Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 67

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 67
HETJAN í KLONDYKE. 193 samkomusölum gistihallanna og braut þá heil- am um hvað mikil einlægni mundi vera í vel- vild þeirri, er þeir virtust sýna honum, og hversu fljótt þeir myndu koma fram með klærn- ar, til að k'óra og rífa sundur. oÞað er ein- mitt það,« hugsaði hann með sjálfum sér, »hvað munu þeir gjöra, þegar um skildingana er að tefla?« Hann tortrygði þá því alla sam- an meira og minna. »Þeir eru hálir,« sagði hann við sjálfan sig, og ýmsar setningar, sem hann tók eftir í skvaldrinum í kringum hann, festu þessa skoðun hjá honum. Á hinn bóg- inn virtist honum eitthvað af manndómi ,og heiðarlegleik fylgja þessum mönnum. í kapp- leiknum mundu þeir geta rifið og féflett, sem í rauninni væri eðlilegt, en hann hafði óljósa hugmynd um, að þeir myndu rífa og féfletta eftir vissum reglum. Petta voru hin almennu áhrif, sem hann fekk af umgengni við menn- ina og nánar gerði hann sér grein fyrir því, með því að ímyndq sér, að einhver hundraðs- tala af þeim væru hreinir og beinir þorparar. Þannig Iifði hann nokkra mánuði í San Fran- cisco, við að athuga fjármálaspilið í borginni og búa sig und r að taka þátt í því. Hann fékk sér tímakenslu í ensku, og honum hepn- aðist að venja sig af sínum mestu bögumælum, þó var honum hætt við, er í hann seig, að beita fyrir sig sínum miður heflaða munn- söfnuði. Nú var hann og að læra að borða og drekka, klæða sig og að öðru leyti haga sér sem siðaður maður. Prátt fyrir það var hann í eðli sínu sjálfum sér líkur, enginn smjaðrari eða skjallari og ávalt reiðubúinn til að brjóta hégómlegar siðvenjur, þegar honum fundust þær þrengja að sér um of. En brátt varð hann þreyttur af að vera aðgerðarlaus áhorfandi, og hann tók sér því ferð á hendur upp til Nevada, þar sem verið var að vinna í hinutn ný.ju gullnámum, sem blöðin höfðu verið keypt til að skruma svo mjög af. Hann fór þangað bara til að fá tæki- færi til að láta vita af sjer, eins og hann komst að orði. Hann dvaldi þar á kauphöll- inni í Tonapah í tín daga og kom þar þegar öllu í bál og brand, með hinum glæfralegustu fjárhættu'spilum. Eftir þessa tíu daga hvarf hann þaðan skyndilega með hálfrar miljónar vinning í vasanum. Hann fór aftur til fyrri bústaðar síns í San Francisco, en nú var þrá hans vak- in eftir fjárhættu brallinu. Blöðin voru farin að gefa honum gaum. Elam Harnish, auknefndur Lofteldur, stóð nú með feitum fyrirsögnum yfir greinum um hann. Fréttasnatar blaðanna eltu hann á röndum, og var honutn þannig raunar hrundið út í spilið fyr en hann ætlaðist til. Viðsjálir fjármálamenn, sem fengust við að stofna hlutafélög, og ýmsir úr botnfallinu á hinu stóra hafi féglæfranna ásóttu hann. Til að verjast þessum óþjóðalýð, varð hann að setja upp skrifstofu. Hann hafði sett alt á annan endann í kauphöllinni við námana og með því vakið á sér eftirtekt og nú vildu fjárglæfrainennirnir, hvað sem hann sagði, fá hann út í spilið með sér. Nú jæja, honum var það raunar ekki svo þvert um geð, og hann skyldi sýna þeim hvað hann gæti áorkað þrátt fyrir öll þau orð og spádóma, sem fallið höfðu um, að slíkan gemling mundi eigi verða erfitt að rýja, og að hann mundi brátt velta um er hann kæmist í kast við slungna fjármálamenn. í byrjuninni fór hann mjög varlega í fjár- hættuspilinu. Hann beið eftir tækifæri til að höggva fram og ná stórum vinningi, eins og hann komst að orði við HoIdsworty,það var mað- ur, sem hann hafði kynst í Alta-Pacific-klúbbn- um. Elam Harnish _var sjálfur meðlimur af klúbbnum, og Holdsworty hafði komið hon- um þar inn. Pað var hyggilega gert af Harn- ish að fara varlega í byrjun og að athuga sem best viðskiftalífið. Haiin var undrunarfullur yfir öllum þeim hákörlum — landhákarla kallaði hann þá — sem söfnuðust utan um hann, og áttaði hann sig brátt á því, hvað þeir voru að fara, þó furðaði hann sig ineira á, hvernig margir þeirra gátu náð í nægilega bráð, til að lifa af. Fjárbrögð þeirra og tortryggilegt fram- ferði var svo augljóst, að hann skildi ekki í að nokkur skyldi láta þá gabba sig. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.