Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 56
182
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ætlaði fyrst að fara í kirkju ásamt Hákoni, og
svo á skíði og skauta með veislufólkinu í
Birkidal.
Hákon bar höfuðið eins hátt, er hann gekk
inn kirkjugólfið, og það væri konungsdóttir sem
við hlið hans gengi. Athygli alls kirkjufólks-
ins beindist öll að þeim, honum fanst kjark-
urinn þverra, — en jafnhált bar hann höfuð-
ið fyrir því. Pegar farið var úr kirkjunni,
gengu allar ungmeyjarnar í einum hóp, en eng-
in þeirra lést sjá Rögnu, svo hún varð að
ganga ein síns liðs.
»Stúlkan þín er fremur einmana!< sagði einn
af félögum Hákonar, glottandi.
»Ekki þegar eg geng við hlið hennar,® sagði
Hákon djarflega og gekk til hennar.
»Pú verður eigi öfundaður af þeim félags-
skap!!« sagði annar háðslega.
Hákon svaraði eigi, en svipþungi kom á
andlit hans.
Upp frá ánni var hátt fjall, mestmegnis skógi
vaxið. Niður við ána slútti fram á einum stað
hrikalegur klettur, sem sýndist að því kominn
að hrynja þá og þegar, en þannig hafði hann
staðið í mörg herrans ár, og öllum var kunn-
ugt um, að eigi var að óttast, að hann
mundi hrynja skjótt. Piltarnir stigu nú á skíð-
in og höfðu stúlkurnar fyrir aftan. Hákon
tók Rögnu á skíðin sín, hún var döpur í bragði
og kvíðandi, roðinn í kinnum hans spáði engu
góðu. Hákon fór hæsta upp í fjallið og rendi
sér fram af hengifluginu við ána, þau tóku
feikna loftkast og ekkert hinna þorði að fylgja
þeim eftir, en Ragna stóð teinrétt og ó-
skeikul á bak við hann og hló að hættunhi
»Bara að ísinn á ánni brotnaði, og skíðin flýgju
með okkur í faðm straumiðunnar — faðm
dauðans — og skolaði okkur á brott með sér,«
hugsaði hún.
Svo var hætt á skíðunum, og sleðaakstur-
inn hófst. Félagar Hákons þyrptust utan um
hann með keskni og gamanyrðum, og mörg
ör hæfði hann í hjarta þá stund. Hann treysti
sér ekki að líta á Rögnu. Skömmu síðar stóð
Inga við hlið hans.
»Viltu sitja á sleðanum hjá mér oían brekk-
una?« spurði hann vandræðalegur.
»Við hliðiua á flökkustelpunni! Nei þökk
fyrir. Pann félagsskap kæri eg mig ekki um.«
Hákon beit svo fast á vörina að blæddi úr,
og vék sér að annari stúlku, en fékk sama svar.
Ragna stóð skamt frá, og þótt hún heyrði
eigi orðaskil, sagði hjartað henni hvað um var
að vera. Snjóbreiðan umhverfis hana var eigi
hvítari en andlit hennar.
Hákon spyrnti fæti í sleðann, svo hann rann
niður brekkuna og hraut út í ána. »Eg skal
aldrei renna mér framar á sleða,« tautaði hann
harmþrunginn.
Félagar hans fóru að kasta snjókúlum á eftir
sleðanum, og meyjarnar tóku þátt í leiknum,
með hverri kúlu, er hæfði, fylgdi hlátur og
og hæðnisglósur.
Hákon horfði á með krosslagðar hendur,
og blóðið brann í æðum hans. Honum fanst
þessa stundina Ragna eins og álfkona, er hefði
tælt hann afvega, og alt háðið, og sáryrðin
koma frá henni.
»Ætlar þú ekki líka að taka þátt í snjó-
kastinu og reyna að hæfa sleðann?* hrópaði
einn piltanna. Hákon tók handfylli sína af
snjó og hnoðaði af alefii. Alt í einu sagði
Inga háðslega: »Ragna er ágætur skotspónn.
Hún stendur alveg hreyfingarlaus, og hún legg-
ur þó aldrei á flótta, þó reynt verði að hæfa
hana, nema hún sé því huglausari.
Inga kastaði sinni snjókúlu í áttina til Rögnu,
Allir aðrir fylgdu dæmi hennar. Ragna hreyfði
sig ekki, en sársaukabros lék um varir hennar,
engin kúlan meiddi hana neitt, svo heita mátti;
Hákon stóð enn kyr með snjókúluna í hend-
inni. Alt í einu hrópaði Inga:
»Sjáið þið hvað hann er hræddur vesaling-
urinn! — Hann þorir ekki að kasta kúlunni,
af hræðslu við að hann fái ávítur þegar heim
kemur!«
Inga hafði tæplega Iokið máli sínu, þegar
Hákon þeytti kúlunni af alefli. Kúlan lenti
í enni Rögnu. Hún reikaði og þrýsti báðum
höndunum að hjarta sér,