Ný saga - 01.01.2000, Side 10

Ný saga - 01.01.2000, Side 10
Sigurður Narfi Rúnarsson Rilstjóri fréttabréfsins, Níels Dungal, ritaði einnig neðanmálsgrein á sömu nótum, enda var „[gjreinin um hnefaleikana ... þörf áminn- ing og satt að segja hafði ég fyrir löngu hugs- að mér að minnast á það mál.“4l) En ritstjór- anum eru ekki aðeins í huga efasemdir um gildi hnefaleika sem íþróttar. Hann bætir við að hnefaleikarar eigi til aö beita íþrótt sinni á aðra en andstæðinga og æfingarfélaga og þá oft í áfengisvímu sem hamli skynsamlegri hugsun en veki upp þá frumstæðu baráttufýsn sem hnefaleikar séu leifar af. Hann tekur því undir kröfuna um bann við ástundun íþróttar- innar ekki bara heilsu keppendanna vegna, heldur líka og ekki síður samfélagsins vegna: þeir sem hafa séð fólkið sem flykkist að hnefaleikjum og heyrt og séð hvernig það lætur, finnst engu glatað og ekkert misst þótt slíkar skemmtanir leggist niður. íslend- ingar mæltu vel ganga á undan öðrum þjóðum á þessu sviði og banna hnefaleika með lögum, bæði kennslu í þeim og opin- bera keppni. Engin hætta er á að ekki verði nóg slegist samt.41 Hér voru lagðar þær línur sem frumvarpið um bann við hnefaleikum kom til með að fylgja. Mikiö vatn átti samt eftir að renna til sjávar í umræöum um hnefaleikana. Thorolfs þáttur Smiths hefst Eins og Níels Dungal benti á var nóg slegist. í viðtalspistlinum „Samborgarinn í dag“ í dagblaðinu Vísi þann 4. janúar 1954 ræddi blaðamaðurinn Thorolf Smith við Pálma Jónsson lögregluvarðstjóra. Aðspurður kvað Pálmi lögreglustarfið hafa verið friðsamlegra og rólegra áður fyrr. Til dæmis hefði verið miklu minna um hrottalegar líkamsárásir: Mér er annars ekki grunlaust um að þær stafi að verulegu leyti af hnefaleikakennslu þeirri, sem nú er orðin nokkuð almenn. Hnefaleikakunnátta ýtir tvímælalaust und- ir áflogahneigð unglinga. Piltarnir vilja sýna, hvað þeir geta, þegar þeir eru kennd- ir á dansleikjum, og þá þykir þeim heppi- legt að geta beitt þessari kunnátlu.42 Ekki löngu síðar hóf Thorolf sjálfur að flagga opinberlega skoðunum sínum á hnefaleikum og varð í kjölfarið þekktasti andstæðingur Mynd 8. Hrafn Jónsson. islandsmeistari í þungavigt 1943 og 1945. Mynd 9. Jóel Jakobsson. isiandsmeistari í ýmsum þyngdar- flokkum 1943-46. íþróttarinnar. Jón Múli Árnason, sem stund- aði hnefaleika á yngri árum,43 var mikill vinur Thorolfs Smiths, eða Smiðsins eins og hann kallaöi hann, þótt ekki væru þeir sammála í viðhorfi til hnefaleika. Jón Múli lýsti Thorolf þannig: hafði hann á hraðbergi... sögu allra hnefa- leikameistara þar í landi [Ameríkuj, þótt hin göfuga sjáll'svarnarlist væri honum ævinlega lokuð bók, og ógæl'a hans sú að gerast á sínum tíma aðaldrifljöðrin í hér- lendri herferð gegn þessari karlmannlegu og stórbrolnu íþrótl. Stóð þá ekki á nor- rænum kerlingum á Alþingi að taka upp þráðinn og banna boxið, en þar hal'a fyrr- nefndar frúr löngum verið í meirihluta. Hefur mér gengiö illa að fyrirgefa Smiðn- um þessa framtakssemi.44 Olíkt því sem fram kom í viðtalinu við Pálma Jónsson voru það ekki slæm uppeldisleg áhrif hnefaleika sem voru umljöllunarefni greinar í Vísi þann 18. mars 1954, heldur eins og í grein Alfreðs Gíslasonar líkamleg áhrif hnefaleika á iðkendur íþróttarinnar. Grein þessi var þýdd úr tímaritinu Look undir yfir- skriftinni „Hnefaleikar - löghelguð mann- dráp“. Par kom l'ram að það væri „tiltölulega skammt síðan rannsóknir ... leiddu í ljós hin- ar hræðilegu skemmdir, sem hnefaleikar or- saka á heilanum.“45 Um þær mundir hafði farið fram síðasta hnefaleikamótið sem keppl var á hér á landi. Keppendur þar þóttu afar slakir og var það aðeins talið al' hinu góða: Af l'ramansögðu virðist ekki ástæða að harma það, sem sagt var um frammi- stöðu íslenzkra hnefaleikamanna á nýaf- stöðnu hnefaleikamóti Ármanns heldur óskandi, að þeir haldi áfram að vera við- vaningar í þessari vafasömu og hættulegu ,,íþrótt“.4í’ Vísir var þar með orðinn vetlvangur hat- rammrar baráttu gegn hnefaleikum. Síðar á sama ári birtist önnur grein um hnefaleika í Fréttabréfi um heilbrigðismál undir fyrir- sögninni „Hnefaleikar og nýrnaskemmdir.“47 Greinin birtist fljótlega óbreytt í U/'.v/'.48 Höfundur tekur kröftuglega lil orða í niður- lagi greinar sinnar: Þessi íþrótl er iðkuð af villimönnum, lil ánægju fyrir aðra villimenn, sem enn er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.