Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 65

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 65
SNJÓKÚLAN. 191 langaði til að segja eitthvað, en orðin dóu á vörum hennar. »Er eg likur nokkrum blindingja, sem þú hefir séð?« spurði Hans. »Já, — blindum brýningamanni, sem eg hefi árangurslaust leitað að meira en ár.« »Hversvegna leitarðu hans, eru ekki nógir aðrir til að brýna?« »Jú, — en enginn, sem mér féllu jafnvel ígeð.« »Og hefurðu leitað hans meir en ár?« »Eg hefi leitað hans og spurt eftir honum sfðan hann fór brott af heimili mínu, með dóttur sína.« »Svo hann átti dóttur?« rödd Hans skalf lítið eitt. »Jú, og hana verð eg að finna og fá heim aftur, — því eg elska hana.« »Fátæka flökkustelpu?* röddin varð kuldaleg. »Eg tek hanafram yfir allar ríkismannadætur.« »Þannig hefurðu eigi hugsað, er þú lést hana fara af heimili þínu?< »þá var ást mín eigi nógu öflug til að þola hæðni og sáryrði, — en hún hefir marg- faldast síðan,« svaraði Hákon. »Par sem háð og spé hafa yfirtökin, þar verður ástin rekin brott með svipuhöggum.« »Eg vissi þá eigi hvað ást var, en síðan hefi eg lært að þekkja hana, og nú veit eg, að eg get ekki Iifað án Rögnu, þessvegna leita eg hennar.« »Og hefurðu ekkert frétt til hennar?* »Nei, — og þó er eg búinn að fara bygð úr bygð, um þveran og endilangan Noreg. En eg skal halda áfram að leita hennar, þar til eg verð gamall og gráhærður, eg fer eigi heim aftur án hennar.* »En ef nú einhver ríkismannssonurinn hefði nú hitt hana og verið hygnari en þú, — svo að hún væri nú kona hans?« »Þú þekkir ekki Rögnu, þessvegna er vork- unn þó þú segir þetta. — Hún hefir unnað mér frá því að hún var svolitii stelpa. — Hún hefir gefið mér hjarta sitt, og Ragna tekur það eigi aftur, sem hún einu sinni hetir gefið, — hún mun biða mín, þó það verði í 50 ár.« »Eg held þú sért farinn að vita hvað ásl er,« sagði Ragna blíðlega og stóð upp. Rödd hennar snerti einhvern streng í hjarta hans, minningastrenginn, — og þó var rödd- in e>gi lík þeirri, er hann hafði þekt. Hann stökk upp af slólnum oggekk til hennar. »Hvað heitir þú, stúlka!« röddin skalf af eftirvænting«u. »Snjókúlan er eg kölluð hérna í sveitinni,« rödd hennar varð kuldaleg. • Snjókúlan! Það er einkennilegt natn! Hvern- ig hlaust þú það?« »Eg.var einusinni fátæk, en drambsöm af hamingju minni, því eg trúði á ástina. Þá hæfði snjókúla hjarta mitt. Hamingjan hvarf og lifs- vonin þvarr. Ekkert varð nema snjókúlan í hjarta mínu, og hana gat hvorki auðurinn né heimilið þýtt. Því er eg altaf kölluð snjókúlan — mér hæfir eigi annað nafn.« í sama bili heyrði hún niðurbældan grát rétt hjá sér, tveir armar vöfðust utan um hana, og rödd, sem hún þekti svo vel hvíslaöi lágt: Ragna, Ragna! — Loksins hefi eg fundið þig aftur.« »Nei, Ragna er dauð, — en snjókúlan lifir,« sagði hún upphátt, en með gráthljóð í röddinni. »Nei, Ragna lifir. Það er snjókúlan, sem verður að bráðna í hjarta þínu. Ef áslin getur aðeins hatað, en hvorki gleymt né fyrirgefið, þá er lífið einkisvirði. — En þú ræður gjörð- um þínum, — eg verð hér kyr, — sem vinnu- maður ef eigi vill betur til, — eg fer ekki héðan án þín.« »Ragna er ekki lengur flökkustelpa, — sem giftist vinnumönnum, hún er sonardóltir mín og ríkasta gjaforð sveitarinnar,« sagði öldung- urinn og færði sig nær þeim. »Eg hirði ekkert um auðinn, eg vil bara hafa hana sjálfa, — og hún skal verða mín, ef eigi með góðu þá tek eg hana með valdi.« »Guð minn góður! — Hverskonar náungi er þetta, sem kominn er hingað,* veinaði amma gamla, en Hans neri saman höndunum himinlifandi, en mælti þo ekkert. »Það sem þú af vesalmensku hryndir frá þér, geturðu ekki tekið aftur með valdi,« sagði Ragna rólega. »nstin er vald, — eg hertek þig með ást.« »Eg hefi svarið, að stíga aldrei framar fæti mínum í Árgarð.« »Þá verður hann handa syni okkar, — eg flyt hingað til þín.« »Það geturðu,« sagði Hans. »íJað kæmi sér vel, því okkur vantar ungan og hraustan mann til að stýra búinu, og Ragna giftist al- drei öðrum hvort sem er, — hvað segir þú til þess, barnið mitl?« »Þiun vilji fær ávalt framgang hjá mér, pabbi. — Nú fyrst skil eg orð Ingibjargar sál- ugu. »Vertu góð við Hákon, Ragna mín.« ENDIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.