Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 8
134 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. plógnum, þegar plógrásin var nærri fullger, að þeir mundu vilja mín vegna snúa út af beinni brautinni, sem sverð þeirra hafa rutt þeim til Jórsala. í fávizku minni hélt eg, að vesalir kostir mínir, mundu þó geta vegið móti breiskleikum mínum, — að þótt það vekti gremju, að eg gengi fram í broddi fylk- inga, þa mundu menn þó minnast þess, að eg var síðastur í undanhaldinu — að þegar eg reisti merki mitt á nýjum, unnum stöðvum, sóttist eg ekki eftir öðrum ávinningi, en lét hina skifta herfanginu á milli sín. Eg gaf stöð- unum, sem féllu í hendur mínar, nafn mitt, en lét þá eftir cðrum til yfirráða. Hafi eg reynt með kappsmunum mínum að koma einhverjum ásetningi fram, þá hefi eg ekki sparað líf mitt eða minna manna. Hafi eg, þegar nauðir ráku að, og lá á skjótum ráðum, tekið í mínar hend- ur stjórn yfir annara hermönnum, þá hefi eg jafnan látið þá sæta sömu kjörum og mína hermenn, fætt þá og búið og hjúkrað þeim, og það alt fyrir eigin reikning, þegar höfð- ingjar þeirra hafa ekki verið þess megnugir. — En eg fyrirverð mig fyrir að nefna atburðj^ sem allir virðast hafa gleymt að mér einum undanskildum — Látum oss því heldur veita eftirtekt athöfnum vorum á komandi tíma, og trúið mér, bræður,« hélt hann áfram með á- kafa, »þér skuluð ekki reka ykkur á stærilæti og dramb Ríkarðs sem hneykslunarhellu á brautinni, sem trúin og mannúðin bendir yður að leggja leið yðar eftir. — Nei — nei, eg gæti aldrei sætt mig við þá hugsun, að þetta háleita bandalag sammála þjóðhöfðingja strand- aði á breyskleika mínum og dáðleysi. Eg ska* af frjálsum vilja láta af allri stjórn yfir hern- um, auk heldur lénshöfðingjum mínum og þegnum. Hvern þann einvaldan þjóðhöfðingja, sem þér munduð kjósa til þess, að taka her- stjórnina í hendur sínar, getur orðið yfirher- stjóri, og konungur Englands sem ávalt er fús til að skifta á forustustaf sínum og sverði riddar- ans, er hjartans ásáttur með að berjast undir merki stórmeistarans með templarariddurum hans — já, jafnvel undir merki Austurríkis, ef það vill nefna einhvern ágætis mann til leið- toga. Eða eruð þér í rauninni orðnir þreyttir á þessum hernaði, og virðist yður brynjurnar vera farnar að þrýsta um of að mjúku holdi ykkar? Skiljið þá einungis tíu eða fimtán þús- und eftir af hermönnum yðar hjá Ríkarði til þess að fullnægja loforði yðar, og svo þegar Zion er unnin,« hrópaði hann og veifaði með hönd sinni eins og hann breiddi út krossfán- ann á vígjum Jórsalaborgar, íþegar Zíon er unnin, þá munum vér ekki skrá nafn Ríkarðs á hlið hennar, heldur nöfn þeirra göfugu þjóð- höfðingja, sem veittu honum fylgd til að vinna sigurinn.« Mælska konungs og hin einbeitta festa, sem lýsti af svip hans, lífgaði aftur hug krossfar- anna og vakti vonir þeirra, og kom þeim flest- um til að blygðast sín. Regar Ríkarður hafði með eldmóði sínum vakið athygli þeirra á, hvað hið eiginlega markmið þeirra hafði áður verið með krossferð þessari, virtist flestum þeirra bjánalegt, að láta blása upp einskis varð- andi smámunum og gera úr þeim svæsnar á- kærur og sundurlyndi. Nývakinn vonarneisti í augum eins þeirra kveikti eld í öðrum. Og einum munni kvað við heróp þeirra, hið sama og forðum, þegar Pétur einbúi æsti upp fólk- ið með ræðu sinni: »Vertu leiðtogi vor, göf- ugi og hrausti Ljónshjarta. Enginn er fremri en þú að stjórna hraustri sveit! Leiddu oss — leiddu oss til Jórsala — það er guðs vilji. Blessaður veri sá, sem lánar hönd sína til þess að vilji hans verði!« Petta kröftuga óp náði út fyrir verðina, er voru um tjaldið, og breiddist óðfluga út með- al hinna óbrotnu liðsmanna, sem höfðu smám- saman tapað hugrekki sínu og stríðslöngun, vegna sjúkdóma og hins óholla loftslags, ekki síður en höfðingjar þeirra. En þegar Ríkarður kom fram í nýjum stríðsham, og hið velkunua heróp hljómaði frá höfðingjum þeirra, hitnaði þeim líka um hjartaræturna, og þúsundir og aftur þúsundir radda tóku undir herópið: »Zí- on, Zíon! Stríð, stríð, stríð! Stríð við hina vantrúuðu! Guð vill það, guð vill það!«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.