Ný saga - 01.01.2000, Page 14

Ný saga - 01.01.2000, Page 14
Sigurður Narfi Rúnarsson hnefaleikana. Höfundi var fullljóst að menn mundu ekki hætta að gefa hver öðrum „á hann“ þótt hnefaleikar yrðu bannaðir. Hann velti því þess vegna fyrir sér hvað í raun vekti fyrir flutningsmönnum frumvarpsins: hvort þeir teldu sig með þessu vera að bjarga lífi og heilsu fjölda alinna og óborinna landa sinna, eða hvort þeir væru eins og sagt [er] að vestfirzkur bóndi hafi gert, að sparka í dautt bjarndýr, sem annar skaut, og slá sig á því til riddara. Ef hið fyrra væri rétt, hlýtur mann að undra, hvers vegna ráðist er á þessa íþróttagrein einmitt nú, þegar hún hefur vart verið iðkuð aí' nokkrum manni hér á landi í a. m. k. 1-2 ár.79 Þá spurði Brynjólfur sig af hverju flutnings- menn frumvarpsins beittu eins villandi sam- anburði til að sýna fram á hættuna sem fylgdi hnefaleikum og raun bar vitni. Benl væri á að svo og svo margir hefðu látist í keppni í Bret- landi og Bandaríkjunum, þar sem flest ef ekki öll slysin hefðu orðið meðal atvinnumanna. Hins vegar hefðu ekki orðið teljandi slys á mönnum í hnefaleikakappleikjum á íslandi. Rilstjórinn gerði sér þó fulla grein fyrir því að rothögg væru skaðleg, en í stað þess að út- hrópa íþróttina stakk hann upp á leiðum til að minnka hættuna eins og mögulegt væri, til dæmis með því að banna keppni í hnefaleik án höfuðhlífa, endurskoða aldursákvæði lil að koma í veg fyrir keppni unglinga og koma á strangari Iæknisskoðun fyrir og eftir keppni: Allt þetta myndi draga úr hæltu á meiðsl- um og dauðsföllum. Hitt, að banna þennan leik algerlega, hygg ég að myndi missa marks. ... Mér finnst yfirleitt að um þctta mál hafi verið ritað og rætt meira af tilfinn- ingasemi en kaldri skynsemi. Hið háa Al- þingi hefur án efa mörg brýnni verkefni en að skipta sér af „heimilisvandamálum“ íþróttahreyfingarinnar, en séu einhverjir Alþingismenn [sicj, sem telja afskipta Al- þingis þörf er það lágmarkskrafa íþrótta- hreyfingarinnar, að rétt og hlutlaust sé þar greint frá málavöxtum. Er þá líklegt, að Alþingi sjái, að hinni frjálsu íþróttastarf- semi er bezt borgið í höndum íþróttahreyf- ingarinnar sjálfrar.80 fþróttablaðið hafði nú verið endurheimt sem málsvari íþróttahreyfingarinnar í málinu. Hins vegar eru skrif ritstjórans til marks um deildar meiningar um íþróttina innan íþrótta- hreyfingarinnar sem utan. Formælendur frumvarpsins létu þó ekki slá sig út af laginu. Þann 12. nóvember var frumvarpið tekiö til fyrstu umræðu í neðri deild. Kjartan J. Jóhannsson hafði öðru sinni framsöguræðu um málið og á líkum nótum og áður. Þar gat hann þess að ,,[s]em betur fer, hafa hnefaleik- ar aldrei náð almennum vinsældum hér á landi, en alltaf þótt, það sem þeir eru, leiðin- legt og ógeðslegt at“.81 Að þessu sinni tók hann afstöðu til þeirrar gagnrýni íþrótta- hreyfingarinnar að andstæðingar hnefaleika gerðu ekki greinarmun á atvinnumennsku og áhugamennsku í íþróttinni: „Þeir tala eins og börn. Vita þeir ekki, að atvinnumennirnir eru valdir úr hópi áhugamannanna og að allir byrja sem áhugamenn?“82 Deiluaðilar höfðu því í raun ekki grundvöll til rökræðna. Framkvæmdastjórn Í.S.Í. beitti sér einnig gegn frumvarpinu á þessu stigi með því aö ræða við einstaka þingmenn.83 Menntamála- ráðherra Gylfi Þ. Gíslason tók lil máls og vék að samtali sínu við forseta I.S.I.: Forseti Í.S.Í. sagði mér, að ástæðan til mót- mæla þeirra samtaka væri alls ekki sú, að íþróttasambandið hefði í sjálfu sér til- hneigingu til þess að halda verndarhendi yfir þessari íþrótt, það væri síður en svo. Sannleikurinn væri sá, að iðkun hennar færi mjög þverrandi, - „sem betur fer“, sagði hann, - þannig að nú mætti heita, að mjög lítið kvæði að því, að menn legðu stund á hnefaleika. Það taldi hann tvímæla- laust stefna í rétta átt. ... Ég spurði hann, hvort samtökin mundu vera reiðubúin til þess að taka slíka ákvörðun [að banna íþróttina], og því var hann að sjálfsögðu, eins og eðlilegt var, ekki reiðubúinn til þess að svara.84 Menntamálaráðherra benti því nefnd þeirri sem fengi nú málið lil meðferðar á að leita formlega el'tir viðbrögðum Í.S.Í. við slíkri lausn málsins, sem kæmi sér eðlilega betur en að þurfa að setja löggjöf. Ef ekki næðist árangur af því væri Alþingi rétt og skylt að standa fyrir að taka ákvörðun um bann.85 Við 2. umræðu um frumvarpið gerði Kjartan .1. Jóhannsson grein fyrir því að síðan fyrsta um- Mynd 16. Alfreð Gíslason læknir og alþingis- maður var skeleggur andstæðingur hnefa- leika. Mynd 17. Kjartan J. Jóhannsson læknir. Hann og Helgi Jónasson læknir lögðu fram á Alþingi 1956 tillögu um bann við hnefaleikum. 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.