Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 96

Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 96
AÐ VITA SANN Á SÖGUNUM gagnstæðar hugmyndir, enda ber hann ísland á bilinu 1000- 1200 saman við lönd Vestur- Evrópu á sama tíma og sér mikinn mun, annars vegar vöxt bæja og borga og eflingu kirkju og konungsvalds, hins vegar kyrrstöðu.31 Mannfræðingurinn Durr- enberger beinir athyglinni að skorti á stöðugleika í íslenska þjóðveldinu og telur að það hafi verið lagskipt samfélag án ríkis. Lagskipt var það af því að sumir áttu land, aðrir ekki, sumir voru voldugir, aðrir valdalausir, jöfnuður- þekktist ekki. Um þetta ritar Durrenberger ma.: „Þannig er lagskipt þjóðfélag án ríkis eitt óstöðugasta stjórnar- formið sem um getur" (,,Thus the stratified society without a state is one of the most unstable of political forms.")32 Jafnvægisskortur- inn varð æ meiri á 11. og 12. öld með aukinni lagskiptingu og leiddi til upplausnar og ófriðar. Eina lausnin til að tryggja frið var ríkisstofnun en á upplausnartíma 13. aldar vildu ,,höfundar" íslendinga- sagna að mati Durrenbergers varðveita minninguna um þjóðfélagsskipan 10. og 11. aldar „til að samsama óvissu samtímans fullvissu frá liðn- um tíma" ("to identify the confusions of the present with the certitudes of the KIRKJUR Á HÓLUM. Kirkjan sem sýnd er lengst til hægri er núverandi Hóla- kirkja en sú sem er lengst til vinstri stóð á bilinu 1395- 1624 og var tæpra 50 m löng. Hörður Ágústsson telur allar líkur benda til að kirkja Jóns Ögmundssonar (1106-21) hafi verið sömu stærðar og gerðar og að kirkjan sem reis í Skálholti upp úr 1153, kennd við Klæng biskup, hafi verið svipuö. Þetta voru stærstu timburkirkjur á Norðurlöndum, og þótt vlðar væri leitaö, og benda til að staða ís- lensku kirkjunnar hafi verið allsterk á f.hl. 12. aldar. 4--------X-------1--------X-------X-------X “ past"). Durrenberger telur að sögurnar geti veitt vitneskju um félagsleg kerfi eða stofn- anir á tímanum sem þær lýsa.33 Durrenberger er sammála Byock um að kristni og kirkja hafi ekki breytt miklu 1000- 1200, Byock leggur áherslu á að kirkjan hafi verið undir stjórn goða en Durrenberger segir að þá fyrst geti kirkja orðið sterk að hún njóti stuðn- ings ríkisvalds. En hann ritar: „Vilji menn halda fram rök- um um samfellu, má finna þau. Vilji menn halda fram rökum um ósamfellu er held- ur enginn skortur á þeim." („If one wants to argue for continuity, one can find evidence for it. If one wants to argue for discontinuity, there is plenty of evidence for that too.")34 Eins og áður gat telur hann að efnahagslegt og félagslegt jafnvægi hafi rask- ast mjög á 11. og 12. öld þar sem skort hafi ríkisvald. Turner er sömu skoðunar og hann telur, ólíkt Byock, að smádeilur („feuds") hafi iðu- lega orðið stórdeilur og reynst óleysanlegar nema með miklum vígaferlum því að kerfið sem ætlað var að leysa deilur og tryggja frið hafi verið gallað og skortur á miðstjórn tilfinnanlegur.35 Engu að síður telja þeir Turner, Miller og Durren- berger að hið félagslega og pólitíska kerfi hafi haldist í aðalatriðum á 11. og 12. öld og því sé rétt lýst í íslendinga- sögunum. Þeir virðast vera sömu skoðunar og Byock um þetta. Mörg álitamál Sagnfræðingar hljóta að hafa ýmsar efasemdir um þá notk- un íslendingasagna sem hér var lýst. Ritunartími sagn- anna er mikið vandamál. Sem dæmi má nefna að Víga- Glúms saga var td. vanalega talin hafa verið rituð nálægt 1240 en árið 1980 var sett fram kenning um að hún hafi ekki verið rituð fyrr en eftir 1313!36 Og ekki er mjög langt síðan menn sannfærðust almennt um að Fóstbræðra saga hafi verið rituð seint á 13. öld en ekki nálægt 1200 eins áður var talið líklegast.37 Vitneskja um þjóðveldið er trúlega því ótraustari í sögun- um sem lengra hefur liðið frá lokum þess árið 1262 til ritunartímans og áhrif konungsvalds og nýrra stjórnhátta urðu meiri. En margar af sögunum hafa lík- lega verið settar á skrá uþb. sem íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Þá hafði skipan goðorða raskast algjörlega, alþingi hafði gjör- breytt um svip frá því sem var á 12. öld og óvíst að vorþing hafi komið saman nema endr- um og sinnum frá um 1190. Byock telur samt að höfundar íslendingasagna hafi vitað hvernig þetta stjórnkerfi var um 1180 eða svo og telur að það hafi verið mjög líkt á 11. öld og styðst um þetta við Grágás. En mönnum reynist örðugt að grípa þá gæs og ákvarða hvernig helst megi nota hana. Álitaefnin eru mörg en hér skal aðeins nefnt til viðbótar að Jenny Jochens hefur sett fram þá skoðun að íslend- ingasögum sé ætlað að vera siðferðisspeglar fyrir menn 13. aldar. Hún segir að í sög- unum sé látið eins og frillulífi hafi tæpast verið til á 10. og 11. öld þótt biskupar teldu það hins vegar vera vandamál 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.