Ný saga - 01.01.2000, Page 9

Ný saga - 01.01.2000, Page 9
Hnefaleikar á Islandi íþróttaþjálfari að nafni Ewald Mikson, sem aðallega kenndi knattspyrnu, en veitti einnig leiðsögn í öðrum íþróttum, t.d. hnefaleikum.31 Arið 1948 hélt Ármann glímu- og hnel'aleika- sýningu á Selfossi32 og þremur árum síðar sýndu menn úr l'élaginu hnefaleika í Bolung- arvík.33 Hnefaleikar náðu þó ekki fótfestu á þessum stöðum. Krafan uni bann við hnefaleikuin Svonefndur Listamannaslagur, þ.e. átök sent áltu sér stað við Listamannaskálann og þekktir hnefaleikamenn áttu þátt í, hel'ur löngum verið tengdur við aðdraganda banns við hnefaleikum enda má ætla að vísað hafi verið til þessara atburða við umræður um málið á Alþingi þótt Listamannaslagurinn hafi aldrei verið nefndur berum orðum. Þess ber að geta að Listamannaslagurinn átti sér stað árið 1943, eða 13 árurn áður en lög um bann við hnefaleikum voru samþykkt. Máls- atvik voru í stuttu máli þau að eflir dansleik í Listamannaskálanum við Kirkjuslræti brutust út átök sem lyktaði með því að hnefaleika- maður sló þrjá lögreglumenn í höl'uðið með kylfu.34 Guðmundur Arason, sem á sínum tíma var keppnismaður í hnefaleikum og kennari í íþróttinni hjá glímufélaginu Ár- manni, viðurkennir að atburðurinn hafi kom- iö illa við hnefaleikara, en hann vill þó ekki meina að það hafi haft áhril' á umræðu um hnefaleikaíþróttina á þeim tíma: Engin áhrif, ekki nokkur. Það var aldrei minnst á þetta [í umræðu um hnefaleika- íþrótlina]. Þetta var bara eins og hver ann- ar slagur. Þetta var á stríðsárunum. Það logaði allt í slagsmálum hérna, öll kvöld. ... Það var ekki l'yrr en að banninu kom, að þeir [andstæðingar hnefaleika] fóru að minnast á þelta. Það er þá sem þetta spillir fyrir.35 Iþróttasambandið brásl þó þegar við þessurn atburðum með því að breyta áhugamanna- reglum sínum um keppnisbann á íþóttamót- um og sýningum gagnvart þeim er dæmdir væru fyrir rel'sivert athæfi eða væru sekir um athæfi sem hæfði eigi heiðri þeirra sem íþróttamanna og var sérslaklega tekiö til þess el' sá brotlegi hel'ði beitt íþróttakunnáttu sinni lil að framkvæma óverknað eða til brots á hegningarlögum.36 Listamannaslagurinn svokallaði hefur æ síðan lifað í minni íslend- inga og öðlast goðsagnakenndan blæ. En þó minna hafi borið á gagnrýnisröddum eftir að hnefaleikar urðu keppnisgrein Í.S.Í. árið 1933,37 og nokkur regla komst á iðkun íþróttarinnar, höfðu ekki allar gagnrýnis- raddir verið kveðnar niður. Ágreiningurinn um hnefaleikana tók hins vegar nýja stel'nu þegar upplýsingar um skaðleg áhrif á heilsu iðkendanna kontu frarn. Læknum var orðiö fullkunnugt um skaðsemi þungra höfuð- högga l'yrir heilann og önnur líffæri. I Frétta- bréfi um heilbrigðismál í júní 1952 var blásið lil kröftugrar sóknar gegn hnefaleikum með grein Alfreðs Gíslasonar læknis undir yfir- skriftinni „Hnefaleikar og rothögg". Þar rit- aði All'reð að margir teldu hnefaleika ljótan leik sem vart verðskuldaði nafnið íþrótt, en lýsti svo þeim heilaskaða sent hnefaleikar gætu valdið án þess að þátttakendur yrðu lians varir.38 Ekki hefði enn lekist að banna íþróttina þólt læknar hel'ðu oft minnt á áhætt- una sem af henni stal'aði: Hnel'aleikar munu ekki vera iðkaðir mikið hérlendis, en eitlhvað þó. El’ þessi „íþrótt" er viðurkennd af íþróttasambandinu ís- lenzka, ætti það að hlutast til um, að kepp- endur í henni væru læknisskoðaðir öðru hverju. Bezt færi þó á því, að hnefaleikar væru bannlærðir hér með öllu.39 Mynd 6. íslandsmeistarar í öllum þyngdar- flokkum 1947. F.v.: Ægir Egilsson, Friðrik Guðnason, Árni Ásmundsson, Marteinn Björgvins- son, Guðmundur Arason, Arnkell Guðmundsson, Svavar Árnason, Þorkell Magnússon og Jens Þórðarson. Mynd 7. Guðmundur Arason hnefaleikaþjálfari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.