Ný saga - 01.01.1987, Síða 54

Ný saga - 01.01.1987, Síða 54
Já, vissulega veit enginn hvað gerð- ist undir feldinum. Kannski svaf Þor- geir, hver veit? En auövitaö er það ekki hlutverk sagnaritarans að eltast við einstaka atburði sem engin leið er að varpa Ijósi á. rannsakað örnefni sérstak- lega tel ég kenningu Þórhalls Vilmundarsonar um að nöfn sem upphaflega voru lýsing á náttúru staðarins hafi fengið á sig nöfn persóna mjög sann- færandi. Enn annað. Þú hugsar pér það sem stig í þróun trúar- bragða á íslandi er Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld árið 1000. Þú gerir mikið úr þeirri hugmynd Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, , að Þorgeir hafi verið í heiðnum leik eins og seiðmaður („shaman") undir feldinum. Bröltið undir feldinum er að mestu hulið myrkri og því vakna efasemdir um notkun heimilda í þessu sambandi. Já, vissulega veit enginn hvað gerðist undir feldinum. Kannski svaf Þorgeir, hver veit? En auðvitað er það ekki hlutverk sagnaritarans að eltast við einstaka atburði sem engin leið er að varpa ljósi á. í elstu heimildum er þessum atburði lýst á þann hátt að grunsemdir vakna um heiðna iðkan Þorgeirs, og hafa getað vaknað í hugum þeirra manna sem voru uppi þegar heimildirnar voru skrifaðar. í þessu sambandi skiptir ekki máli hvað Þorgeir gerði heldur lýsingin á atburðinum. Á táknrænan hátt mætast forneskjan og hinn nýi siður í frásögninni. Ef til vill hefur það verið mönnum huggun að geta ímyndað sér að hin heiðnu öfl hafi, undir feldinum, veitt samþykki sitt fyrir því að gengið yrði á vit nýrra tíma og nýs siðar. Ég nota þennan atburð sem tákn til að sýna hvernig gömlu og nýju hug- myndirnar bjuggu hlið við hlið á vissu tímaskeiði. Menn skiptu ekki um trú á einum degi, síður en svo, heldur hægt og sígandi. Við kristni- tökuna, undir feldinum, náði kristnin yfirhöndinni og sagan af Þorgeiri er óljós saga af atburðinum. Hún hefur gildi sem lítið dæmi sem tengja má við hina almennu sögulegu grunndrætti. Það skiptir mig engu hvað Þorgeir gerði undir feldinum! Vendum okkar kvœði í kross. Hvaða hugmyndir hef- urðu um stöðu íslenskra forn- kvenna eftirkynniþín afþjóð- veldinu? Það er mjög erfitt að meta hana út frá heimildunum. Þú segirá einum stað að þegar bróðir drepur mann sem hefur nauðgað systur hans sé engin leið að segja til um hvort hann gerði það til að verja heiður sinn, cettarinnar eða konunnar. Einmitt. Það er erfitt að sjá raunveruleikann handan laganna þótt sjálf lögin séu afdráttarlaus. Þau segja til um erfðir, hjónaband og fleira. Þar kemur skýrt í ljós að konan hafði minni lagaleg- an rétt en karlar og vitað er að innan þjóðfélagsins var staða kvenna misjöfn. Rétt eins og nú náðu sumar konur sínu fram, aðrar ekki. Ólafía Ein- arsdóttir sagnfræðingur hef- ur reynt að gera mikið úr því valdi sem fólst í því að konur höfðu yfirumsjón með fram- leiðslu á vaðmáli, en stöðu innan heimilisins má ekki rugla saman við opinbert vald. Þegar fjallað er um stöðu og vald verður að skil- greina hugtökin. Einangrun íslands gerir sögu þess spenn- andi Heldurðu að íslenska þjóð- veldið eigi eftirað heilla fleiri frœðimenn? Já. Það er hægt að nota það sem efnivið í ótal fræðilegar bækur. Sagan er ekki ein og óumbreytanleg heldur hefur hún nánast jafn margar hlið- ar og fólkið sem fræðin stund- ar. Sagnfræði felur ekki í sér einn sannleik. Hún er aðferð til að líta til fortíðarinnar frá ólíkum sjónarhornum og ljá fortíðinni orð. Sögulegur sannleikur er háður túlkun fræðimannsins og er því marghöfða. Sagnaritarar gefa horfinni tíð ætíð merk- ingu sem höfðar til samtím- ans og því fleiri útgáfur af for- tíðinni sem koma fram því betra. Ertu enn að fást við íslenska þjóðveldið? Síðan ég lauk við þá bók sem við höfum verið að ræða um hér hef ég skrifað nokkrar 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.