi laus við að vera dálítið hnotgjarn, væri hann þó enn öllum hestum fljótari ef á reyndi.« Ressu svaraði Kenneth engu og féll svo talið niður. »Hassan,« hrópaði nú læknirinn, »hefir þú ekkert til að stytta oss stundir með?» Hassan þessi, sem var skáld og sögumað- ur, varð upp með sér yfir því að til hans var ieitað: »Voldugi herra í musteri lífsins,* sagði hánn og sneri sér að lækninum. »Rú, sem með tilliti þínu rekur engil dauðans á flótta, þú sem ert vitrari en Salomon Davíðsson, sem f innsigli sfnu hafði greiptan töfrastafinn, er veitti honum vald yfir forföður andanna. Him- ininn varðveiti þig frá því að skugga beri á veg þinn fyrir skort á söngum og sögu, svo lengi sem þú Ieggur leið þína yfir vegi vel- gerðanna og stráir lífsvon og Iæknishjálp með- al meðbræðra þinna. En vita máttu, að meðan eg auðmjúkur þjónn þinn er í fylgd þinni, mun eg fiska upp úr djúpi minnis míns nokkra fjársjóði, sem munu hressa og fjörga eins og uppsprettulindin, sem svalar þeim er að henni bera.« Eftir þennan skáldlega inngang, brýndi Hassan raustina og byrjaði á sögu, sem aðal- efnið í var galdra og ástaræfintýri, komu þar fram göfuglyndar hetjur og var frásögnin skreytt með mörgum persneskum vísum og kvæðum, og virtist Hassan vel heima í þeim skáldskap. Fylgdarlið læknisins, annað en það, sem bundið var við úlfaldalestina, þyrptist kringum sögumanninn í svo þét^an hnapp sem mögu- legt var. Allir hlustuðu hrifnir, því slíkar sög- ur hafa ávalt verið eftirsótt andans fóður fyrir Austurlandabúa. í öðrum kringumstæðum mundi Kenneth riddari, þrátt fyrir það þótt hann engan veg- inn skildi málið til hlýtar, hafa verið eftirtekt- afsamur áheyrandi. Rótt sagan beri vitni um fremur stórkent ímyndunarafl, voru þó í henni fastir drættir og skyrar myndir, og að sumu leyti minti hún á ástasöngvana, sem þá voru svo mjög í tísku í Evrópu. En riddarinn var nú í þeim kringumstæð- um, að hann gaf því lítinn gaum, þótt þessi sögumaður í fulla tvo tima væri að fara með sögur og kvæði í nánd við hann, var þó eigi hægt að segja annað, en að Hassan leysti hlut- verk sitt vel af hendi. Pótt Kenneth riddari váeri naumast mönn- um sinnandi á þessu ferðalagi, tók hann þó eftir því meðan á sögu- og kvæðalestrinum stóð, að hundur var að ýla í einni úlfaldaklyf- inni og þekti hann þar rödd Rosvals. Hann var lokaður inni í kassa og var auðheyrt að hann hafði orðið var við fyrverandi húsbónda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.