Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 48
174 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hennar. Sámur horfði á hana með hrygðarsvip, hann sá, að sorgin hafði varpað fyrsta alvar- lega skugganum á lífsveg barnsins. Svo lædd- ist hún hljóðlega inn í svefnherbergi sitt og sofnaði með tárvotar kinnarnar, — hún átti al- drei framar að sofna með lífsglaða, barnslega brosið á andlitinu. Eftir því sem árin liðu, hvarf umhyggja sú, er Hákon hafði borið fyrir Rögnu. Hans gamli og hún komu eins og fyr einu sinni á ári, þangað í sveitina. Ragna var orðin breytt. Rað var eins og umskiftin í sál hennar hefðu kom- ið ásamt fötunum af Helgu sálugu. Hún var ekki lengur kát og ofsafengin en þögul og alvarleg, Hans var ekki lengur fær um að brýna. Lífskrafturinn þverraði með hverju ári, sem leið. Ragna brýndi fyrir hann og gjörði það stór- um betur en blindinginn hafði gjört. Strax og fjör og glaðværð Rögnu, sem svo marga hafði hænt að henni, var horfið, hættu piltarnir alveg að skifta sér af henni. Aður hafði það verið aðalskemtun þeirra að stríða henni og koma henni í blossa, en nú þegar ekkert gat vakið hana upp af sljófleikanum eða raskað ró hennar, gat hún í friði fengið að sitja í arinskotinu hjá föður sínum, þegar erf- iði dagsins var lokið. Stúlkurnar virtu hana tæplega viðlits og töluðu aðeins orð og orð á stangli til hennar af mestu náð, en hún tók sjaldan undir. Öll ómælanlega gleðin sem iiafði fylt hjarta hennar, var horfin á einu einasta kvöldi—það kvöld hafði hún lært meira af lífinu en á öllum þeim árum, sem hún hafði áður lifað. Nú var hún orðin fjórtán ára og aldrei sást svo mikið sem skugga af brosi bregða fyrir á andliti hennar. Regar einhverjar gleðisam- komur voru haldnar í sveitinni, þar sem hún dvaldi þá stundina, sást hún oft standa við gluggana og stara inn. Sæi einhver á þeirri gtundu inn í dökku augun hennar, fékk hanp strax vissu um, að kalda rólega framkoman hennar var aðeins íslag ofan á kraftmikilli og heitri straumiðu ofsakendra ástríða. Fengi sá straumur framrás mundi hann skola burtu miklu af illum eða góðum eiginleikum, tíminn einn gat skorið úr því, hvorl heldur yrði, — en það var auðséð á eldinum í augum hennar og á samanklemdu vörunum, að ill og góð áhrif háðu stríð í sál hennar. — Ó, að lífssólin björt og hlý fengi smátt og smátt að þýða klakann, svo straumiðan þyrfti ekki af brjóta hann af sér og þeyta hon- um burt með valdi. En geislarnir geta ekki skinið á þann, sem felur sig í skugganum. Og Ragna gjörði enga tilraun til að láta einn ein- asta gleði- eða vonargeisla verma sig. Hans gamli, faðir hennar, var í þann veg- inn að hálffrjósa, við kuldann, sem stafaði frá henni. Hún varpaði hvorki Ijósi né hita inn í köldu og dimmu lífsnóttina hans, samt var hún alúðleg og hugsunarsöm við hann, en það stafaði aðeins frá kaldri skyldu. Umhyggjati var alveg kærleikslaus. Nú voru móttökurnar, sem þau mættu á bæjunum, ekki eins innilegar og áður. Fagn- aðaróþin höfðu breyst í hálfdræmar og þurleg- ar kveðjur. Sumir sögðu: >Vertu velkominn!« af eintómri meðaumkun. Rað var þó ein manneskja, sem altaf bar jafna umhyggjusemi fyrir þeim. Það var Injji- björg f Árgarði. §á, sem einu sinni vann hylli hennar misti hana ekki aftur. Hún hafði gefið þeim fötin, sem þau voru í, raunar voru fötin fátækleg en hrein og þokkaleg. Kaldan dag í desembermánuði, komu þau Hans og Ragna til Árgarðs. Sámur gamli dró enn þá sleðann, en nú gat hann ekki lengur hlaupið léttilega yfir snjóinn, en drógst þyngsla- lega áfram og hneig niður uppgefinn fyrir ut- an dyrnar, áður en hann var leystur frá sleð- anum, en Ragna sýndist ekki taka eftir því. Hún leiddi föður sinn inn í ylinn. Regar hún kom út aftur og ætlaði að losa hundinn frá sleðanum, var Ingibjörg hjá honum, klappaði honum og gerði gælur við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.