Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 70

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 70
196 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 2. KAFLI. Áður en langir tímar liðu, ferðaðist Elam F'arnish til Nýju Jórvíkur. Orsökin til þeirrar ferðar. var stutt vélritað bréf frá Jóni Dow- sett, en það var eins og rafurmagnsstraumur gengi í gegnum Harnish, við að lesa það. Rað vakti upp hjá honum endurminningar frá Temp- as Butte, þegar hann var drengur á 15. ári, og frægur spilamaður Tómas Galsworty, hafði kallað til hans, eitt sinn, þegar hann vantaði fjórða mann að spila: »Kom þú hingað strák- ur, og lofacu okkur að sjá, hvort þú gelur haldið á spdum. Hið sama tilfinningarstolt streymdi þá í gegnum hann og nú. Hinar vélrituðu Iínur virtust þrungnar af dularfullu leyndarmáli. »Fulltrúi vor, herra Howison, mun koma til yðar á gistihöll yðar, þér megið reiða yður á hann. Við megum ekki sjást saman — að svo komnu — það mun eg geta gert yður skiljanlegt, þegar við síðar megum tala sam- an,« stóð þar. Elam Harnish las bréfið hvað eftir annað, hann fann að honum var boðinn þátttaka í hinu stóra fjármálaspili, önnur gat ekki verið ástæðan fyrir því, að hann var kvatt- ur til að ferðast þvert yfir Ameríku; það var sem hvíslað væri í eyra honum: »Treystir þú þér til að halda á spilum, drengur minn?« Regar til Nýju Jórvíkur kom, vísaði full- trúi Jóns Dowsett honum til búgarðar eins við Hudson, og sagði að þar myndi verða tekið á móti honum í skrautlegri byggingu. Rangað ók hann svo í bifreið, sem honum hafði yerið fengin til umráða. Ekki hafði hann hugmynd um, hver átti þá bifreið eða skrauthýsi það, er honum var vísað til. Rar hitti hann Dow- sett, sem kominn var þangað á undan honum, og annan mann, er Harnish þegar kannaðist við, áður en þeir höfðu verið kyntir. það var hinn mikli maður, Nataíal Letton. Andlitsmynd hans hafði hann séð í blöðum og tímaritum og Iesið þar um þáttöku hans í ýmsum fjár- málafyrirtækjum oir um háskólann við Dara- tona, sem hann hafði látið byggja og gefið ríkinu. Hann hafði þau áhrif á Harnish, að hann myndi vera viljasterkur maður, þótt hon- um gengi illa að skilja í því, hvað ólíkur hann væri Dowsett, að undanskildu því, að hann var mjög uppstrokinn og vel til fara, eins og hinn síðarnefndi. Að öllu öðru leyti, voru þeir . mjög ólíkir. Letton var svo grannur og horað- ur, að hann líktlst mest úttærðum manni, en þó var sem einhver eldur brinni inni fyrir með miklum hita, voru það einkum hin dökku augu hans, sem virtust gefa slíkt til kynna. Maður- urinn var sagður að vera um þrítugt, og þó var hár hans farið að hvítna, og í rauninni var hann ellilegri en Dowsett. Eigi leyndi það sér, að honum mundi tamar að gefa fyrirskipanir, en að hlýða öðrum. Rað mátti líkja honum við bráðnaðan eldhnött, sem ísskorpa hafði lagt sig utan um. Regar Harnish var vísað inn til þeirra, sátu þessir tveir menn við drykkju. Letton drakk óblandað sódavatn, Dowsett drakk whisky og Harnish bað einnig um sterkan drykk. í þessu vindur sér maður inn til þeirra, Leon Guggenhainmer, hann bað þegar um whisky. Retta vakti undrun hjá Harnish, að mæta hér einum af meðlimum hinnar miklu Guggenhammersættar, að vísu var það einn af hinum yngri meðlimum, en við þá frændur hafði hann átt í höggi í Alaska. Leon Gugg- enhammer, vakti þegar máls á þessum gömlu væringjum, og sló Elatn Harnish gull- hamra fyrir áræði sitt og dugnað. »Bergmál- ið af viðburðunum þarna norður frá,« sagði hann, »náð.i hingað suður til okkar, og það get eg sagt yður, herra Lofteldur — hum — herra Harnish, að þér gáfuð okkur ósvikinn löðrung.« Framh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.