Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 51
SNJÓKÚLAN. 177 hclti nokkrum dropum í munn henni og klæddi sig úr yfirhöfninni og vafði henni glóðvolgri utan um hana. Svo klappaði hann Sám, sem svo- trulega hafði fylgt húsmóður sinni, og gaf honum einnig nokkra dropa úr flöskunni. Hann þrýsti Rögnu fastara að hjarta sér og hélt heim á leið. í því kom drengurinn og vildi hjálpa honum t'il að bera hana, en Hákon ýtti honum frá, — enginn annar en hann skyldi fá að snerta hana, hann skyldi bera hana einn. Vindurinn reif yfirhöfnina frá andliti henn- ar, og nú hvíldi það fölt og alvarlegt við brjóst hans. Hann beygði sig niður að andliti henn- ar og þrýsti heitum kossi á kaldar varirnar. Honum sýndist eins og kuldinn og alvaran hverfa af andlitinu og jafnvel dauft bros leika um varirnar. Hans og Ingibjörg stóðu í dyrunum. Hans var enn grátandi. Ingibjörg tók vel við Rögnu og bar hana inn í hlýtt herbergið. Við móð- urlega ástúð hennar og umhyggju Iauk Ragna fyrst upp augunum. »Ragna lifir! Gúði sé Iof!< sagði hver við annan. Hákon talaði ekki orð, en bar Sám inn í herbergi sitt og lagði hann í rúm sitt. Næsta dag, þegar Ragna fór á fætur, var hún algjörlega orðin umbreytt. — Brosið, sem hún hafði vaknað með, ljómaði enn á andliti hennar og fór henni vel. En þó bar brosið í hjarta hennar það langt um ofurliða. Nú var hún ekki lengur köld og afundin, en fjörug og síkát eins og í gamla daga. Raunar klifraði hún ekki upp í trén og ólmaðist eins og þá, en hún söng og hló allsn daginn. Og sólin, sem hafði gjört bjart og hlýtt í hjarta hennar, varpaði einnig geislum á Hans gamla. Bogna bakið réttist og hann sat mak- indalegur í arinskotinu. Unga fólkið hópaðist aftur í kring um hann og hlustaði á æfintýrín hans. Sámur spangólaði af kátínu og dillaði sicottinu, en hann var ekki lengur fær um að elta Rögnu út og inn. Hann var orðínn gamall og örvasa. — Förin upp í skarðið hafði eyðilagt síðustu krafta hans. »Mamma,t sagði Hákon einn góðan veð- urdag. »Hans gamli er ekki lengur maður til að ferðast sveit úr sveit með föggur sínar. Og það væri ógjörningur að láta þvílíka stúlku sem Rögnu, vera að burðast með þær. Faðir minn arfleiddi mig að álitlegri jörð, sem ekki hefir farið aftur í mínum höndum. Og þó við tækjum þau Rögnu og Hans undir verndar- væng okkar, ímynda eg mér, að við förum ekki á húsgang fyrir það.« íRað álít eg líka,« sagði Ingibjörg. >Drott- inn hefir lagt blessun sína yfir jörðina okkar, og hann mun ætlast til, að við látum einhverja njóta góðs af því. Svo vinnur Ragna á við fulltíða kvenmann, og eg álít að réttast sé, að hún fái fullkomin laun.« Meira var ekki talað um þetta, en frá þeirri stundu höfðu feðginin fengið heimili, sem þau þurftu ekki að hrekjast frá á hvaða stundu sem var, og aðeins sá, sem hrakist hefir heimilis- laus ár eftir ár, getur gert sér í hugarlund ánægju þeirra og öruggleika. Ragna var orðin 15 ára og átti að ganga til prestsins fram að páskum. Þekking hennar var í fyrstu lítil, en hún var næm og iðin, svo eigi leið á löngu, að hún stæði hinum börnunum fullkomlega jafnfætis. Flestar stallsystur hennar litu smáum aug- um á hana, en fyrirlitning þeirra særði ekki lengur hjarta hennar. — Hvað kærði hún sig um, þótt hún yrði að vera ein heim, þegar Hákon og Ingibjörg tóku á móti henni þegar heim kom? »Heim, heim!« en hvað hjartað sló ört við þetta litla orð. Henni var farið að þykja svo afarvænt um það. — Það var góðsemi Há- konar að þakka, að hún gat sagt þau orð. Páskarnir komu og sorgin var þeim sam- ferða. Ingibjörg lagðist veik og fór dagversn- andi. Pegar Ragna var laus við störfin, sat hún öllum stundum við rúm hennar. Hákon sat hjá henni á daginn, og á næturnar vöktu þau til skiftis. Ferniingardagurinn rann upp, dimmur og 23 . I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.