Ný saga - 01.01.2000, Page 17

Ný saga - 01.01.2000, Page 17
Karl Grönvold Aldur Landnámslagsins ir 7—JL rið 871 e.kr. varð eldgos í eystra gosbeltinu á Suðurlandi og féll talsverð aska - bæði súr og basísk (hvít og dökk). Ekki er enn vitað hvort nokkur var þá sestur að á landinu þannig að menn yrðu vitni að gosinu. Elstu mannvistarleií'ar á landinu finnast í jarðvegi nálægt þessu öskulagi og er þaðan komið nafnið Landnámslag. Lýsingar og tímasetn- ingar á eldgosum fyrst eftir landnám í elstu annálum og öðrum heimildum eru ákaflega stuttorðar og oft óljósar þannig að þó ein- hverjir hai'i verið viðstaddir þegar gaus þá náði það minni ekki í ritaðar heimildir. En þar sem nú er vitað um jafnvel enn stærri eld- gos eftir landnám sem hvergi er getið í heim- ildum þá er þögnin um þetta öskufall engin vísbending um hvort gosið varð fyrir eða eft- ir komu fyrstu landnámsmanna. Ari fróði segir í íslendingabók að landnám norrænna manna hafi hafist 870 og liafi fyrsti landnánts- maðurinn, Ingólfur Arnarson, þá verið búinn að bregða sér til landsins nokkrum árum fyrr til að kanna landkosli.1 En Ari var uppi meira en tvö hundruð árum síðar og íslendingabók er einungis til í enn yngri uppskriftum. Ymsir vilja líka gruna Ara um að hai'a lagað frásögn sína að hagsmunum þáverandi höfðingjastétt- ar eða að hafa einfaldlega ekki vilað betur.2 Nákvæm aldursákvörðun Landnámslags- ins og tengsl þess við elstu mannvistarleifar eru því einkar mikilvæg fyrir tímasetningu landnámsins. Sú nákvæma aldurssetning sem nú hefur fengist, 871 (+/- 2) e.Kr., er kornin el'tir nokkrum krókaleiðum þar sem hún byggist á ískjörnum boruðum úr Grænlands- jökli en um það samhengi fjallar pistillinn. Landnámslagið er öskulag Öskulagatímatalið, sögulegar heimildir og l'ornleifafræði voru þegar í upphafi fléttuð saman í þráð sent stöðugt styrkist og gildnar. Lengi höfðu menn tekið eftir ljósum og dökk- um láréttum lögunt í rofabörðum og mýrum en þeir Sigurður Þórarinsson og Hákon Bjarnason urðu fyrstir til að átta sig á mikil- vægi þeirra.3 Sigurður helgaði sig síðan ösku- lagarannsóknum - lærði að lesa öskulögin og lagði þar með grunninn að notkun þeirra til tímatals.4 A sviðum jarðfræði er tíminn rakinn á tvennan hátt; sem afstæður tími og svo í raun- verulegum árum. Þannig var ein helsta niður- staða jarðfræðirannsókna á seinni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar að hægt væri að raða jarð- Dýpi (m) Mynd 1. Breytingar á magni brennisteins- og saltsýru og hlutfalli súrefnissamsæta (ö,B0) með dýpi i GRIP-ískjarnanum. Kvarðinn vinstra megin sýnir sýru- magnið, en sá hægra megin er fyr- irsúrefnið. Lárétti kvarðinn sýnir dýpi frá yfirborði jökuls en ártölin (867-73) sýna hvaða ár úr- koman féll. Línur D1, D2 og D3 sýna hvar sýni voru tekin. Einungis i sýni D2 var ösku að finna. Myndin er litillega einfölduð úr grein- inni. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.