Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 15
AMMA.
141
hélt eg því, að hún væri úr allri hættu, nema
ef vera kynni ótraust við landið hinumegin. En
alt í einu sá eg, að hún stansaði, og eins og
horfði til baka eða litaðist um. Síðan hörfaði
hún aítur á bak fáein spor, baðaði út hönd-
unum eins og hún væri að missa jafnvægið,
og seig síðan hægt og hægt niður í ána.
A meðan þetta var að gerast, var eins og
mér yrði dimt fyrir augum, óg mér fanst hjart-
að hætta að hreyfa sig í brjósti mér. Og voða-
legri hugsun slóg niður í hug minn. Mér datt
í hug, að þetta hefði henni verið mátulegt. Eg
skyldi ekki hreyfa hönd eða fót til þess að
reyna að bjarga henni. Parna væri hún best
komin. Nú gæti eg átt unnusta hennar. En þá
kom mér jafnframt í hug ásetningur minn í
hvamminum um nóttina. Og þá var eins og
mér væri hrundið út úr dyrunum. Og í einu
vetfangi var eg kominn niður að ánni, þar sem
stúlkan hafði lagt út á hana.
Alt þetta gerðist fljótara en frá verði sagt.
Og var þvf ekki liðinn nema örstuttur tími frá
því að hún hvarf niður í ána og þar til eg
hljóp út að vökinni, sem mér fanst gína við
mér eins og gröf.
Eg hugsaði lítið um það á leiðinni, hvað
heimskulegt þetta var í raun og veru af mér.
Þó stúlkan væri enn í vökinni, þá var sjálf-
sagt lítil von til þess að eg gæti bjargað henni
einsömul og tómhent. Og svo gat jafnvel far-
ið, að eg hlypi með þessu út í opinn dauð-
ann. Eg gat tæplega búist við því, að það
héldi mér, sem ekki hafði haldið henni. En
ekkert af þessu 'kom mér í hug. Eg hljóp á
skelþunnum ísnum með þá hugsun eina að
reyna að bjarga hamingju mannsins, sem eg
hafði einum unnað. Og þegar eg sá ydda á
höfuð stúlkunnar í vökinni, herti eg mig enn
meir, ef nokkru hefði verið við að bæta.
En þegar eg kom, voru kraftar hennar að
þverra. Hún hatði aðeins staðið botn og
geta haldið sér í vökinni með því að grípa um
skörina. En nú var hún að uppgefast fyrir kulda
og þreytu, því áin var straumþung þarna.
Eg stiklaði þarna á vakarbarminum eins og
trylt manneskja. Eg hélt, að eg mundi, ef til
vill, gera enn þá verra, ef eg snerti hana nokk-
uð. Og mér fanst sem skörin mundi þá og
þegar brotna undan mér einni hvað þá, ef hún
bættist við. En í einhverju dauðans ofboði
þreif eg í handleggi hennar og fekk dregið
hana upp úr. Fanst mér sem einhver yfirnátt-
úrlegur kraftur væri þar að verki með mér.
Hún var svo máttfarin, að hún gat ekki
gengið ein. Varð eg því að leiða hana til lands.
Pað brakaði og brast í ísnum og lautaði und-
an fóturn okkar.
Þegar við áttum eftir fá fet að bakkanum,
brotnaði ísinn undan okkur á löngu svæði. Eg
gat hrundið stúlkunni áfram, svo hún náði sér
í bakkann, en við það hröklaðist eg sjálf ofan
í. En um leið og eg var að hverfa niður i
ána, sá eg tvo af vinnumönnunum koma hlaup-
andi ofan frá bænum. Svo misti eg meðvit-
undina.«
Ef við krakkarnir, hefðum ekki séð ömmu
þarna ljóslifandi fyrir augum okkar, heyrt rödd
hennar og fundið hreyfingu hennar, þá hefð-
um við sennilega öll farið að gráta af því að
missa hana þarna niður um ísinn. En nú verð-
um við að trúa því, að hún hefði bjargast upp
úr á einhvern hátt.
En nú dirfðumst við ekki að ýta undir hana
eða láta nokkuð frá okkur heyra. Okkur fanst
þvílík helgi hvíla yfir þessu verki ömmu, að
við mættum ekki truíla frásögnina um það með
innskotum og spurningum frá okkur. Og í
meðvitund okkar hafði hún hækkað og stækk-
að svo mikið, að hún var komin langt upp
fyrir húsdýrin; hún var meira að segja farin
að nálgast pabba og möminu. Og lengra var
ekki hægt að komast í vegsemd og tign, í
augum okkar.
»þegar eg raknaði við aftur,* tók amma
til máls eftir stundarbið, »voru margir dagar
liðnir. Eg var búin að liggja með óráði, svo
tvísýnt þótti um líf mitt. En þegar eg staui-
aðist á fæturnar, var annar nokkru styttri. Hafði
lærleggurinn brotnað, þegar eg féll á skarar-
röðina og seig niður. Síðan hef eg verið hölt