Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 62

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Blaðsíða 62
188 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, aflur, en þrátt fyrir það yngdist hann dag frá degi. Bogna bakið réttist, gangurinn varð ör- uggari og höndin þróttmeiri. Aðeins einstaka angurvær skuggi leið af og til yfir enni hans og minti á blinda brýningamanninn, — en hljómblíðu, angurværu röddinni hélt hann ó- breyttri, eins og minning frá liðna tímanum. Búinu stýrði hann af mikilli fyrirhyggju og kappi, svo að öldungurinn, faðir hans, gat nú lifað í ró og næði, það sem eftir var æf- innar. Hann hafði nú fundið þann er tekið gat við af honum, og fullkomnað æfistarf hans. Heimili gömlu hjónanna hafði til margra ára verið gleðisnaptt, en nú átti lífið aftur að fara að byrja, þar með veislum og öðrum gleðskap, og enginn skyldi verða .útilokaður frá þeim veislum, sem haldnar yrðu Rögnu vegna. Afi gamli brosti ánægjulega í kampinn, er hann hugsaði um alla ríkismannasynina, er kæmu þangað, — hannf hafði jafnvel boðið sumum úr fjarlægum sveitum, — Ragna skyldi fá að velja úr jafnmörgum biðlum eins og hún væri konungsdóttir. Veisludagurinn rann upp, með dans og allskonar gleðskap. Gleðin hafði lengi verið í fjötrum hjá þeim, en nú átti hún að fá frelsi í fylsta mæli. Fyrrum hafði Ragna staðið utan við glugg- ana á danssölunum og horft á, með brennandi þrá í hjartanu eftir gleði og skemtun, — en nú var engin stúlkan í sveitinni, er dansaði eins mikið og hún. Karlmennirnir þyrptust í stór- hópum um hana. Einn af efnilegustu yngri mönnum í sveit- inni bauð henni upp í þriðja dansinn það kvöld. Hún var hálfhrædd við hann og brennandi augnaráðið hans, en eldurinn í augum hans dó út í ískuldanum, er hann mætti í augum henn- ar, það fann hann vel. »Pú ert einkennileg stúlka, Ragna, — mað- ur ætlar að frjósa í nálægð þinni, það mætti ætla að þú værir úr tómum ís,« sagði hann. »Pá ættirðu að forðast að vera nærri mér, eg bað þig ekki að dansa við mig,« sagði hún kuldalega. »Eg óttast þig ekki, Ragna, — þú veist að eldurinn getur brætt ísinn. Mér fellur þú svo mæta vel í geð,« sagði hann og leit djarflega í augu hennar. »Pú ættir að forðast mig, piltur minn, eg er víst án hjarta og ti!finninga,« sagði hún og ætlaði að komast burt frá honum, en hann hélt henni fastri. Hann studdi hönd sinni á hjartastað hennar og mælti: »Hjartalaus stúlka er einkis verð, — en hvað slær svo títt undir hönd rninni?* Hún vatt sér frá honum og sagði hátt og skýrt; *Snjókúla/« Pað dimdi yfir svip henn- ar um leið og hún sagði þetta, og gleðin hvarf úr augunum. Hans gamli var sá eini, er skyldi merking- una í þessu orði hennar. Hann stóð skamt frá og skrafaði við föður piltsins, — þegar hann heyrði orðið, hrökk hann við, það hafði snert hjarta hans. Upp frá þessum degi kom hver biðillinn á fætur öðrum til Rögnu, en hvorki fortölur, bænir né harðyrði breyttu ásetning hennar, hún vildi ekki giftast, þannig leið ár eftir ár. »Hún kemur aftur,« hafði Hákon sagt við sjálfan sig daginn, sem þau fóru frá Argarði Hans og Ragna. »Hún kemur aftur. Hjarta hennar hefir orðið hér eftir, og hún kemur að sækja það.« En mánuður leið eftir mánuð svo að Ragna kom eigi. Hákoni Ieið illa. Hann vildi finna frið og gleði, og leitaði þeirra þar sem það sístvar; í veitingaknæpum og útsláttarsöm- um félagsskap. En einmitt þar sem gleðin var á hástígi var sorgin mest, og þar sem flestir voru samankomnir fanst honum hann vera einmana og yfirgefinn. Hann fann, að hann gat ekki lifað þessu lífi til lengdar, og kæmi Ragna eigi, yrði hann að leggja af stað og leita hennar, það hlaut að verða létt verk að rekja slóð hennar. Hann lagði svo af stað að heim- an til að leita hennar, en hvar sem hann fór,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.