Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 24
150
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
aukinn frægðarljóma, skundaði riddari einn inn
til hans og tjáði honum að séndimaður frá
Saladín biði úti fyrir með bréf tjl konungs.
»Láttu hanu þegar koma inn!« skipaði
konungur. »Ög sýndu honum fulla kurteisi.«
Maður sá sem ríddarinn fylgdi inn leit í
fljótu bragði út sem þjónn af blámannaætt, en
við nánari athugun duldist eigi að hann bauð
af sér góðan þokka og var afburðamaður að
líkamsatgerfi. Hann var risi að vexti og allur
ágætlega vaxinn, og þótt hörundslitur hans
væri því sem næst hrafnsvartur, bar hinn djarf-
mannlegi svipur hans vitni um að hann mundi
þó ekki þrælaættar. Að hinu hrafnsvarta hár
hans Iagðist drifhvítur vefjarhöttur og yfir herð-
unum bar hann létta skikkju með sama lit.
Undir skikkjunni mátti Ifta bol og stuttbrækur
úr eltiskinni, en hinir þrýstnu handleggir hans
voru berir og fótleggirnir fyrir neðan kné. Á
fótunum bar hann þykka iljaskó. Silfurspenru
hafði hann um hægri úlflið. Girtur var hann.
belti og héngu við það tveir velbúnir tígil
knífar og í annari hendi bar hanu stutt kast-
pjót en með hinni hendinni leiddi hann stór-
san veiðihund í gullsnúnu baridi.
Sendimaður laut til jarðar við fætur kou-
ungs og fletti um leið skikkjunni af öxlum
sér, sem var auðmýktarmerki hjá austurlanda
þjóðum. Meðan hann þannig álútur kraup á
öðru knénu, rétti hann konungi silkiklæði og
í það var haganlega gullofið bréf frá Saladín.
sem var ritað á Arabisku, en því fylgdi þýð-
ing á efni þess á ensku. Pað hljóðaði þann-
'g:
»Saladín konungur konunganna sendir Rík-
arði, hinu enska Ijóni, kveðju sína. Rar sem
oss er kunnugt, samkvæmt síðasta boðskap
þínum, að þú kjósir stríð Við oss fremur en
frið, þá viljum vér eigi hika við að láta þá
skoðún vora í Ijós, að þú í þessu efni hagar
þér sem blindur maður. En það hughreystir
oss hins vegar að vér vonum bráðlega að
geta sannfært þig um villu þína með aðstoð
vorra þúsund ósigrandi kynkvísla, þegar Mú-
hamed spámaður Guðs og Allah guð spá-
mannsins dæmir milli vor. Að öllu öðru leyti
berum vér hina hreinustu lotningu fyrir þér og
metum mikils að verðíeikum gjafir þær, sem
þú hefir sent oss, þar á meðal dvergaparið,
sem er konungSgersemi fyrir hve sjaldgæf þau
eru, og til viðurkenningar fyrir þessa hugul-
semi þína og höfðingsskap, sendum vér þér
svartan þjón, sem ber nafnið Zahauk, sem þú
mátt eiga. Dæm hann eigi eins og heimskingj-
arnir gera, eftir hörundslit, því oft hafa dökkar
jurtir hinn þægilegasta smekk. Og vita mátt
þú, að þessi bjámaður er sterkur og frækinn
og því mannafærastur um að fylgja- skipunum
herra síns, Vitur er hann og ráðsnjall, en mál-
laus er hann og fær því eigi gert sig skiljan-
legan nema með bendingum, en heyrn hefir
hann í góðu lagi. Vér felum þér hann til trausts
og halds, og oss grunar að eigi líði á löngu
þar til hann getur orð/ð þér að miklu liði.
Síðan kveð eg þig í von um, að hinn mikli
spámaður opni augu þín áður en það er of
seint; en verði það eigi mót von minni, óska
eg þér góðrar heilsu og viðvarandi bata, svo
að Allah fái dæmt milli okkar á orustuvell-
inum.«
Undirskrift Soldáns og innsigli var undir
bréfinu.
Konungur virti svertingjann þegjandi fyrir
sér, þar sem hann stóð frammi fyrir honum
niðurlútur með krosslagða hendurnar eins og
dökkleit marmarastytta, sem gerð hefði verið
með frábærri list, en leit út fyrir að vantaði
Iifandi anda. Englands konungur sem jafnan
hafði haft mætur á vel bygðum og þreklegum
mönnum, leist vel á þennan vöðvaþrekna og
íturvaxna mann og spurði hann á mállísku þeirri
sem tíðkaðist milli krossfaranna og Austur-
landabúa: »Ert þú heiðingi?«
Rjónninn hristi höfuðið, Iyfti hönd að enni
og gerði krossmark til merkis um að hann
væri kristinn og setti sig því næst í sömu
stellingar.
»Ef til vill kristinn svettingi, sem þessir
heiðnu hundar hafa svift málfærinu?« sagði
konungur.