Ný saga - 01.01.2000, Page 6

Ný saga - 01.01.2000, Page 6
Sigurður Narfi Rúnarsson Mynd 1. Oddur Björnsson prentmeistari og bókaútgefandi á Akureyri iærði hnefaleika í Dan- mörku í byrjun aidarinnar. Hnefaleikar á Islandi Ágrip afsögu íþróttarinnar og aðdragandi hnefaleikabanns ANN 13. MAÍ SÍÐASTLIÐINN var fellt á Aljringi frumvarp lil laga um lögleið- ingu ólympískra hnefaleika. Var það gert þrátt fyrir áskorun íþróttasambands ís- lands um að frumvarpið næði lram að ganga. Þessi togstreita milli Alþingis og íþrótta- hreyfingarinnar minnir mjög á átök sömu afla fyrir 44 árum er íþróttin var bönnuð. Fylgj- endur frumvarpsins á Alþingi héldu fram að sú íþrótl sem nú skyldi leyfa væri ekki sú sama og var bönnuð á sínum tíma þar sem hertar reglur íþróttarinnar hefðu aukið öryggi þátttakenda til muna. Andmælendur fruin- varpsins héldu hins vegar fram niðurstöðum nýrra og viðamikilla rannsókna á skaðlegum áhrifum hnefaleika. Að öðru leyti má í raun segja að umræðan um frumvarpið á Alþingi hafi um margt verið á sömu nótum og á 6. áratugnum, líkt og tíminn hefði allt að því staðið í stað. Flér verður greinl nokkuð frá þróun íþróttarinnar hér á landi og rakin sú umræða sem leiddi til þess að hnefaleikar voru bannaðir í lok árs 1956. Upphaf hnefaleikaiðkunar á íslandi Rekja má heimildir um hnefaleika á fslandi til fyrsta áratugar aldarinnar. í endurminn- ingum Jóhannesar Jósefssonar, sem kenndur var við Borg, kemur fram að hann lærði hnefaleika norðan heiða í nokkur misseri um eða upp úr miðjum fyrsta áratug aldarinnar. Leiðbeinandi hans var Oddur Björnsson prentari, en hann lærði hnelaleika í Kaup- mannahöfn á námsárum sínum, væntanlega upp úr aldamótum.1 Ekki fór frekari sögum af hnefaleikaiðkun norðan heiða því árið 1916 hóf Vilhelm Jakobsson að kenna hnefaleika í Reykjavík og var hann á fimmta áratugnum talinn hafa verið fyrstur Islendinga til að leggja stund á íþróttina. Veturinn eftir tók Eiríkur Bech við kennslunni en hún varð ekki samfelld. Eftir veru erlendis hélt hann áfram kennslu áriö 1919 en áhuginn á hnefaleikum fór minnk- andi og lögðust æfingar af.2 Flins vegar var vel fylgst með lréttum af hnefaleikum erlend- is frá og hægt var að kaupa nauðsynleg tæki lil hnefaleikaiðkunar svo sem hanska og æfinga- sekki.3 Þegar Glímufélagið Ármann og K.R. hófu kennslu í hnefaleikum haustið 1926 urðu tímamót í íþróttinni sem mörkuðu upphaf vakningartímabils. Undir lok áralugarins hölðu farið fram bæði hnefaleikasýningar og mót. Kennari K.R.-inga var Eiríkur Bech en hjá Ármanni kenndi Færeyingurinn Peter Wigelund.4 Af frétt lrá einni af fyrstu hnefa- leikasýningunum í Reykjavík árið 1927 má draga þá ályktun að nýmælið hafi komið spánskt fyrir sjónir: Sumir, sem þarna voru viðstaddir, munu liafa skemt sjer vel við hnefaleikinn. En það er ljót íþrótt og luraleg, og væri sísl áslæða til þess, að íþróttamenn hjer færu að leggja stund á hana.5 Þótt skoðanir hafi verið skiptar á þessari nýslárlegu íþrótt má greina eltivæntingu og jákvæð viðhorf til hnefaleika í grein í íþrótta- blaðinu árið 1928, þótt undirtónninn sé sá að ekki hafi allir skilning á hinum nýja sið. Þar segir að eins og flestar aðrar íþróttir hafi hnefaleikar borist hingað til lands og náð miklum vinsældum hjá sumum, enda séu þeir ein algengasta íþróttin erlendis, þótt einnig þar séu skoðanir skiptar um ágæti hennar. Þar séu haldin mót áhugamanna, sem séu nauðsynleg eflingu íþróttarinnar, „enda góð skemtun lyrir almenning, og auk þess þurla að vera mót í öllum íþróttum lil þess að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.