Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 23
Gunnar Karlsson
Verkið sem tókst
að vinna
s
Um Kristni á Islandi I-IV
'-gr nóvember 1990 var kallað saman í
I Reykjavík málþing til skrafs og ráða-
JlL gerða um rilverk sem Alþingi hafði
nýlega ákveðið að láta skrifa urn sögu
kristni á íslandi og gefa út í tilefni af þús-
und ára kristnitökuafmæli þjóðarinnar. Eg
var kallaður til að tala á þessu jringi og flutti
þar dálitla særingu sem var prentuð í Sögu
árið eftir undir titlinum „Varnaðarorð um
kristnisögu.“ Þar rakti ég feril nokkurra sorg-
lega misheppnaðra tilrauna íslendinga til að
koma út meiri háttar ljölbindaverkum um
sögu í samvinnu margra höfunda (og var þó
enn ekki kornið í ljós hvernig mundi fara
fyrir safnritinu íslenskri þjóðmenningu) og
gaf meinlega í skyn að örlög kristnisögunnar
kynnu að verða þau sömu. Til að bíta höf-
uðið af skömminni leyfði ég mér að gefa rit- ,
stjórninni nokkur heilræði, sem voru orðuð
þannig í stuttu máli í inngangi:1
1) Gerið raunsæjar áætlanir um umfang
og framgang verksins og gætið þess að
allir höfundar fallist á þær fyrirfram.
2) Ráðið ekki hóp af rannsóknarglöðum sagn-
vísindamönnum og leyfið þeim að gral'a
sig ofan í rannsóknir, hvern í sinni liolu.
Ef þið gerið það koma sennilega fáir
þeirra upp aftur fyrr en á 21. öldinni, ein-
hverjir koma aldrei upp, og þeir sem
konra upp koma með eilthvað allt of stórt
og ólögulegt til þess að það rúmist í yfir-
lilsriti urn kristni þjóðarinnar í 1000 ár.
3) Ráðið fáa höfunda.
4) Konrist að samkomulagi við þá um að
halda sig nákvæmlega innan fyrirfram
ákveðinna lengdarmarka, upp á bit.
5) Semjið við höfunda um að skila handriti
skrifuðu á enda þegar ritunartími þeirra
er hálfnaður, því að hér gildir reglan að
hálfnað er verk þá lokiö er. Vinna við rit
er sjaldnast nema hálfnuð þegar maður
er kominn á leiðarlok með fyrstu gerð
textans.
6) Gætið þess að allir höfundar viðurkenni
að ritstjóri þarl' að hafa völd eins og leik-
stjóri hefur yfir uppfærslu á leikverki.
1 framhaldinu lagði ég megináherslu á það
senr hér stendur í öðrum og þriðja lið, að gæta
sín á að halda ekki að besta yfirlitsritið yrði til
með því að stefna saman öllum bestu sérfræð-
ingunum og leyfa þeim að rólast um í sérfræði
sinni.
Nú hefur komið í ljós að hrakspá mín
rættist ekki: kristnisagan kom út á nokkurn
veginn fyrirhuguðum tíma í nokkurn veginn
fyrirhugaðri lengd, hið myndarlegasta rit,
ljögur bindi og 1705 blaðsíður.2
Því markar hún tímamót í íslenskri sagn-
l'ræði, ber vitni um verkhæfni sem íslenskir
sagnfræðingar hafa aldrei sýnt áður og fleytir
greininni þannig upp á nýtt þroskastig. Björn
heitinn Þorsteinsson ögraði stundum kolleg-
um sínum og nemendum með því að segja að
kirkjusaga Finns Jónssonar biskups, sem
kom út í fjórum bindum á latínu á árunum
1772-78, væri langmesta heila sagnfræðiverk
þjóðarinnar. Nú erum við að minnsta kosti
komin upp að hlið Finns biskups. Kirkjusaga
hans fyllti að vísu 2636 blaðsíður,3 en nýja
kristnisagan er í stærra broti og með drýgra
letri, svo að vegur nokkurn veginn upp á móti
færri síðum.
Kristnisagan er líka langtum glæsilegri en
kirkjusaga Finns. Hún er myndskreytl afar
ríkulega og fjölbreytilega, með mynd á l'lest-
um blaðsíðum og öll prentuð í litum. Ég
var nokkuð ánægður nreð myndaprentunina
þangað til kom að mynd af altaristöllu Nínu
Tryggvadóttur í Skálholtskirkju (IV, bls. 331).
1 stað þess að vera djúp-blá-græn á hvítum
21