Ný saga - 01.01.2000, Side 18

Ný saga - 01.01.2000, Side 18
Karl Grönvold S. Thoronhsso/? /339 Mynd 2. Úr grein Sigurðar Þórarinssonar um uppgröftinn í Þjórsárdai sumarið 1939. Hér sést Landnámslagið (merkt Vll+b) liggja óhreyft undir vegg- hleðslu, en askan frá Heklugosinu 1104 leggst svo upp að garðinum. lögum í afstæða tíma- og aldursröð sem síðan var hægt að tengja saman milli landa og heimsálfa í eina samfellda jarðsögu. Þetta byggði á þeirri einföldu grunnreglu að í ein- stökum jarðlagasniðum væru lögin alla jafna í réttri aldursröð - það elsta neðst en það yngsta efst. Steingervingar voru síðan notaðir til þess að tengja jarðlagasyrpur milli svæða. Þessi afstæða jarðsaga eða röð atburða var því vel þekkt þó allt væri í óvissu um raun- verulegan aldur í árum. Það sama á við um jarðveg á íslandi - hann þykknar ofan frá þegar fok sest ol'an á hann og blandast lífrænum gróðurleifum. Öskulag sem leggst ofan á slíkan jarðveg grefst smám saman undir nýmyndun ofan frá þegar jarð- vegurinn þykknar. Öskugos standa jafnan slutt og tákna því mjög afmarkaðan tíma í jarðvegsmynduninni og öskulög þurfa ekki að vera þykk í upphafi til þess að varðveitast og vera þannig aðgengileg í jarðveginum. Jarðvegur á íslandi hefur allur myndasl eftir lok síðasta kuldaskeiðs fyrir um tíu þúsund árum. Af þeim tíma eru rúm ellefu hundruð ár söguleg samkvæmt tímatali Ara. Sigurður notaði sér hina afstæðu niðurröðun öskulaga í jarðvegi til að byggja upp afstætt tímatal eða öskulagatímatalið og efsta hlut- ann tengdi hann við tillækar sögulegar heirn- ildir og l'ékk þannig raunaldur jarðvegsins. Elslu sögulegar heimildir eru ekki langorðar um eldgos sem mörg eru stuttlega nefnd en það notaði Sigurður til þess að þekkja þau. Til að finna upptakaeldstöðina notaði hann sér að hvert öskulag þykknar og verður gróf- ara er nær dregur eldstöðinni og má þannig tengja öskulagið við skráð gos í þeirri eldstöð. Árið 1939 fór fram mikil fornleifarannsókn í Þjórsárdal og annaðist Sigurður rannsókn þeirra öskulaga sem grafið var gegnum.5 Varð sú vinna svo uppistaðan í doklorsritgerð hans.6 Um öskulög mynduð eftir landnám notaði Sigurður sögulegar heimildir. Eftir um 1300 eru heimildir oft tiitölulega greinargóðar en styttri og óvissari l'yrir þann tíma. Sigurður nefndi yngsta öskulagið í jarðvegssniðunum (frá Kötlugosinu 1918) númer I og taldi sig síðan niður. Rétt undir elstu mannvistarleif- um var lag sem fékk nafnið Vlla+b og var strax byrjað að kalla Landnámslag. Viðbólin a+b var vegna þess að lagið er tvískipt - a í'yrir dökka hlutann og b fyrir þann ljósa. Frekari fornleifarannsóknir hafa síðan sýnt það sama - tvílila öskulagið Vlla+b liggur víða rétt neðan við elstu mannvistarleifar og Land- námslag því réttnefni. Þykknun lagsins sýndi að það var upprunnið einhvers staðar á Torl'a- jökulssvæðinu. Öskulagið l'rá Heklu 1104 vafðist nokkuð fyrir Sigurði í upphafi vegna þess að aska frá Heklugosinu 1300 leggst beinl ol'an á það. Gosið 1104 er eitl það l'yrsta sem sérstaklega er nel'nt í annálum þannig að öskulögin þar fyrir neðan urðu ekki tímasett eftir rituðum heimildum. Geislakolsmælingar ollu byltingu í aldurs- ákvörðunum á fornleifum og var eina aðferð- in lil að finna raunaldur á forsögulegum ösku- lögum áður en ískjarnar komu til sögunnar. Tilraunir hafa verið gerðar til að nota þessa aðferð til að aldursgreina bæði elstu forn- minjar og Landnámslagið. Aldursákvörðun- um með geislakoli fylgir óhjákvæmilega tals- verð óvissa - bæði í sjálfum mælingunum, breytilegri framleiðslu á geislakoli í andrúms- loftinu fyrr á öldum og uppruna og afstöðu 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.